Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 1
15 áhrifamestu störfin á Íslandi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 50 Tónlist 50 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 47 Sjónvarp 52 SUNNUDAGUR TOPPSLAGUR Í HANDBOLTA Heil umferð verður í RE/MAX-úrvalsdeild karla í handbolta í dag. HK og KA mætast í Digranesi klukkan 16. Grótta-KR og Stjarnan eigast við á Seltjarnarnesi klukk- an 19.15 og á sama tíma hefst toppviður- eign Vals og ÍR í Valsheimilinu. Loks mætast Haukar og Fram að Ásvöllum og hefst leikur þeirra klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 21. mars 2004 – 80. tölublað – 4. árgangur FJÁRDRÁTTUR Starfsmaður Landsbank- ans í Keflavík verður kærður í fyrramálið fyrir að hafa dregið sér fé. Maðurinn færði millj- ónir milli reikninga í bankanum. Sjá síðu 2 BARNANÍÐINGAR Tveir menn hafa verið yfirheyrðir af lögreglu grunaðir um kynferðisglæpi gagnvart börnum. Annar þeirra er prestur. Barnaníðingar virðast fundvísir á fórnarlömb sem skortir athygli og umhyggju að sögn forstjóra Barnavernd- arstofu. Sjá síðu 4 TUGIR NÝRRA STARFA Starfsemi járnblendiverksmiðjunnar verður að líkind- um breytt og sérhæfðari markaði sinnt. Þrjátíu til fimmtíu störf skapast strax frá og með haustinu 2005. Sjá síðu 6 MANSAL Utanríkisráðherra segir mansal vera þann hluta alþjóðlegrar glæpastarf- semi sem vaxi hvað örast. Ráðherra segir að glæpahringar hafi reynt að nota Ísland sem flutningsland. Sjá síðu 8 KÖNNUN Tveir þriðju þjóðarinnar, eða 66,3 prósent, vilja að Davíð Oddsson forsætisráðherra láti af ráðherraembætti þegar Halldór Ásgrímsson tekur við embætti for- sætisráðherra í haust, ef marka má nýja skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Þar af vilja 16,6 prósent að Davíð haldi þó áfram afskiptum af stjórnmálum sem óbreyttur þing- maður, en 49,7 prósent vilja að hann hætti alfarið. Tæp 34 prósent vilja Davíð áfram í ríkisstjórn. Það eru helst karlar á lands- byggðinni sem lýsa sig fylgjandi því að Davíð hætti alveg í stjórn- málum. Um 58 prósent þeirra sögð- ust vera því fylgjandi. Stuðningur við áframhaldandi stjórnarsetu Davíðs mælist hins vegar mestur á meðal karla í þéttbýli, eða 40,7 pró- sent. Sá munur er á afstöðu karla og kvenna að konur, bæði í þéttbýli og dreifbýli, virðast hrifnari af því að Davíð verði óbreyttur þingmað- ur. Fylgi þeirra við þá hugmynd mælist í kringum 20 prósent, á meðan um 12 prósent karla eru því fylgjandi. Athygli vekur að fylgið við áframhaldandi stjórnarsetu Davíðs Oddssonar mælist minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í sömu könnun. Fylgi flokksins mældist þar 40,8 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur einnig aukist undanfarið, samkvæmt niðurstöðum sömu könnunar. Nánar á síðum 2, 24 og 25 Hvort er betur fallið til áhrifa, að vera forseti Íslands eða bankaráðsformaður Landsbankans? Hvaða fólk á Íslandi er áhrifamest í krafti stöðu sinnar? Niðurstaðan er listi með fimmtán nöfnum. SÍÐA 28–29 ▲ Tveir þriðju vilja að Davíð hætti í ríkisstjórn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 66,3 prósent þjóðarinnar að Davíð Odds- son hætti í ríkisstjórn þann 15. september þegar Halldór Ásgrímsson sest í hans stól. Tónleikar: Deep Purple í Höllinni TÓNLIST Þungarokkshljómsveitin Deep Purple hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu hljómsveita sem heiðra munu Íslendinga með tón- leikahaldi í sumar. Hljómsveitin, sem haft hefur afgerandi áhrif á sögu rokktónlistar undanfarin 30 ár, mun stíga á svið í Laugardals- höll hinn 24. júní næstkomandi. Nánar á síðu 35 M YN D /A P LÆGIR Á MORGUN í höfuðborginni en í dag verður strekkingur og heldur napurt enda svalt í veðri þótt eitthvað sjáist til sólar. Hvassast verður norðvestan til á landinu. Sjá síðu 6. „Pólitíkin er harður slagur og ég sakna hans ekki,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari á Ísafirði, í viðtali í blaðinu í dag. Ólína segist ekki hafa hug á endurkomu í pólitíkina að sinni. Saknar ekki stjórnmálanna ▲ SÍÐUR 26 og 27 1.300 milljónir í íslenskt sjónvarpsefni Sjónvarpsstöðvarnar verja 1.300 milljónum á ári í innlenda dagskrár- gerð, en í hvað fara peningarnir? ÍRAKSSTRÍÐINU MÓTMÆLT Efnt var til mótmæla gegn innrás og hersetu í Írak um heim allan í gær. Mikill mannfjöldi tók þátt í mót- mælum sem töldu frá nokkrum tugum þátttakenda upp í nokkur hundruð þúsund. Þúsundir manna söfnuðust saman á Hetjutorginu í Búdapest í Ungverjalandi og mynduðu friðarmerki með kyndlum sem þeir báru. Ár er nú liðið frá innrás Bandaríkjahers og bandamanna þeirra í Írak. Sjá síðu 10 SÍÐUR 30 og 31 ▲ Rjóðrið afhent: Heimili fyrir veik börn HEILBRIGÐISMÁL „Þessi nýjung er bæði hugsuð fyrir börnin og foreld- rana en fagfólk og foreldra hefur lengi dreymt um heimili sem þetta,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra og nú- verandi framkvæmdastjóri Velferð- arsjóðs barna. Sjóðurinn afhenti ríkinu í gær nýtt hjúkrunarheimili fyrir langveik börn. Heimilið er í húsnæði sem áður tilheyrði Kópa- vogshæli. 40 til 50 börn af landinu öllu geta dvalið þar til lengri eða skemmri tíma. Nánar á síðum 32 og 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.