Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 14
Umræðan um leikreglur við-skiptalífsins verða sífellt kostu- legri og eru á góðri leið með að verða þéttasta, mest langvarandi og innhaldslausasta umræða Íslands- sögunnar – og býr sú saga þó við yfir margri vitleysunni. Í leiðara Morgunblaðsins í dag svarar leiðarahöfundur blaðsins Tómasi Ottó Hanssyni sem skrifaði grein í blaðið í gær þar sem hann auglýsti eftir dæmum þess að við- skiptalífið hefði farið út yfir æski- leg mörk eða brotið svo af sér að réttlætti þann hita sem margir vilja kynda undir þessari umræðu. Tómas Ottó tók dæmi af ummælum Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra á iðnþingi og sem leiðarahöf- undur Morgunblaðsins hafði fagnað á sínum vettvangi – eins og hann reyndar gerir í hvert sinn sem ein- hver hallmælir viðskiptalífinu. Tómas Ottó staldrar sérstaklega við fullyrðingar Árna um að menn í viðskiptalífinu stundi það að kaupa fyrirtæki og brytja þau síðan niður og selja í pörtum; atvinnulífinu til skaða en sjálfum sér til hagnaðar. Tómas Ottó segir þetta varla geta átt við sölu Eimskipafélagsins á sjávarútvegsarminum, Brimi. Þau fyrirtæki sem voru sameinuð í Brimi standi eftir þá sölu styrkari fótum enda hafi komið á daginn að sameining þeirra í Brimi hafi ekki skilað árangri. Hann veltir einnig fyrir sér hvort Árni og leiðarahöfundur Morgunblaðsins vilji í raun standa við þá stefnu að rétt sé að sameina sem flest fyrirtæki undir einum hatti og háskalegt að snúa frá þeirri stefnu. Í Morgunblaðinu í dag – blaðið kom reyndar út í gær og því get ég fjallað um efni þess hér – skammar leiðarahöfundur blaðsins Tómas Ottó fyrir vanþekkingu á þjóð- félagsumræðunni þar sem öllum á að vera ljóst að Morgunblaðið hafi gagnrýnt stjórnendur Eimskipa- félagsins í byrjun tíunda áratugar- ins fyrir að vilja sölsa undir sig of fjölbreytta starfsemi og kaupa flest sem fyrir varð. Af þessu mætti skilja að leiðarahöfundurinn sé ekki andsnúinn því að Brim hafi verið selt í þremur pörtum þótt hann hafi tekið undir orð Árna félagsmálaráð- herra áður. Leiðarahöfundurinn ítrekar því að hann sé sammála Árna að hætta geti stafað af svona viðskipta- háttum – það er að menn kaupi fyr- irtæki og selji þau síðan í pörtum – og vísar þar til reynslu Bandaríkja- manna á níunda áratugnum. Hann bendir síðan Tómasi Ottó og öðrum áhugamönnum á tvær ágætar bæk- ur sem fjalli um þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna og klykkir út með því að ungir menn í viðskiptalífinu megi ekki vera of viðkvæmir fyrir því að menn ræði verk þeirra ef þeir finna tilefni til. Og leiðarahöfundurinn bendir á að fleiri en hann hafi tekið undir ummæli Árna félagsmálaráðherra og vísar til ummæla Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri grænna, á þingi í vikunni. Þeir sem vilja geta líka tekið þetta Gott og vel. Reynum að skilja þessa umræðu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra gagnrýnir við- skiptalífið harðlega á iðnþingi og heggur þar í sama knérunn og Davíð Oddsson hefur gert marga undanfarna mánuði. Fátt er um skýr dæmi í ræðu Árna – ekki fremur en í ummælum Davíðs eða leiðurum Moggans – og í raun ekkert sem hönd á festir. Þegar Árni er beðinn að útskýra þessi ummæli nánar eða benda á dæmi þess að menn í viðskiptalífinu hafi misnotað frelsið – eins og það er vanalega kallað að hætti forsæt- isráðherra – þá hafnar hann því al- farið að tilgreina dæmi og svarar með því að þeir taki ummælin til sín sem eigi þau. En þar sem ummælin voru svo óskýr að fréttamenn báðu