Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 35

Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 35
SUNNUDAGUR 21. febrúar 2004 Þeir héldu síðast tónleika hérna18. júní 1971 og þá var uppselt þannig að þeir sem komust ekki þá fá nú kjörið tækifæri til að bæta úr því,“ segir Einar Bárðarson tón- leikahaldari hjá Concert en sam- komulag hefur náðst um að breska rokksveitin Deep Purple haldi tón- leika á Íslandi í sumar. Tónleikarnir verða þann 24. júní nk. í Laugar- dalshöll og mun miðasala hefjast í byrjun apríl. Deep Purple er ein af allra- stærstu þungarokksveitum sögunn- ar og hefur hún haft mótandi og djúpstæð áhrif á rokksöguna síð- ustu 30 ár. „Miðaverði verður stillt í hóf,“ segir Einar. „Það hefur ekki verið ákveðið en verður á bilinu 3.000- 4.000 krónur sem telst ódýrt fyrir tónleika í Laugardalshöll. Þetta er ekki síst gert til þess að íslenskir feður geti sinnt þeirri skyldu sinni í tónlistaruppeldinu að kynna nýja kynslóð tónlistarunnenda fyrir al- vöru rokki.“ Stefnt er á að fá aðra stórsveit frá sama tímabili, Uriah Heep, með Deep Purple til landsins og einnig verður reynt að kalla til gömlu rokkarana úr Start til þess að hita upp. Einar segist ekki óttast mikið framboð af tónleikum í sumar, en svo virðist sem hver hljómsveitin á fætur annarri stefni hingað til lands. Einar segist hins vegar stíla inn á annan markhóp en flestir aðrir. „Ég er að stíla á fullorðið fólk sem fer ekki á hinar sveitirnar hvort eð er og á þar fyrir utan nógan pening,“ segir Einar og er hvergi banginn. Deep Purple hefur verið á fleygi- ferð um heiminn síðastliðin tvö ár og hefur leikið við góðan orðstír. Sveitin gaf einnig út plötuna Ban- anas í fyrra sem fékk prýðilega dóma og ef marka má ágæta tón- leikadóma síðustu misserin mun Deep Purple ekki valda vonbrigðum í Höllinni. ■ Á TÓNLEIKUM Nú geta íslenskir aðdáendur endurnýjað kynni sín af Deep Purple, en hljómsveitin spilaði hér árið 1971. Nú er upplagt að þeir sem þá fóru dragi nýjar kynslóðir með sér. Enn bætist í hóp stórhljómsveita sem halda munu hljómleika hér á landinu á næstunni: Deep Purple spilar í Höllinni DEEP PURPLE Hljómsveitin er í dag skipuð þeim Ian Gillan, Roger Glover, Ian Paice, Don Airey og Steve Morse. Þrír þeir fyrstnefndu eru upprunalegir meðlimir en Airey og Morse slógust í hópinn fyrir nokkrum árum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.