Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 20

Fréttablaðið - 21.03.2004, Page 20
5,0%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.02.2004–29.02.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 39 23 3 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 39 23 3 /2 00 4 VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS * Gengi bréfa síðustu sjö daga. 6,9% -1,4% -1,6& 15,2% 8,9% Mesta hækkun (%)* * Gengi bréfa síðustu sjö daga. Mesta lækkun (%)* Mesta veltaGrandi hf. Kaldbakur hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Flugleiðir hf. 1.658 milljónir Kaupþing Búnaðarbanki hf. 852 milljónir Landsbanki Íslands hf. 778 milljónir mán. þri. mið. fim. fös. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r 25 20 15 10 5 0 -5 Medacare Flaga hf. Kögun hf. Þormóður rammi - Sæberg hf. Sigurður G. Guðjónsson, for-stjóri Norðurljósa, gagnrýnir harðlega Jón Ólafsson, fyrrum stjórnarformann og aðaleiganda félagsins, í skýrslu sinni til hlut- hafa. Þar rekur hann hvernig Jón hafi fyrst og fremst unnið að því að tryggja eigin stöðu í félaginu í stað þess að vinna að því að bjarga félaginu út úr þeim fjár- hagskröggum sem voru nálægt því að steypa félaginu í gjaldþrot á haustmánuðum 2003. Jóni hvergi treyst Staða Jóns Ólafssonar í ís- lensku viðskiptalífi var orðin slík að bankar og fjármálastofnanir höfðu lítinn áhuga á að eiga við hann viðskipti og treystu honum ekki sem gagnaðila í samningum. Þrátt fyrir þetta neitaði Jón lengi vel að taka ráðleggingum um sölu á Norðurljósum til annarra Ís- lendinga og mun hafa talið að slík sala fæli í sér uppgjöf. Einungis með því að skilyrða kaupin þannig að allar aðrar eignir hans á Íslandi yrðu að vera hluti af sölunni var hann reiðubúinn að láta stjórn félagsins af hendi til annarra Ís- lendinga. Þetta skilyrði mun hafa valdið stjórnendum miklum vand- ræðum þar sem með því var verið að tryggja hagsmuni sem voru Norðurljósum sjálfum, og starfs- mönnum þess, algjörlega óvið- komandi. Í skýrslu segir að Jón hafi fallist á að selja Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni hlut sinn í Norðurljósum með þessum skilmálum. Að mati Sigurðar G. var Norðurljósum þannig bjargað á síðustu metrun- um áður en félagið færi í gjaldþrot. Samþykkti sölu á veitingahúsi Í frásögn Sigurðar segir að á fundi hans og Jóns Ólafssonar á veitingastaðnum Apótekinu fimmtudaginn 6. nóvember hefði komið fram að stjórnarformaður- inn væri tilbúinn að selja hluti í Norðurljósum „ef hann gæti jafn- framt losnað við aðrar eignir sem hann eða félög á hans vegum ættu hér á landi“. Beint í kjölfar þessa átti Sig- urður G. fund með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að morgni laugar- dagsins 8. nóvember. Sigurður segir að ástæða þess að rætt hafi verið við Jón Ásgeir hafi verið sú að hann hefði í júlí lýst áhuga á því að kaupa hluti í Norðurljósum og í október velt upp hugmyndum um endurfjármögnun í óformleg- um viðræðum. Sama kvöld og fundur Jóns Ásgeirs og Sigurðar G. átti sér stað sendi Jón Ásgeir tilboð til Jóns Ólafssonar sem leiddi til þess að fimm dögum síð- ar var undirritaður í Lundúnum samningur milli þeirra tveggja. Varða við leikaraskap Í tölvupóstum, sem Sigurður birti ásamt skýrslu sinni í vikunni, koma fram ítrekaðar viðvaranir til Jóns og annarra stjórnar- manna í félaginu við því að beita leikaraskap fyrir sig í til- raunum til bjargar félaginu. Þegar fregnir bárust af því að breskur fjármálamaður að nafni Marcus Evans hefði 6 3 0 -3 -6 -9 -12 -15 mán. þri. mið. fim. fös. Sigurður G. gerir upp við Jón Ólafsson Í ársskýrslu Norðurljósa frá 2003 var ekki aðeins að finna fjárhagslegt uppgjör félagsins heldur einnig persónulegt uppgjör forstjórans við fyrrum stjórnarformann. Sigurður G. segir að Jón Ólafsson hafi á engan hátt haft hagsmuni félagsins að leiðarljósi og voru tilraunir hans um endurfjármögnun Norðurljósa algjörlega ómarkvissar. FR RÉ TT AB LA Ð IÐ /P JE TU R SÖGUFRÆG LJÓSMYND Jón Ólafsson stígur frá borði einkaþotu sem sótti hann til Lundúna að morgni 13. nóvember. Hann kom til landsins til þess að ganga frá samningum um sölu á öllum eignum sínum hér á landi. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Forstjóri Norðurljósa gagnrýnir harðlega vinnubrögð fyrrum stjórnarformanns félagsins í ársskýrslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.