Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 12

Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 12
21. mars 2004 SUNNUDAGUR Dagskrá: 1. „Menning á heimili/menning í samfélagi“ - viðhald menningar heimalands í íslensku menningarumhverfi. Amal Tamimi, stjórnarmaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna og sex barna móðir 2. „Að vera jafnvígur á tvö tungumál“ - hvernig er að ala upp tvítyngt barn Berta Faber, verkefnisstjóri Félags tvítyngdra barna 3. „Innflytjendur á táningsaldri“ - hvort tilheyri ég heimalandi mínu eða Íslandi? Nína Hateh ungur innflytjandi frá Filippseyjum 4. „Innflytjendur á unglingsaldri og íslenskt menntakerfi“ - hvaða sérþarfir þarf að uppfylla? Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla 5. Pallborðsumræður Fundarstjóri: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fréttamaður - menntun barna og fjölmenningarlíf innflytjenda HVAR Á ÉG HEIMA? Málstofa Alþjóðahúss í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn kynþáttafordómum í Litlu-Brekku, veitingahúsinu Lækjarbrekku mánudaginn 22. mars kl. 20.30 Stjórn skipafélagsins Eimskips: Eigandi Atlanta formaður VIÐSKIPTI Magnús Þorsteinsson, meðeigandi Björgólfsfeðga í Lands- bankanum, var kjörinn stjórnarfor- maður skipafélagsins Eimskipa- félags Íslands. Nýkjörin stjórn Burðaráss kaus nýja stjórn skipa- félagsins. Magnús er einnig eigandi 75 prósent hlutar í flugfélaginu Atl- anta og stór hluthafi í Íslandsflugi. Flugleiðir keyptu fyrir skemmstu tíu prósenta hlut í Eimskipafélaginu og var áhugi hjá Flugleiðamönnum að efla tengsl félaganna í flutninga- rekstri. Flugleiðir tilnefndu ekki mann í stjórn Eimskipafélagsins fyrir aðalfund, en nöfn Hannesar Smárasonar og Sigurðar Helgason- ar voru nefnd í því sambandi. S t j ó r n a r f o r - mennska Magnúsar þykir eindregið benda til þess að staða Atl- anta og Íslandsflugs sé sterkari gagnvart skipafélaginu en Flug- leiða. Auk Magnúsar sitja í stjórn Eim- skipafélagsins þeir Baldur Guðnason, Tómas O. Hansson, Þór Kristjánsson, sem einnig situr í stjórn m ó ð u r f é l a g s i n s Burðaráss, og Sindri Sindrason. ■ ÞRÍR FORMENN Eigendur Samsonar, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Magnús Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ÞÖ K Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur: Áhyggjur af lífríki Elliðaánna UMHVERFISMÁL Stjórn Stangveiði- félags Reykjavíkur hefur áhyggj- ur af áhrifum fyrirhugaðrar Sundabrautar á lífríki Elliðaánna. Hún skorar á borgaryfirvöld, Vegagerðina, og aðra þá sem taka þátt í framkvæmdum við fyrir- hugaða Sundabraut að haga þeim þannig að þær hafi sem minnst áhrif á lífríki Elliðaánna og gönguleið laxins upp í árnar, að því er segir í tilkynningu frá stjórninni. Stjórnin bendir jafnframt á margvíslegt áreiti sem þegar sé orðið á laxastofn Elliðaánna og ekki verjandi að auka það frekar. Þar á meðal tjöru – og saltmengað vatn af götum, klórmengað vatn frá Árbæjarsundlauginni og mengun frá bílhræjum, sem urð- uð hafi verið við gerð uppfylling- artanga, rennslistruflanir vegna raforkuframleiðslu í Elliðaárdaln- um hafi spillt hrygningu og drep- ið laxa og laxaseiði í ánum. Laxastofninn hafi átt mjög undir högg að sækja, segir stjórn- in, og í ljósi framangreinds væri ef til vill skynsamlegast fyrir eig- endur ánna, Reykjavíkurborg og Orkuveituna, að halda áfram með heildstæða úttekt á vandanum, sem að stofninum steðjar og hraða sem kostur er leiðum til úrbóta. ■ ELLIÐAÁRNAR Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur hefur áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðrar Sundabrautar á lífríki Elliðaánna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.