Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 12
21. mars 2004 SUNNUDAGUR Dagskrá: 1. „Menning á heimili/menning í samfélagi“ - viðhald menningar heimalands í íslensku menningarumhverfi. Amal Tamimi, stjórnarmaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og sex barna móðir 2. „Að vera jafnvígur á tvö tungumál“ - hvernig er að ala upp tvítyngt barn Berta Faber, verkefnisstjóri Félags tvítyngdra barna 3. „Innflytjendur á táningsaldri“ - hvort tilheyri ég heimalandi mínu eða Íslandi? Nína Hateh ungur innflytjandi frá Filippseyjum 4. „Innflytjendur á unglingsaldri og íslenskt menntakerfi“ - hvaða sérþarfir þarf að uppfylla? Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla 5. Pallborðsumræður Fundarstjóri: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fréttamaður - menntun barna og fjölmenningarlíf innflytjenda HVAR Á ÉG HEIMA? Málstofa Alþjóðahúss í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordómum í Litlu-Brekku, veitingahúsinu Lækjarbrekku mánudaginn 22. mars kl. 20.30 Stjórn skipafélagsins Eimskips: Eigandi Atlanta formaður VIÐSKIPTI Magnús Þorsteinsson, meðeigandi Björgólfsfeðga í Lands- bankanum, var kjörinn stjórnarfor- maður skipafélagsins Eimskipa- félags Íslands. Nýkjörin stjórn Burðaráss kaus nýja stjórn skipa- félagsins. Magnús er einnig eigandi 75 prósent hlutar í flugfélaginu Atl- anta og stór hluthafi í Íslandsflugi. Flugleiðir keyptu fyrir skemmstu tíu prósenta hlut í Eimskipafélaginu og var áhugi hjá Flugleiðamönnum að efla tengsl félaganna í flutninga- rekstri. Flugleiðir tilnefndu ekki mann í stjórn Eimskipafélagsins fyrir aðalfund, en nöfn Hannesar Smárasonar og Sigurðar Helgason- ar voru nefnd í því sambandi. S t j ó r n a r f o r - mennska Magnúsar þykir eindregið benda til þess að staða Atl- anta og Íslandsflugs sé sterkari gagnvart skipafélaginu en Flug- leiða. Auk Magnúsar sitja í stjórn Eim- skipafélagsins þeir Baldur Guðnason, Tómas O. Hansson, Þór Kristjánsson, sem einnig situr í stjórn m ó ð u r f é l a g s i n s Burðaráss, og Sindri Sindrason. ■ ÞRÍR FORMENN Eigendur Samsonar, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Magnús Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ÞÖ K Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur: Áhyggjur af lífríki Elliðaánna UMHVERFISMÁL Stjórn Stangveiði- félags Reykjavíkur hefur áhyggj- ur af áhrifum fyrirhugaðrar Sundabrautar á lífríki Elliðaánna. Hún skorar á borgaryfirvöld, Vegagerðina, og aðra þá sem taka þátt í framkvæmdum við fyrir- hugaða Sundabraut að haga þeim þannig að þær hafi sem minnst áhrif á lífríki Elliðaánna og gönguleið laxins upp í árnar, að því er segir í tilkynningu frá stjórninni. Stjórnin bendir jafnframt á margvíslegt áreiti sem þegar sé orðið á laxastofn Elliðaánna og ekki verjandi að auka það frekar. Þar á meðal tjöru – og saltmengað vatn af götum, klórmengað vatn frá Árbæjarsundlauginni og mengun frá bílhræjum, sem urð- uð hafi verið við gerð uppfylling- artanga, rennslistruflanir vegna raforkuframleiðslu í Elliðaárdaln- um hafi spillt hrygningu og drep- ið laxa og laxaseiði í ánum. Laxastofninn hafi átt mjög undir högg að sækja, segir stjórn- in, og í ljósi framangreinds væri ef til vill skynsamlegast fyrir eig- endur ánna, Reykjavíkurborg og Orkuveituna, að halda áfram með heildstæða úttekt á vandanum, sem að stofninum steðjar og hraða sem kostur er leiðum til úrbóta. ■ ELLIÐAÁRNAR Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur hefur áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðrar Sundabrautar á lífríki Elliðaánna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.