Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 28
Áhrif eru eins og bankainnistæða.Því minna sem þú notar, því meira áttu.“ Þetta sagði Andrew Young, bandarískur prestur, mann- réttindafrömuður og stjórnmála- maður, og má segja að hann hafi hitt hinn óeiginlega nagla á höfuðið. Áhrifamesta fólkið er nefnilega gjarnan það sem sjaldnast þarf að beita sér beint til að fá sitt fram. Álitsgjafar blaðsins voru beðnir að nefna fimm til sex áhrifamestu störf á Íslandi að þeirra mati, óháð því hver gegnir því þessa stundina. En einnig voru viðmælendurnir beðnir um að skoða sérstaklega hvort eitthvert starf hefði hugsan- lega þanist út eða dregist saman að umfangi og áhrifum í höndum „áhrifafólksins“, allt eftir atorku, dugnaði og hæfni hvers og eins eða skorti þar á. Einn viðmælendanna tók reyndar fram að ekki væri hægt að tína til áhrifamikil störf óháð þeim einstak- lingum er skipa þau. Fallast má á að einhver starfanna séu mjög samofin persónu þess sem gegnir þeim, stundum svo mjög að nánast má kalla það samsömun. Ríkjandi Davíð, Halldór í leynum Varla kemur á óvart að langflest- ir nefndu embætti forsætisráðherra og Davíð Oddsson. Davíð er, enn sem fyrr, umdeildur og dreifast skoðanir á honum um allt litrófið. Hann þykir áhrifamesti maður á Ís- landi, í krafti eigin persónu, víð- tækra tengsla og embættis síns, að ógleymdri formannstöðu Sjálfstæð- isflokksins. Áhrif Halldórs Ásgrímssonar þykja þó fara vaxandi í réttu hlut- falli við komandi stöðuhækkun hans og bendir það líka til þess að Davíð eigi forsætisráðherraembættinu að þakka að minnsta kosti einhvern hluta af sínum miklu áhrifum. Allir- vilja-vera-memm staða Framsókn- arflokksins, það er sú staðreynd og forsenda stofnunar hans að hann vinni ýmist til vinstri eða hægri eft- ir aðstæðum hverju sinni og eigi því að öðru jöfnu alltaf að vera við völd, skiptir eflaust ekki síður máli og því nærtækt að segja að áhrif Halldórs stafi sömuleiðis frá formannsstöð- unni sem hann gegnir. Þannig legg- ist þrennt á eitt við að gera Halldór að krónprinsi íslenskra áhrifa: for- mannsstaðan, forsætisráðherraemb- ættið í vændum og, síðast en ekki síst, hans persónulega pólítíska vigt. Leiðtogar og/eða formenn? Áhugaverð eru þau ummæli að leiðtogar stjórnmálaflokka séu ekki endilega sama persóna og formenn þeirra, líkt og fram kemur í umsögn um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, varaformann Samfylkingarinnar, stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Varaformannsembættið þykir aug- ljóslega mun áhrifameira í höndum Ingibjargar Sólrúnar en endranær. Annar viðmælandi sagði um Öss- ur Skarphéðinsson, formann flokks- ins, og var sá eini sem nefndi hann til sögunnar: „Ljúfur og létt skemmtilegur maður sem þvælist að mestu fyrir framþróun flokksins. Nær sér ekki á strik af því að hann veit það best sjálfur að hann er millitengi í mátt- lausri stöðu flokksins. Vantar öðru fremur trúverðugleika og festu til að takast á við erfiði sitt.“ Lítil áhrif í listunum Áhrif manna í menningar- og listalífi þykja lítil utan þeirra sviða þar sem ríkisvaldið kemur beint við sögu. Það kemur kannski fáum á óvart. Hjónin Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri og Þórunn Sigurð- ardóttir, listrænn stjórnandi Lista- hátíðar, nefndu flestir á þessu sviði. Staða Stefáns þykir þó sumum vera orðin tvísýn. Hjónin þykja ráða miklu um það hvaða list ríkið fram- leiðir, styrkir eða kaupir á hverju ári. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri fær heldur laka einkunn og þykja starfskraftar hans vera frekar helgaðir öðru en beinlínis hagsmun- um RÚV. Það getur enginn sótt um starfið hennar Bjarkar Guðmundsdóttur en hún þykir gríðarlega áhrifamikil í krafti eigin persónu. Á þessum lista er hún því í sérflokki en um leið ef til dæmi um einstakling sem hefur tek- ið starf, sem í eðli sínu er ekki áhrifamikið, en sprengt utan af því alla fyrirfram gefna ramma. Afl þess er gera skal... „Lof mér að stjórna gjaldmiðli þjóðar og þá er mér sama hver setur lögin,“ eru fræg ummæli 18. aldar mannsins Mayers Amschels Rothschild, gyðingsins