Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.03.2004, Qupperneq 4
4 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Heldurðu að það sé nýtt stríð í uppsiglingu á Balkanskaga? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú á tónleikana með Deep Purple? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 55% 45% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Vildi strax gera árás á Írak WASHINGTON, AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, lagði til að loftárásir yrðu gerðar á Írak strax daginn eftir hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington 11. septem- ber 2001. Þetta segir Richard A. Clarke, sem hafði á þessum tíma umsjón með baráttu Bandaríkja- stjórnar gegn hryðjuverkum. Clarke heldur því fram í bók sem kemur út á morgun að Rums- feld hafi mælt með því á fundi um viðbrögð við árásunum að réttast væri að gera árás á Írak. „Við sögðum allir: En, nei, al-Kaída er í Afganistan,“ segir Clarke en því á Rumsfeld að hafa svarað með því að það væru engin góð skotmörk í Afganistan en nóg af þeim í Írak. Í samtali við fréttastofu CBS- sjónvarpsstöðvarinnar sagði Clarke að hann teldi að Banda- ríkjastjórn hefði reynt að finna tengsl milli al-Kaída og Íraks vegna þess að ráðamenn hefðu lengi haft hug á að koma Saddam Hussein frá völdum. „Mér finnst fáránlegt að for- setinn sækist eftir endurkjöri á grundvelli þess að hann hafi stað- ið sig svo vel í baráttunni gegn hryðjuverkum,“ sagði Clarke. „Hann hunsaði hryðjuverkahætt- una mánuðum saman meðan við hefðum getað gert eitthvað.“ ■ Vanrækt börn í áhættuhópi Barnaníðingar virðast fundvísir á fórnarlömb sem skortir athygli og umhyggju að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Vanrækt börn taki athygli níðinganna fagnandi og gangi mjög langt til að halda í athyglina. BARNANÍÐINGAR „Það hefur löngum verði talið í fræðunum að barna- níðingar séu mjög fundvísir á fórnarlömb sín. Við vitum að börn sem eru einmana og afskipt eru almennt séð í meiri hættu. Þau eru líklegri til að verða fórnar- lömb barnaníðinganna. Það eru þá börn sem ekki njóta athygli og umhyggju,“ seg- ir Bragi Guð- brandsson, for- stjóri Barna- verndarstofu. Hann leggur áherslu á að hann sé ekki sér- staklega að tala um fórnarlömb þeirra tveggja manna sem ný- lega voru yfir- heyrðir af lög- reglu grunaðir um kynferðisglæpi gagnvart börnum. Almennt talað séu miklar líkur á að vanræksla eigi sinn þátt í því að börn verði veikari gagn- vart barnaníðingum. „En í þessu tilviki virðist um að ræða menn sem blekkja ung- menni á Netinu, þeir þykjast vera yngri en þeir eru og ná þannig til barnanna. En vanrækt börn eru líklegri til þess að leita eftir vin- áttu og samskiptum en þau sem búa við umhyggju og athygli. Þessir menn hafa líka þann hæfi- leika að kunna að spila á tilfinn- ingar barnanna,“ segir Bragi. Bragi segir þó ekkert algilt í þessum efnum, dæmi séu um að börn sem búi við bestu aðstæður, verði fórnarlömb barnaníðinga. Samskiptin milli barnaníðings og fórnarlambs geta staðið yfir í langan tíma. Athygli barnaníð- ingsins og samskiptin við hann geta verið svo mikilvæg í augum fórnarlambsins, sem áður var ein- mana, afskipt og nær einangrað, að fórnarlambið lætur alls kyns áreitni og óþægindi yfir sig ganga til að halda tengslunum og þar með í athyglina. „Oft gera þau sér ekki grein fyrir stöðunni fyrr en þau eru orðin föst í neti barnaníðingsins og þannig hafa þau eignast leyndarmál með gerandanum sem þau eiga erfitt með að greina öðrum frá. Þannig að þetta getur orðið vítahringur sem þau losna ekki úr. Skilaboð- in eru líka oft tvíbent sem frá barnaníðingnum koma og hann nýtur þá oftar en ekki samúðar barnsins. Það getur líka verið á hinn veginn að hótanir barnaníð- ingsins verði til þess að barnið lætur að vilja hans og þegir yfir atburðunum,“ segir Bragi. Hann bendir á að breytingar í fari barna geti bent til misnotkun- ar en einkennin séu svipuð og ef til dæmis um heimilsofbeldi eða önnur vandræði heima fyrir sé að ræða. Sérstaka athygli beri að veita ef almenn vanlíðan eða kvíði geri vart við sig, barnið sé óör- uggt eða námsárangur þess slakni. Bragi segir einkum tvennt mikilvægt þegar kemur að for- vörnum í þessum málaflokki. „Annars vegar er mikilvægt að ræða opinskátt við börnin og gera þeim grein fyrir tilvist þessara manna, barnaníðing- anna. Hins vegar verða foreldr- ar að leggja sérstaka áherslu á að börn séu ekki ein og eftirlits- laus á Netinu.