Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 29
29SUNNUDAGUR 21. mars 2004 NÝTT Á LEIGUMARKAÐI! Heimkynni ehf, bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir við Þórðarsveig, til útleigu á almennum leigumarkaði. Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækj- um. Sér inngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjálundi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivistarsvæði. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU Á VEFNUM OKKAR H E I M K Y N N I . I S . ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 xx 03 /2 00 4 Nokia 3310 Einfaldur, ódýr og mjög góður sími. Verð 9.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda stu störfin á Íslandi RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Haraldur Johannessen „Maður sem safn- ar einkennisbún- ingum, safnar fyrirsögnum um mikilvægi sitt og safnar völdum. Óþægilega tengd- ur valdhöfum og virðist þóknast þeim ef það hentar frama hans. Í þetta starf þarf allt annað en tæki- færissinna.“ „Hefur smátt og smátt aukið umsvif embættisins, svo mikið raunar að sumum þykir nóg um. Hann hefur seilst til valda leynt og ljóst. Hugtök svo sem „innra eftirlit“, „lögregla“, „vopn“ koma í hugann. En erum við öruggari?“ BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Björk Guðmundsdóttir „Stofnun út af fyrir sig. Hreint ótrú- lega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Hefur beint sjón- um umheimsins að Íslandi.“ „Björk á heima í þessum flokki líka. Áhrif hennar utan landsteinanna fyrir land og þjóð eru ómetanleg.“ „Talar frá hjartanu og getur haft ótrúleg áhrif kjósi hún að beita sér. Þekktasti Íslendingurinn á erlendri grund.“ STJÓRNARFORMAÐUR KB BANKA Sigurður Einarsson „Hefur byggt upp geysilega öflugan banka með mjög skarpa framtíðar- sýn.“ „Hann og aðrir stjórnendur bank- ans ráða því sem þeir vilja í íslensku viðskiptalífi, strauja yfir atvinnurekstur- inn og eru komnir langt út fyrir eðlileg mörk á sviði bankaviðskipta.“ RITSTJÓRI FRÉTTABLAÐSINS Gunnar Smári Egilsson „Ritstjóri Frétta- blaðsins, út- gáfustjóri DV og stjórnarmað- ur í Norðurljós- um, er í krafti þessara starfa einn áhrifa- mesti maður landsins. Hann hefur haft Morg- unblaðið undir í samkeppninni. Nokkuð sem hefði þótt óhugs- andi fyrir fáum árum.“ „Snjall grallari sem fer nokkuð þægilega með völd sín, hvað sem taugatrekktir hægrimenn segja. Vaxandi og þarft mótvægi við til- tölulega einsleita fjölmiðlun margra síðustu ára. Skemmtilega sannur penni sem skammar þá sem þess þurfa með - ef undan eru skildir eigendur hans.“ „Hlýtur að vera áhrifamikið starf miðað við útbreiðslu blaðsins. Sá sem gegnir því kýs líka að vera útgáfustjóri DV og stjórnarmaður í Norðurljósum. Maður er ekki viss um að það sé góð blanda, enda sýnist mörgum að hinn stríðni og strákslegi þjóðfélags- gagnrýnandi sé að verða sett- legur vinur forstjóra þessa lands.“ RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS Styrmir Gunnarsson „Þetta var lengi eitt valdamesta djobb landsins, allir sem ætluðu sér eitthvað í sam- félaginu urðu að ganga fyrir ritstjóra Moggans. Því skeiði er í þann mund að ljúka, og nú reynir á Styrmi að bregðast rétt við. Með hverjum deg- inum sem Morgunblaðið heldur áfram að taka sig of hátíðlega, verður það skoplegra.“ „Mogginn hefur bæði áhrifa- og dag- skrárvald í íslensku samfélagi. Styrmir lítur mjög stórt á sjálfan sig í hlutverki ritstjórans - spurning hvort það truflar kannski blaðamennskuna - en maður getur ekki annað en dást að þraut- seigjunni þegar hann tekur mál upp á sína arma - samanber kvótakerfið og nú deilurnar um fákeppni, samþjöppun og eignarhald á fjölmiðlum. Það er erfitt að sjá hver getur tekið við.