sem lagði grunninn að bankaveldi Rothschild- ættarinnar, vinsælasta viðfangsefni samsæriskenningasmiða. Viðmæl- endur blaðsins taka kannski ekki svo djúpt í árinni en eru augljóslega mjög meðvitaðir um áhrif þau og völd er fylgja peningum. Björgólfur Guðmundsson og Jón Ásgeir Jóhann- esson eru báðir leikstjórnendur í ís- lensku þjóðlífi, ekki bara á sviði við- skipta og kemur það glöggt fram í umsögnum um þá hér á opnunni. Sama á við um Sigurð Einarsson. Embætti bankaráðsformanns Lands- bankans er gott dæmi um embætti sem hefur þanist út í áhrifum vegna þess sem gegnir því, eins og fram kemur á opnunni. Af einstökum athugasemdum má ráða að einhverj- um þykir jafnvel nóg um umsvif þre- menninganna og félaga þeirra. Ritstjórar Morgunblaðsins og Fréttablaðsins eru langoftast nefndir af áhrifamiklum fjölmiðlamönnum, Styrmir Gunnarsson raunar jafnoft og Björgólfur Guðmundsson og næstum jafnoft og Davíð Oddsson. Það er því ljóst að viðmælendur blaðsins að minnsta kosti hafa ein- hverja hugmynd um hvað Jim Morri- son, söngvari Doors, var að fara þegar hann sagði að sá sem stjórnaði fjölmiðlunum, stjórnaði hugum fólks. Finnur Þór Vilhjálmsson. 28 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Fréttablaðið hafði samband við hóp fólks og bað það að tilnefna áhrifamestu störf á Íslandi og um leið áhrifamesta fólkið, en líka að leggja mat á hvernig sá eða sú sem starfinu gegnir hefur staðið sig. Fimmtán áhrifame ÚTVARPSSTJÓRI Markús Örn Antonsson „Embætti útvarps- stjóra ætti að öllu jöfnu að vera það áhrifamesta í hér- lendum fjölmiðlum. Ríkisútvarpið er langstærsti fjölmiðill landsins og hefur gríðarleg áhrif á miðlun upplýsinga og afþreyingu lands- manna. Markús hefur verið jafn ræfilsleg- ur í þessu starfi eins og hann var sem borgarstjóri. Auðmjúkur þjónn íhaldsins sem hamast dag og nótt við að reyna að einkavæða stofnunina.“ „Persónugervingur bláskjásins, að mörgu leyti vinalegur maður sem veit sem er að hann er tryggari en nokkur annar lands- maður í starfi sínu - brynvarinn af velunn- urum í flokknum. Þarf þar af leiðandi lítið að gera og fyllir vel inn í þá starfslýsingu.“ „Sjónvarpið gæti fóstrað íslenska stutt- mynda-, heimildarmynda- og sjónvarps- myndavorið. Í stað þess að sýna af sér einbeittan vilja til að gegna þessu hlut- verki hefur hann hneigst til að verja ríkjandi stöðu.“ FORSTJÓRI BAUGS GROUP Jón Ásgeir Jóhannesson „Hlýtur að teljast einn valdamesti maður landsins í krafti auðs síns. Angar hans teygja sig víða. Víðar en við höldum? Það er erfitt að meta núna hver áhrif veldi hans hefur til lengri tíma litið.“ „Baugsmenn eru komnir til að vera í valda- brölti sínu. Kunna þá list að svífast einskis og skemmta sér við að skara eld að eigin köku. Í sjálfu sér nauðsynlegt mótvægi við ofurvald forsætisráðherra í landi sem gæti hæglega selt ömmu sína til útflutnings.“ „Kóngurinn í verslunarekstri á Íslandi, sem er löngu orðið of lítið fyrir hann, hefur verið mjög farsæll í viðskiptum erlendis sérstak- lega í Bretlandi.“ ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI Stefán Baldursson „Hefur lagt mikið til málanna á sín- um ferli í Þjóð- leikhúsinu. Hefur hins vegar verið að endurtaka sig síðustu ár, virðist vera staðnaður og því kannski ekki seinna vænna að hann skuli vera að hætta.“ „Ræður ásamt eiginkonu sinni og stjórnanda Listahátíðar mestum parti af því hvernig list landsmanna er rað- að á veisluborðið. Stjórnsamur maður sem hefur aukið völd sín í listageiran- um svo mjög að margir gleyma texta sínum.“ „Virðist fastur í einhverjum kreddum og klisjum. Hefur einhvern einkenni- legan stjórnunarstíl sem sumir eiga erfitt með að sætta sig við. Hefur misst mikið hæfileikafólk frá sér, til dæmis Stefán Jónsson, einn mesta leikara- og leikstjóratalent seinni ára, sem flutti sig yfir í Borgarleikhúsið.“ FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar Grímsson „Hefur virkjað stöðu sína svo vel að margir eru við það að drukkna í uppistöðulóninu. Hleypir af og til úr sér svo menn fá yfir sig gusuna. Mikilvirkur sölu- maður íslenskra hagsmuna og kann að koma sér í mjúkinn hjá þeim sem skipta máli á alþjóðavettvangi.