Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 21. mars 2004 KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í undanúrslitaein- vígi sínu gegn Keflavík í úrslita- keppni Intersportdeildarinnar í Röstinni í Grindavík í gær. Grindavík vann með 15 stigum, 99–84, sem eru úrslit sem segja þó lítið um gang leiksins því Grindvíkingar stungu nágranna sína af á lokakaflanum eftir að liðin höfðu skipst á góðu köflum allan leikinn. Grindavík leiddi með sex stigum í hálfleik, 47–41. Í stöðunni 75–80 fyrir Keflavík, sex mínútum fyrir leikslok, fór Grindavíkurliðið í gang, lokaði vörninni og skoraði 16 stig í röð á fjögurra mínútna kafla. Tvö leikhlé Keflvíkinga á þessum tíma náðu ekki að breyta þróun leiksins og Grindavík komst í ellefu stiga forustu, 91–80, þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Jackie Rogers spi- laði frábæra vörn á Derrick Allen í leiknum og hélt honum í 15 stigum og átta fráköstum sem þykir ekki mikið á þeim bænum. Rogers skoraði líka átta stig í 16–0 kaflanum sem gerði gæfumuninn í lokin. Jones allt í öllu í lokin Grindvíkingurinn Anthony Q. Jones var með þrefalda tvennu í öðrum leiknum í röð er hann skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Jones sem byrjaði leikinn í algjöru rugli og var með fimm tapaða bolta í fyrsta leikhluta var allt í öllu í lokaleik- hlutanum þegar hann átti meðal annars sex stoðsendingar en Jones stal einnig sjö boltum af Keflvíkingum í leiknum. Darrel Lewis skoraði 25 stig og tók níu fráköst fyrir Grindavík en gerði þó mun meira af mistökum en hann er vanur en það kom ekki að sök ekki síst þar sem þeir Jones og Rogers spiluðu svo vel. Þá skoraði Páll Axel Vilbergsson fimm þriggja stiga körfur í leiknum (alls 16 stig) og Helgi Jónas Guðfinnsson var traustur en hann spilaði síðustu 16 mínút-urnar í leiknum. Við inn- komu hans náðu Grindavíkingar mun betri tökum á sóknarleik sínum. Nick Bradford var yfirburða- maður í Keflavíkurliðinu, skoraði 28 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar og þá barðist Fannar Ólafsson vel, tók 13 fráköst og sko- raði níu stig áður en hann meiddist að því er virtist illa á ökkla á lokamínútunum. Fannar var óhepp- inn í leiknum og þegar hann meidd- ist voru dæmd skref á hann í fimm- ta sinn í leiknum. Arnar Freyr Jónsson skoraði síðan 11 stig en mikið munaði um að Gunnar Einarsson gekk greinilega ekki heill til skógar og skoraði aðeins þrjú stig á 20 mínútum og klikkaði á fjórum af fimm skotum sínum. ■ Grindavík stakk Keflavík af í lokin Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn, 99–84, í undanúrslitaeinvíginu gegn Keflavík. Anthony Jones var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð. ÞREFÖLD TVENNA HJÁ ANTHONY Q. JONES ANNAN LEIKINN Í RÖÐ Þrátt fyrir slakan fyrsta leikhluta þar sem hann var aðeins með þrjú stig, eina stoðsend- ingu og fimm tapaða bolta náði Anthony Jones þrefaldri tvennu annan leikinn í röð. Hér sést hann í baráttu við Keflvíkinginn Fannar Ólafsson, sem meiddist reyndar í lok leiks. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M SUND Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, setti stúlknamet í 100 m bringusundi í gær þegar hún kom í mark á tímanum 1:11.62 mín á Ís- landsmótinu í sundi sem fer fram í Vestmannaeyjum. Íris Edda Heim- isdóttir átti gamla metið sem var 1:12.20. Þetta er annað stúlkna- metið sem Erla Dögg setur á mót- inu því í fyrrakvöld setti hún met í 200 m fjórsundi. Örn Arnarson vann í fjórum greinum; 50 m flugsundi, 50 m skriðsundi, 100 m flugsundi og 200 m baksundi. Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir vann þrjár greinar; 50 m flugsund, 50 m skriðsund og 100 m flugsund. Þá vann Anja Ríkey Jak- obsdóttir tvær greinar; 50 m bak- sund og 200 m baksund. Lára Hrund Bjargardóttir, sem keppir á bandaríska háskólameist- aramótinu í sundi, setti Íslandsmet í 200 m bringusundi í gær á tíman- um 2:30.64. Eldra metið átti Íris Edda Heimisdóttir, 2:30.93, sem hún setti á IMÍ í fyrra. ■ ERLA DÖGG HARALDSDÓTTIR Erla Dögg Haraldsdóttir hefur sett tvö stúlknamet á IMÍ í sundi. Íslandsmótið í sundi: Erla Dögg með tvö stúlknamet M YN D /J AG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.