um útskýringar er hæpið að nokkur hafi í raun tekið þau til sín. Nema hvað Tómas Ottó, sem var nýkjörinn í stjórn Eimskipafélags- ins, vildi benda á að ef Árni hefði með ummælum sínum um uppbrot fyrirtækja verið að vísa til Brims þá væru þær ályktanir sem hann dró af þessari sölu alrangar. Salan þjóni þvert á móti því að færa fyrir- tækjarekstur til fleiri aðila – sem ætla mætti af ummælum hörðustu gagnrýnenda viðskiptalífsins að sé einmitt ein af heitustu óskum þeirra. Fyrir þetta frumhlaup sitt fær Tómas Ottó síðan sunnudagsleiðara Morgunblaðsins í hausinn og er skammaður fyrir vanþekkingu á skoðunum leiðarahöfundar, sem lætur í það skína að hann sé ekki á móti því hvernig staðið var að sölu Brims. Þá er ekki annað hægt en að spyrja: Hvaða fyrirtæki átti Árni við þegar hann talaði um yfir- vofandi hættu á að menn keyptu upp fyrirtæki til að brytja niður og selja, atvinnulífinu til skaða en sjálfum sér til hagnaðar? Eru engar raunverulegar staðreyndir á bak við þessa fullyrðingu sem leiðara- höfundur Morgunblaðsins fannst svo frábær á sínum tíma? Eru þeir sem drífa áfram umræðu um vá- lynda stöðu íslensks viðskiptalífs ef til vill ekki að lýsa viðskiptalífinu heldur eigin líðan – eða vanlíðan? Um hvaða fyrirtæki voru Árni og leiðarahöfundurinn að tala? Fannst þeim illt að verðbréfasafn Skeljungs var selt fyrri eigendum en eiginleg starfsemi fyrirtækisins öðrum? Gefur það virkilega tilefni til mikillar tilfinningasveiflu? Eða óttast þeir að nýir eigendur ráðandi hlutar í Flugleiðum muni selja frá félaginu eitthvað af fjöl- þættri starfsemi þess – og sem mörg hver er óskyld grunnstarf- semi félagsins? Varla – bæði sökum þess að það getur ekki verið heit skoðun manna að fyrirbyggja að hægt sé að endurskipuleggja rekst- ur fyrirtækja og leita sífellt hag- kvæmustu leiða til að efla hann og eins sökum þess að leiðarahöfund- urinn lýsti yfir sérstöku trausti á þá sem keyptu ráðandi hlut í Flugleið- um. Og það þótt þeir væru með eignatengsl í stórar verslanakeðjur á matvæla- og byggingamarkaði og ættu auk þess góðan hlut í KB banka. Við getum haldið áfram að ráða í hvað hratt af stað formælingum Árna félagsmálaráðherra og leið- arahöfundar Morgunblaðsins en það er í raun hjákátlegt. Eðlilegast er að þeir tilgreini þau dæmi sem hafa orðið þess valdandi að þeir telja rétt að stjórnmálamenn grípi inn í viðskiptalífið og setji því nýjar og þrengri reglur en tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það vill nefnilega gleymast í vandlætingu þessari allri að ís- lenskt viðskiptalíf býr nú loks við svipaðan laga- og reglugerða- ramma og fyrirtæki á Vesturlönd- um. Með EES-samningnum viku stjórnvöld af íslensku leiðinni, sem byggði á samþættingu viðskipta og stjórnmála eftir óskráðum reglum – óskiljanlegum öðrum en innvígðum inn í þröngan hóp ráðamanna. Þar til harðir gagnrýnendur við- skipta undir almennum reglum frá Evrópska efnahagssvæðinu til- greina skýr dæmi fyrir ástæðum þess að hverfa frá því fyrirkomu- lagi er helst hægt að skilja mál- flutning þeirra svo að þeir vilji lög- festa þær reglur sem áður voru óskráðar og mörkuðu íslensku við- skiptalífi ramma megnið af 20. öld; ramma sem hélt óæskilegum utan- garðs. Og ef einhver vill – þá geri hann svo vel Fyrir utan hitann í orðum gagn- rýnenda viðskiptalífsins og skort á skýrum dæmum – og reyndar skýrri hugsun einnig – er athygli- vert að þeir telja málstað sinn svo réttan að þeir þurfi ekki að fara eft- ir leikreglum í opinberri umræðu. Hvar heyrum við í dag menn hella sér yfir tiltekinn