Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 33
sjúkrahúsvist að baki en þarfnast nú hjúkrunar en ekki endilega lækninga. Ingibjörg segir mikla áherslu lagða á heimilislegt um- hverfi og andrúmsloft að Rjóðri, foreldrar geti líka dvalið þar með börnum sínum ef svo ber undir, án þess að bera jafn þunga ábyrgð og vanalega. Og þörfin er rík. „Sumar fjöl- skyldur eru að niðurlotum komn- ar enda gríðarlegt álag að hafa langveikt barn á heimilinu. Stund- um þarf stöðuga vakt yfir barninu og þá sefur fólk til skiptis. Sum- staðar er alltaf einhver utanaðkomandi inni á heimilinu og einkalífið er þá ekkert. Hjóna- bönd geta tvístrast við svona kringumstæður. Fólk skilur hrein- lega vegna álagsins.“ Ingibjörg segir mikið lagt upp úr að húsbúnaður svari kröfum barnanna enda skipti það miklu máli fyrir velferð þeirra og ekki síður starfsfólksins. „Svo ætlum við að vera með fjölbreyttan af- þreyingarbúnað, börnin eiga nefnilega bæði að hafa gagn og gaman af dvölinni hjá okkur.“ Kostar sitt Árlegur rekstur Rjóðursins kostar 84 milljónir króna á ári og hefur ríkið gengist undir að ann- ast hann. Fimmtán stöðugildi verða við heimilið og hefur Guð- rún Ragnars barnahjúkrunar- fræðingur verið ráðin hjúkrunar- deildarstjóri. Framkvæmdir við húsnæðið, endurnýjun þess og innanstokks- munir kosta hinsvegar 75 millj- ónir og þar kemur að hlut Vel- ferðarsjóðsins og samstarfsaðila hans. „Endurbygging hússins kostaði 60 milljónir króna og all- ur búnaður, sem er mjög sér- hæfður, kostar 15 milljónir,“ segir Ingibjörg. „Við gerum þetta reyndar ekki ein því gott fólk leggst á árarnar með okkur. Svölurnar, félagsskapur núver- andi og fyrrverandi flugfreyja, gáfu okkur fjórar milljónir króna í gær, þær ætla að taka setustof- una í fóstur. Hún verður líka köll- uð Svölustofan.“ Að auki nefnir Ingibjörg gjöf Landssambands íslenskra útvegsmanna frá því fyrr í vikunni upp á 10 milljónir króna sem rennur til kaupa á inn- anstokksmunum. Sumargjafir Velferðarsjóður barna á Íslandi veitti fimmtíu milljónum króna til styrkja á síðasta ári. Verkefnin voru mörg og margvís- leg og meðal annars var fimm milljónum veitt til sumargjafa til barna af efnaminni fjölskyldum og fengu þau til dæmis reiðhjól eða föt í byrjun sumarsins. Pen- ingarnir runnu á sínu réttu staðið í gegnum félagsmálayfirvöld sveitarfélaganna en fólk á þeim bæjum veit hvar þörfin er mest fyrir glaðninga sem þessa. Börn hafa einnig notið fram- laga frá sjóðnum í gegnum Hjálp- arstarf kirkjunnar og Mæðra- styrksnefnd. „Við höfum líka átt í góðu samstarfi við öflug fyrir- tæki sem hafa lagt fram afslætti á móti okkar framlögum svo meira verður úr peningunum,“ segir Ingibjörg. bjorn@frettabladid.is SUNNUDAGUR 21. mars 2004 Hundrað um- sóknir á ári Hvenær var Velferðarsjóð- ur barna stofnaður og af hverj- um? Fjögur ár eru liðin frá því að Íslensk erfðagreining stofn- aði Velferðarsjóð barna. Hverjir sitja í stjórn? Í stjórninni sitja Bjarni Ár- mannsson, bankastjóri Íslands- banka, Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreining- ar, og Sólveig Guðmundsdóttir, lögfræðingur í heilbrigðisráðu- neytinu. Einhverjir fleiri sem koma að starfinu? Jú, heldur betur. Stjórnin tekur allar meiri háttar ákvarðanir um styrkveitingar, en ekki fyrr en að fengnu áliti sérstaks fagráðs en það skipa Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Rósa Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, Þór- katla Aðalsteinsdóttir sálfræð- ingur, Þórólfur Þórlindsson pró- fessor, Grétar Gunnarsson guð- fræðinemi og Elín Þorgeirsdótt- ir félagsfræðingur. En hvað gerir Ingibjörg? Hún er framkvæmdastjóri sjóðsins í hálfu starfi. Hvað berast margar um- sóknir um styrki? Sjóðnum ber- ast um hundrað styrkumsóknir á ári en á síðasta ári varði hann tæpum fimmtíu milljónum króna til góðra mála. Hverja hefur sjóðurinn stutt? Fjölmargir hafa notið góðs af styrkjum sjóðsins, eins og til dæmis barna- og unglinga- starf miðborgarprests, nám- skeið fyrir börn alkó-hólista, námskeið fyrir börn með athygl- isbrest, Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna, Foreldrafé- lag misþroska barna, Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðar- skóla og svo var ferðastyrkur veittur til einhverfra. Og svo er það auðvitað Rjóðrið, sem vel- ferðarsjóðurinn hefur núna komið á legg, og var afhent Landspítalanum til eignar og reksturs í gær. Og hvað er svona merkilegt við Rjóðrið? Rjóðrið er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi sem er sérstaklega ætlað börn- um. INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Segir opnun Rjóðurins vera mikinn áfanga fyrir langveik börn og ekki síður foreldrana. GLÆSILEGUR PINNAMATUR Kári Stefánsson, Haraldur Sturlaugsson og Þórólfur Þórlindsson nutu veitinganna úti. GLÆSILEG SETUSTOFA Rjóðrið er einkar vel búið. HERBERGI Hjúkrunarherbergin er litrík og hlýleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.