“ „Höfundur stjórnmálaútgáfu hinna seinni tíma passíusálma. Skrifar sig inn í samtímann eins og bókstafstrúarmað- ur með sannleikan í fyllingu pennans. Völd hans hafa minnkað smám saman og það er augljóst að hann veit af því.“ „Eins og stjórnmálamenn móta fjöl- miðlamenn ekki hugsun manna nema að takmörkuðu leyti því að þeir elta það sem er vinsælt og viðurkennt og efst á baugi en verða þar að auki fyrir miklum áhrifum frá stjórnmálamönn- um og fjármálamönnum – áhrifin eru fremur frá Davíð á Styrmi en öfugt.“ LISTRÆNN STJÓRNANDI LISTAHÁTÍÐAR Þórunn Sigurðardóttir „Stefán Baldurs- son og Þórunn Sigurðardóttir. Maður hlýtur að líta á þau sem eitt, hjónin. Hann virðist aldrei ætla að fara úr Þjóð- leikhúsinu og hún hefur hreiðrað um sig í Listahátíð. Það er væn sneið af menningunni á einu heimili.“ „Hefur sýnt mikinn dug fyrir hönd Lista- hátíðar, bæði innihaldslega og fjárhags- lega, og tekist að varðveita og efla mið- læga stöðu hátíðarinnar í íslensku menningarlífi, þrátt fyrir stóraukna samkeppni.“ BISKUP ÍSLANDS Karl Sigurbjörnsson „Gæti verið and- legur leiðtogi þjóðarinnar þegar haft er í huga að fleiri en níu af hverjum tíu Ís- lendingum eru í þjóðkirkjunni. Hann hefur á stundum beitt sér í umræðunni og tekið einarða afstöðu og stundum fengið bágt fyrir. Kirkjan, með biskup í broddi fylkingar, hefur aftur á móti ekki alltaf tekið afstöðu í málum sem brenna á þjóðinni.“ „Ríkisstjórnin hefur veitt okkur mjög holdlega leiðsögn undanfarin ár og kannski hefur biskup af þeim sökum virkað eins og stjórnarandstaða þótt hann hafi oft talað undir rós. Hann hefur talað gegn græðgi, stríði og náttúruspjöllum. Þó virðast menn al- mennt ekki hafa mjög miklar skoðanir á honum, hann er yfirmaður presta- stéttar en eins og hann hafi ekki yfir sér áru hins andlega leiðtoga.“ „Deilurnar sem voru sífellt um kirkj- una virðist hafa lægt í tíð Karls Sigur- björnssonar. Það er ágætlega að verki staðið. Karl hefur líka beitt kennivaldi sínu í þágu umburðarlyndrar trúar sem er margfalt geðslegri en haturs- sönglið í Gunnari Þorsteinssyni og co.“ „Kemur fram af festu en með hóg- værð og ró. Er vinnusamur og þraut- seigur. Hann fer sína leiðir, fer eftir því sem hjartað segir honum. Er einmitt sú gerð af foringja sem íslensk kirkja þarf á að halda.“ FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Halldór Ásgrímsson „Enginn flokkur hefur verið eins lengi í ríkisstjórn á lýðveldistímanum eins og Framsókn- arflokkurinn og þar með haft meiri áhrif á þróun þess þjóðfélags sem við búum við. Sagan segir því að formaður Framsóknarflokksins geti haft gríðar- lega mikil áhrif í stjórnmálum enda flokkurinn átt gott með að vinna bæði til vinstri og hægri.“ „Ræður stjórnarmynstrinu á Íslandi í dag. Getur hæglega snúið sér hvert sem hann vill og þar af leiðandi þora hvorki hægri menn né vinstri menn að styggja hann um of. Lykilstaða í íslensk- um stjórnmálum og í reynd furðulega áhrifamikil.“ „Þungur en afar traustur, verðandi forsætisráðherra.“ „Halldór hefur líkt og Davíð mjög aukið völd sín og áhrif. Staða hans hefur styrkst undanfarið að sama skapi og staða Davíðs hefur veikst.“ „Núverandi formaður Framsóknar- flokksins hefur staðið sig vel, er fram- sýnn og klókur, býr yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu á stjórnmálum hér á landi og erlendis. Mun örugglega láta kveða að sér sem forsætisráðherra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.