“ the@frettabladid.is Umdeild sýning: Bann við helför BERLÍN, AP Bann hefur verið lagt við sýningu dýraverndarsamtak- anna PETA í Þýskalandi. Sýning- in, sem nefnist „Helför á disknum þínum“ hefur farið fyrir brjóstið á mörgum gyðingum sem finnst að með henni sé gert lítið úr þján- ingum gyðinga á tímum síðari heimsstyrjaldar. Þýsk samtök gyðinga fóru fram á lögbann á sýningunni og varð dómstóll við því. Stjórnandi sýningarinnar, Matt Prescott, seg- ir þá ákvörðun samtakanna að leita eftir lögbanni á sýninguna skammarlega en sjálfur er hann gyðingur. ■ DROTTNINGARMÓÐUR MINNST Hollendingar dáðu fyrrum drottningu sína mjög og minntust hennar margir í gær. Drottningarmóðir: Lést á tíræðisaldri AMSTERDAM, AP Júlíana drottning- armóðir lést í gær 94 ára að aldri af völdum lungnabólgu en þar að auki spilaði mjög bág heilsa drottningarmóðurinnar inn í að sögn lækna hennar. Júlíana var dáð af Hollending- um en hún var drottning þeirra í 32 ár, frá 1948 til ársins 1980 þeg- ar hún afsalaði sér krúnunni í hendur Beatrix dóttur sinnar. Hún átti við veikindi að stríða síðasta áratuginn og var hætt að þekkja nánustu ættingja sína. ■ Á LEIÐ TIL FLÓRÍDA Eftir ávarp sitt hélt Bush í fyrstu kosninga- ferð sína til Flórída. Innrás í Írak: Góð fyrir heiminn WASHINGTON, AP „Frelsun Íraks var góð fyrir íraskan almenning, góð fyrir Bandaríkin og góð fyrir heiminn,“ sagði George W. Bush í vikulegu útvarpsávarpi sínu í gær. Ávarpið er talið lokapunktur- inn á því sem menn hafa tekið sem vikulangt átak Bandaríkja- stjórnar til að efla stuðning við veru Bandaríkjahers og stuðn- ingsmanna Bandaríkjanna í Írak. Stuðningur við hersetu í Írak hefur minnkað, Spánverjar hyggj- ast kalla lið sitt heim og Suður- Kóreumenn setja skilyrði fyrir því að senda hermenn til Íraks. „Versta ríkisstjórnin á svæð- inu vék fyrir því sem verður fljót- lega meðal þeirra bestu,“ sagði Bush í ávarpi sínu. ■ LÖGREGLUMÁL Tveir menn hafa verið yfirheyrðir af lögreglu grunaðir um kynferðisglæpi gagnvart börnum. Annar þeirra er prestur. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður prestsins, segir að maður- inn hafi viðurkennt samneyti við fimmtán ára pilt, sem hann segir að hafi tekið þátt í athöfnunum af fúsum og frjálsum vilja. Athæfið sé ekki refsivert. Hafi presturinn hins vegar beitt blekkingum, fengið drenginn til at- hafnanna með gjöfum eða tælt hann, telst brotið refsivert. Báðir mennirnir eru grunaðir um að hafa sett sig í sambönd við börn á netinu og með SMS-skilaboð- um. Þeir villtu á sér heimildir og komust þannig í kynni við börnin. Lögreglan komst á slóðir þeirra þar sem þeir höfðu samband við börn sem Ágúst Magnússon hafði verið í sambandi við. Ágúst er í gæsluvarð- haldi þar sem hann átti ekki aðeins mikið af barnaklámsefni, heldur tók hann upp á myndbönd kynferðisat- hafnir með sér og börnum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að mennirnir tveir tengist eða að þeir tengist Ágústi og lögregla segir ekkert hafa komið fram sem bendi til að mennirnir hafi skipst á barnaklámsefni. Þegar verið var að rannsaka mál Ágústs og þau börn sem hann hafði verið í sambandi við, komst lögregla á slóðir mann- anna tveggja. Lögregla verst frétta af rann- VILDI STRAX RÁÐAST INN Í ÍRAK Varnarmálaráðherrann er sagður hafa hvatt nær samstundis til þess að ráðist yrði á Írak vegna árásanna 11. september. ATHYGLIN BÖRNUM MIKILVÆG Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir vanrækt börn eða þau sem fara á mis við hlýju og athygli líklegri til að lenda í klóm barnaníðinga. Níðingarnir séu fundvísir á börn sem séu veik fyrir. Meintir barnaníðingar: Leituðu á sömu börn „Þessir menn hafa líka þann hæfileika að kunna að spila á tilfinn- ingar barn- anna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Al-Kaídaliðar: Yfir 100 handteknir PAKISTAN, AP Pakistönsk hermála- yfirvöld segjast hafa handsamað á annað hundrað grunaða al-Kaídaliða í fimm daga herferð gegn al- Kaídaliðum og talibönum í landa- mærahéruðum Pakistan. Harðir bardagar hafa geysað við virki al- Kaídaliða nærri afgönsku landa- mærunum þar sem er talið að mjög háttsettur foringi þeirra sé. Leiddar hafa verið líkur að því að Ayman al- Zawahri, næstæðsti maður samtak- anna, sé þar á ferð. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.