hóp manna með órökstuddum og dæmalausum fullyrðingum með sama hætti og þessir menn telja sig hafa heilagan rétt á? Ef við snerum ræðu Árna upp á hann sjálfan gæti hún hljómað svona: „Það er óþolandi að ráðherrar í ríkisstjórninni skuli vegna fjár- stuðnings ákveðinna fyrirtækja við flokka þeirra ráðast gegn sam- keppnisaðilum þessara fyrirtækja og reyna að grafa undan trausti al- mennings á þeim. Þessir ráðherrar – sem hafa sýnt að þeim er ekki treystandi fyrir því umboði sem þeim hefur verið falið – skýla sér á bak við þá leynd sem hvílir yfir gríðarlegu fjáraustri til- tekinna fyrirtækja til flokkanna og veigra sér ekki við að ganga erinda þessara fyrirtækja. Þetta á ekki bara við þegar þeir klæðaskerasauma lög að þörfum sinna yfirboðara heldur ráðskast þeir svo með kaup hins opinbera á vöru og þjónustu að svimandi upp- hæðir lenda í hirslum þessara fyrir- tækja. Þetta sama fé ratar síðan í flokkssjóði ráðherranna. Saman mynda þessi fyrirtæki og skósveinar þeirra í ríkisstjórninni köngulóarvef sem nær um allt sam- félagið svo það er sama hvert borg- ararnir snúa sér; alltaf flækjast þeir í vefnum. Það get ég fullyrt að hvergi – og ég endurtek: hvergi – í hinum vest- ræna heimi myndi svona nokkuð verið látið viðgangast.“ Þetta er ekki par fín lesning – enda á hún ekki að vera það. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að þarna er drepið á málefni sem full þörf er á að ræða á almennum vett- vangi. Þeir eru ekki margir sem vilja verja þörfina á þeirri leynd sem stjórnmálaflokkar hafa yfir fjár- reiðum sínum og víðast um heim eru lög til að tryggja gagnsæi fjár- framlaga fyrirtækja til stjórnmála- flokka. Það er líka rétt að samtvinnun stjórnmálaflokka og viðskipta- blokka hafa markað íslenskt sam- félag meira en annars staðar í hin- um lýðfrjálsu Vesturlöndum. Þegar stjórnmál 20. aldar eru skoðuð er erfitt að greina hvort flokkarnir áttu sér viðskiptaarm eða viðskiptablokkirnar stjórn- málaarm. Þessi staða var völd að því að fáum Íslendingum fannst miklar ýkjur felast í því að kalla lýðveldið okkar bananalýðveldi. En það er sama þótt þessi reiði- lestur sem ég setti saman byggi á alþekktum álitamálum í þjóðmála- umræðunni; hann er jafngalinn eft- ir sem áður. Hann er uppfullur af staðlausum fullyrðingum og að- dróttunum; drekkhlaðinn af hálf- sannleik sem á að gefa til kynna að mælandinn viti nú sitthvað sem öðr- um er hulið. Og í anda gagnrýnenda við- skiptalífsins myndi hann örugglega svara spurningum um við hvaða ráðherra hann ætti með eftirfar- andi snjallmælum: Þeir taki það til sín sem eiga það. Ég geri mér grein fyrir að þing- menn njóta þinghelgi og eru undan- þegnir sömu skorðum á tjáningar- frelsi og aðrir borgarar þurfa að sætta sig við. Þær skorður eru þó ekki annað en almenn kurteisi og eðlilegar leikreglur í opinni um- ræðu. Það væri hins vegar þessari um- ræðu til mikilla bóta ef þingmenn og ráðherrar héldu sig innan al- mennra marka, sætu á götustrák sínum og reyndu ekki á sérréttindi sín nema þegar mikið lægi við. Okkur liggur nefnilega á að koma einhverju viti í þessa umræðu um viðskiptalífið. Ekki vegna nefnd- anna tveggja sem ráðherrarnir skipuðu – og sem sýna í raun hversu lítið tilefni er til stóryrða þeirra. Við venjulegir eigum alla vega erfitt með að setja samasemmerki á milli háskalegra lýsinga ráðherr- anna á ófremdarástandinu í við- skiptalífinu og hvernig örfáir menn eru að ræna okkur öllum landsins gagni og nauðsynjum og þeirri að- gerð að skipa nefnd. Stundum er engu líkara en að ráðherrarnir séu