“ „Forseti Íslands og hæstaréttardómarar njóta mestrar virðingar innan stjórn- sýslunnar og hún hefur minnkað óverulega seinustu ár, nema að því leyti að virðing fyrir yfirvöldum virðist almennt fara minnkandi í samfélaginu og samstaða um gildi er lítil, til dæmis um að forseti og hæstaréttardómarar skuli ekki gagnrýndir af offorsi og þeim sýnd virðing. Þetta tengist uppgangi þessarar stefnu sem stundum er kölluð ranglega frjálshyggja og Heimdellingar á ýmsum aldri boða ákaflega.“ FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson „Davíð hefur haldið þannig á sínum störfum að hann hefur aukið mjög völd sín og áhrif. Um leið hef- ur staða hans veikst undanfarið vegna fylgistaps flokks hans og þess að hann boðaði brotthvarf sitt úr embætti með árs fyrirvara.“ „Hefur tröllatak á þessu embætti sem hefur bólgnað út að áhrifum í hans stjórnartíð. Davíð hefur nánast komið sér upp upplýstu einræði í sinni stjórnartíð, deilir og drottnar og ýmist hlæja hirðfíflin allt í kring eða and- stæðingarnar emja í gapastokknum.“ „Hefur haft óbilandi tilfinningu fyrir valdi, enda gegnt embættinu lengur en nokkur annar. Þrátt fyrir góðan húmor hefur hann hins vegar ekki nógu mikinn húmor fyrir sjálfum sér til að forðast veikleika langrar valda- setu: svolítið pirraða þreytu og yfir- læti.“ „Hefur á löngum ferli byggt upp valda- kerfi í kringum sig sem gerir hann valdamesta mann landsins. Ekki í krafti peninga, heldur stjórnmála- áhrifa. Það verður klárlega breyting á embættinu þegar hann hverfur úr því, hvenær sem það verður.“ „Persóna Davíðs skín svo skært að hún blindar bæði fylgismenn hans og andstæðinga. Hann er valdamesti maður á þessari eyju en ára hans nær ekki út fyrir landsteinana, hann er ekki málamaður eða heimsborgari þannig að rödd hans nær skammt út fyrir landsteinana. Hefur verið fylgjandi fremur en leiðandi.“ „Hefur gegnt störfum lengi, sem segir þá sögu að hann hlýtur að vera hæfur til þess. Hefur mikinn myndugleika, en ákveðin merki eru á lofti um að hann hafi alls ekki sama áhuga á starfinu og áður.“ VARAFORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Að vera formaður flokks er ekki það sama og að vera leiðtogi hans. Varaformaður Samfylkingarinnar er eflaust áhrifa- meiri en formað- urinn um þessar mundir. „Staða Ingibjargar Sólrúnar hefur hins vegar ekki styrkst tiltakanlega þrátt fyrir kosningasigur Samfylkingarinnar því að stjórnarandstaðan vinnur ekki sem heild. Staða Össurar hefur veikst þrátt fyrir kosningaúrslit því að Ingibjörg boðaði strax að hún mundi velta hon- um úr sessi.“ „Hefur sýnt að það er hægt að sjá tækifærin í ósigrum, notað stund milli stríða til að endurnýja sjálfa sig svo nú er endurkomu hennar í íslensk stjórn- mál beðið með óþreyju.“ FORMAÐUR BANKARÁÐS LANDSBANKA ÍSLANDS Björgólfur Guðmundsson „Var ekki merkilegt djobb, en er það eftir að Björgólfur Guðmundsson tók yfir. Hann ætlar að endurreisa miðbæ- inn, en það á eftir að koma í ljós hvort hann er niðurrifsafl eða endurreisnarmaður í viðskiptalífinu. Skilur einhver hvað hrærist í sál Björgólfs?“ „Björgólfur er sterkur og sjarmerandi karakt- er, en starfshættir hans bera þess vitni að hann hefur verið of lengi í fjandsamlegu umhverfi: svolítið eins og kafbátaforingi sem hefur siglt bát sínum upp á yfirborðið og skimar í kringum sig, en er til í að fara niður aftur og styðjast við sjónpípuna ef honum finnst að sér sótt.“ „Björgólfur Guðmundsson er af allt annarri kynslóð en Jón Ásgeir en samt í hring- iðunni. Endurreistur og öflugur í krafti peninganna.“ Ármann Jakobsson íslenskufræðingur. Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Sigmundur Ernir Rúnarsson, skáld og fjölmiðlamaður. Halldór Guðmundsson, útgefandi og rithöfundur. Andri Snær Magnason rithöfundur. Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins. Sigríður Árnadóttir, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar. Egill Helgason blaðamaður. Sigurður Arnarson, sendiráðsprestur í London. Álitsgjafarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.