Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 17

Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 17
Ásama tíma og stjórnmála-menn knýja sveittir fram umdeildar „sparnaðaraðgerðir“ í heilbrigðiskerfinu heldur rík- isbáknið áfram að þenja sig stjórnlaust út.Tækninni fleygir að vísu fram og meðferðarúr- ræðum fjölgar en kostnaðurinn sligar reksturinn. Útgjöld Tryggingastofnunar rjúka upp úr öllu valdi með tilkomu rán- dýrra lyfja án þess að skila til- ætluðum árangri. Sjúkdómstil- fellum fjölgar og sjálfsvíg eru smánarblettur á íslensku vel- ferðarkerfi. Gæti ástæðan verið sú að beitt hafi verið röngum að- ferðum frá upphafi: Í stað þess að leita róttækra leiða til að lækna rætur meinsemdanna sé keppst við að „plástra“ sárin? Þó flestir séu í sjálfu sér sammála um hvað sé einstaklingum holl- ast eru fæstir tilbúnir að stíga skrefið til fulls og rækta þau gildi í einhverri alvöru. Þeir sem færa fórnir í þá veru fá því miður lítinn stuðning. Þetta á við á öllum sviðum. Fjárhagsleg hvatning Áróður fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum er ekki nægjanlegur einn sér. Breyta þarf neyslu- venjum fólks með fjárhagslegri hvatningu. Slík hvatning – til að mynda í formi skattaívilnana – skilar sér í breyttri forgangs- röðun fólks og þar með heilbrigðari lífsháttum sem sparar svo aftur r í k i s k a s s a n u m þau útgjöld sem færu m.a. í að við- halda „sjúkdóms- v æ ð i n g u n n i “ . Koma þarf í veg fyrir meinin á fyrstu stigum einkennanna. Heilsugæslan mætti sinna því starfi meira. Í stað þess að skrifa endalaust upp á lyfseðla mætti t.d. vísa fólki í líkams- rækt í krafti afsláttarkorta og beina síreykingafólki á nám- skeið til að hætta að reykja og þannig mætti lengi telja. Er t.d. ekki fyrir löngu kominn tími til að banna reykingar á almenn- ingsstöðum? Ég sé fyrir mér slíkt bann innan örfárra ára þar sem áhugamenn um tóbaks- reykingar fengju að ástunda iðju sína á sérmerktum reyk- ingastöðum. Bjóða ætti sjúk- lingum upp á viðtalsmeðferð á öllum heilsugæslustöðvum. Þá mættu starfsmenn heilbrigðis- geirans vinna meira með fag- fólki á sviði óhefðbundnari lækninga eins og hómópötum og heilurum. Á sjúkrahúsum yrði í æ ríkara mæli sóst eftir leiklist- arfólki og öðrum til að skemmta sjúklingum og þeir hvattir til að hreyfa sig sem mest til andlegr- ar styrkingar og líkamlegrar hressingar. En heilbrigð styrk- ing ónæmiskerfisins hefur löng- um þótt langbesta forvörnin sem til er. Og er ekki sagt að hláturinn lengi lífið? Ræktun sálarinnar Áherslur í stjórnmálum ættu að snúast fyrst og fremst um ræktun mannssálarinnar. Hjálpa einstaklingnum til að vaxa og dafna sem best. Það er ódýrast og skilar mestum ár- angri þegar upp er staðið. Í stað þess að ala á sektarkennd yrði leitast við að koma fólki á spor- ið á nýjan leik. Umpóla nei- kvæða orku í jákvæða. Í stað fé- sekta og hefðbundinna refsinga yrði tekið upp í senn ódýrt en skilvirkt endurhæfingarkerfi þar sem brotlegir þyrftu að greiða með vinnuframlagi. Í stað umferðarsektar mætti hugsa sér skylduþátttöku á öku- námskeiði. Eftirlit og vinna í þágu heildarinnar kæmi í stað einangrunar í fangelsum. Af- brotamenn yrðu teknir af saka- skrá. Almennt væri leitast við að auka ábyrgð einstaklingsins með forvörnum í stað hinnar hefðbundnu „plástursaðferðar.“ Virkari þátttaka einstaklinga Í þessu skyni mætti vel hugsa sér öflugt net samfélagsefling- ar. Þar sem m.a. ungu fólki væri gefinn kostur á að velja sér vett- vang í formi valfags í skólum eða utanskóla. Sumir gætu sér- hæft sig í slíkri eflingu og orðið þar liðtækir til lengri tíma. Slíkri samfélagseflingu væri gert að hjálpa þeim sem um sárt eiga að binda í samvinnu við heilbrigðis- og félagsmálakerf- ið. En jafnframt yrði eflingunni beint að öðrum þáttum þjóðlífs- ins: Svo sem virkari þátttöku einstaklinga í þjóðfélags- og menningarmálum – ræktun tján- ingar í sköpun og listum og leið- um og æfingum til að auka and- legan þroska fólks. Einstakling- ar yrðu hvattir frá unga aldri til að rækta áhugamál sín með til- liti til persónuleika þeirra. Í við- skiptum væri framtakssömum einstaklingum veitt meira svig- rúm til að hagnast fyrir heild- ina. Fyrirtækin fengju til að mynda verulegan skattafrádrátt eða aðra ívilnun fyrir að styrkja menningu og mannúðarstarf og annað uppbyggilegt forvarnar- starf og beita sér fyrir hollari lífsvenjum. Með því að þróa jafnvíðtækt og heildstætt for- varnakerfi og breyta bæði við- horfum fólks og lífsmynstri til betri vegar mætti spara fjár- magn til lengri tíma. Öllu þessu má hrinda í framkvæmd strax í dag með praktískum og ódýrum lausnum. Ný hugsun í pólitík er allt sem þarf. Hugsun sem felur í sér róttæka breytingu á for- vörnum. En markvissar og heildstæðar forvarnir sem miða að því að ná því besta úr mann- fólkinu á hverjum tíma hljóta að vera eina leiðin til sparnaðar. ■ 17SUNNUDAGUR 21. mars 2004 Umræðan BENEDIKT S. LAFLEUR ■ skrifar um forvarnir. Markvissar forvarnir – eina lausnin ■ Áróður fyrir fyr- irbyggjandi að- gerðum er ekki nægjanlegur einn sér. Breyta þarf neyslu- venjum fólks með fjárhags- legri hvatningu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.