að sækja umboð til þjóðarinnar til að setja herlög. En úr því fjalli öllu hafa aðeins orð- ið tvær litlar mýs. Nei, við þurfum að koma viti í þessa umræðu vegna þess að um- ræðuefnið er ágætt þótt talsmátinn sé afleitur. Og svo veitir okkur ekki af að temja okkur að ræða saman til að komast að niðurstöðu sem sátt er um en beita ekki talfærun- um aðeins til hrakyrða og gaspurs. Eins og við þurfum að losna undan íslensku leiðinni í viðskipt- um og temja okkur þá alþjóðlegu – þá þurfum við líka að losa okkur við íslensku aðferðina í pólitískri umræðu sem hefur alltaf haft það að stefnumiði að fjarlægjast kjarn- ann svo ráðamenn geti ráðið ráðum sínum og gert það sem þeim þókn- ast í friði fyrir öðru fólki. ■ Þær eru þrjár. Hvorki fleiriné færri. Akkúrat þrjár. Að- eins þrjár. Og þær heita Guð- björg, Ragnhildur og Þórunn. Þær eiga það sameiginlegt að sitja í stjórnum einhverra þeirra fimmtán stórfyrirtækja sem mynda úrvalsvísitölu Kaup- hallar Íslands. Hver í sinni stjórninni. Guðbjörg í Trygg- ingamiðstöðinni, Ragnhildur í Icelandair og Þórunn í Burðar- ási/Eimskipafélaginu. Þeir eru hinsvegar 86 og heita flestir hefðbundnum karl- mannsnöfnum á borð við Sig- urður, Jón, Einar og Þorsteinn. Já og Björgólfur. Karlmenn skipa sumsé 86 af 89 stjórnarsætum í fyrirtækjunum fimmtán. Var ein- hver að tala um að jafnvægi hefði komist á milli kynjanna? Ekki er gott að segja til um hvers vegna konur veljast ekki til setu í stórum og umsvifa- miklum fyrirtækjum. Það verð- ur ekki stutt með haldbærum rökum að segja þær ekki búa yfir nægri menntun eða kunn- áttu. Landið er bókstaflega fullt af konum sem hafa þekkingu á viðskiptum, kunna skil á flókn- um úrlausnarefnum og vita hvað þarf til að ná árangri. Tvennt getur skýrt þetta und- arlega ójafnvægi milli kynjanna. Annaðhvort sækjast konur ekki eftir setu í stórum fyrirtækjum eða karlarnir sem fyrir eru vilja ekki hafa þær með. Ég hallast að hinu síðarnefnda. Ég hef nefni- lega fulla trú á að konur vilji sitja í stjórnum og hafa þannig áhrif á gang mála í atvinnulífinu og þar með þjóðlífinu. Nú er það reyndar ekki svo einfalt að fólk gefi kost á sér í slík embætti og kosið sé á milli þess. Stærstu hluthafarnir stýra gangi mála og tilnefna sína fulltrúa. Og það eru alltaf karlar. Eða því sem næst. En hvers vegna í ósköpunum vilja karlar ekki konur í stjórnirn- ar? Hér verður sett fram ein kenning sem ekki er studd vís- indalegum rökum. Hún er byggð á tilfinningu. Ástæða er sú að karl- arnir eru smeykir um að konur séu ekki jafn ásælnar í hagnað og þeir. Þeir standa í þeirri trú að konurnar séu þannig innréttaðar að þær vilji heldur að starfsfólk haldi vinnu sinni fremur en að uppsögnum sé beitt í stórum stíl í nafni hagræðingar. Þeir halda að þær skilji ekki að allt snúist um að hámarka arðinn af eigninni. Eignast fleiri krónur/dali/pund í dag en í gær. Þess vegna eru það aðeins Guðbjörg, Ragnhildur og Þór- unn sem sitja í stjórnum ein- hverra þeirra fimmtán fyrir- tækja sem mynda úrvalsvísitölu Kauphallarinnar. Þetta er nefni- lega í lagi á meðan þær eru bara þrjár. Þær mega ekki við margnum. ■ Smáa letrið BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON ■ telur konurnar í stjórnum stórfyrirækja. 14 21. mars 2004 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Guðbjörg, Ragnhildur og Þórunn Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um hina endalausu umræðu um viðskiptalífið og endaleysurnar í henni. Þeir taki þetta til sín sem eiga það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.