Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 1
15 áhrifamestu störfin á Íslandi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 50 Tónlist 50 Leikhús 50 Myndlist 50 Íþróttir 47 Sjónvarp 52 SUNNUDAGUR TOPPSLAGUR Í HANDBOLTA Heil umferð verður í RE/MAX-úrvalsdeild karla í handbolta í dag. HK og KA mætast í Digranesi klukkan 16. Grótta-KR og Stjarnan eigast við á Seltjarnarnesi klukk- an 19.15 og á sama tíma hefst toppviður- eign Vals og ÍR í Valsheimilinu. Loks mætast Haukar og Fram að Ásvöllum og hefst leikur þeirra klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 21. mars 2004 – 80. tölublað – 4. árgangur FJÁRDRÁTTUR Starfsmaður Landsbank- ans í Keflavík verður kærður í fyrramálið fyrir að hafa dregið sér fé. Maðurinn færði millj- ónir milli reikninga í bankanum. Sjá síðu 2 BARNANÍÐINGAR Tveir menn hafa verið yfirheyrðir af lögreglu grunaðir um kynferðisglæpi gagnvart börnum. Annar þeirra er prestur. Barnaníðingar virðast fundvísir á fórnarlömb sem skortir athygli og umhyggju að sögn forstjóra Barnavernd- arstofu. Sjá síðu 4 TUGIR NÝRRA STARFA Starfsemi járnblendiverksmiðjunnar verður að líkind- um breytt og sérhæfðari markaði sinnt. Þrjátíu til fimmtíu störf skapast strax frá og með haustinu 2005. Sjá síðu 6 MANSAL Utanríkisráðherra segir mansal vera þann hluta alþjóðlegrar glæpastarf- semi sem vaxi hvað örast. Ráðherra segir að glæpahringar hafi reynt að nota Ísland sem flutningsland. Sjá síðu 8 KÖNNUN Tveir þriðju þjóðarinnar, eða 66,3 prósent, vilja að Davíð Oddsson forsætisráðherra láti af ráðherraembætti þegar Halldór Ásgrímsson tekur við embætti for- sætisráðherra í haust, ef marka má nýja skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Þar af vilja 16,6 prósent að Davíð haldi þó áfram afskiptum af stjórnmálum sem óbreyttur þing- maður, en 49,7 prósent vilja að hann hætti alfarið. Tæp 34 prósent vilja Davíð áfram í ríkisstjórn. Það eru helst karlar á lands- byggðinni sem lýsa sig fylgjandi því að Davíð hætti alveg í stjórn- málum. Um 58 prósent þeirra sögð- ust vera því fylgjandi. Stuðningur við áframhaldandi stjórnarsetu Davíðs mælist hins vegar mestur á meðal karla í þéttbýli, eða 40,7 pró- sent. Sá munur er á afstöðu karla og kvenna að konur, bæði í þéttbýli og dreifbýli, virðast hrifnari af því að Davíð verði óbreyttur þingmað- ur. Fylgi þeirra við þá hugmynd mælist í kringum 20 prósent, á meðan um 12 prósent karla eru því fylgjandi. Athygli vekur að fylgið við áframhaldandi stjórnarsetu Davíðs Oddssonar mælist minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í sömu könnun. Fylgi flokksins mældist þar 40,8 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur einnig aukist undanfarið, samkvæmt niðurstöðum sömu könnunar. Nánar á síðum 2, 24 og 25 Hvort er betur fallið til áhrifa, að vera forseti Íslands eða bankaráðsformaður Landsbankans? Hvaða fólk á Íslandi er áhrifamest í krafti stöðu sinnar? Niðurstaðan er listi með fimmtán nöfnum. SÍÐA 28–29 ▲ Tveir þriðju vilja að Davíð hætti í ríkisstjórn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 66,3 prósent þjóðarinnar að Davíð Odds- son hætti í ríkisstjórn þann 15. september þegar Halldór Ásgrímsson sest í hans stól. Tónleikar: Deep Purple í Höllinni TÓNLIST Þungarokkshljómsveitin Deep Purple hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu hljómsveita sem heiðra munu Íslendinga með tón- leikahaldi í sumar. Hljómsveitin, sem haft hefur afgerandi áhrif á sögu rokktónlistar undanfarin 30 ár, mun stíga á svið í Laugardals- höll hinn 24. júní næstkomandi. Nánar á síðu 35 M YN D /A P LÆGIR Á MORGUN í höfuðborginni en í dag verður strekkingur og heldur napurt enda svalt í veðri þótt eitthvað sjáist til sólar. Hvassast verður norðvestan til á landinu. Sjá síðu 6. „Pólitíkin er harður slagur og ég sakna hans ekki,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari á Ísafirði, í viðtali í blaðinu í dag. Ólína segist ekki hafa hug á endurkomu í pólitíkina að sinni. Saknar ekki stjórnmálanna ▲ SÍÐUR 26 og 27 1.300 milljónir í íslenskt sjónvarpsefni Sjónvarpsstöðvarnar verja 1.300 milljónum á ári í innlenda dagskrár- gerð, en í hvað fara peningarnir? ÍRAKSSTRÍÐINU MÓTMÆLT Efnt var til mótmæla gegn innrás og hersetu í Írak um heim allan í gær. Mikill mannfjöldi tók þátt í mót- mælum sem töldu frá nokkrum tugum þátttakenda upp í nokkur hundruð þúsund. Þúsundir manna söfnuðust saman á Hetjutorginu í Búdapest í Ungverjalandi og mynduðu friðarmerki með kyndlum sem þeir báru. Ár er nú liðið frá innrás Bandaríkjahers og bandamanna þeirra í Írak. Sjá síðu 10 SÍÐUR 30 og 31 ▲ Rjóðrið afhent: Heimili fyrir veik börn HEILBRIGÐISMÁL „Þessi nýjung er bæði hugsuð fyrir börnin og foreld- rana en fagfólk og foreldra hefur lengi dreymt um heimili sem þetta,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra og nú- verandi framkvæmdastjóri Velferð- arsjóðs barna. Sjóðurinn afhenti ríkinu í gær nýtt hjúkrunarheimili fyrir langveik börn. Heimilið er í húsnæði sem áður tilheyrði Kópa- vogshæli. 40 til 50 börn af landinu öllu geta dvalið þar til lengri eða skemmri tíma. Nánar á síðum 32 og 33

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.