Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 36

Fréttablaðið - 21.03.2004, Side 36
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferdir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Langferðir til Grikklands: Sæla á grískri strönd Grískar eyjur hafa yfir sérævintýrablæ sem löngum hef- ur þótt eftirsóknarverður. Ferða- skrifstofan Langferðir, sem Tómas Þór Tómasson er í forsvari fyrir, býður nú upp á ferðir til fyr- irheitna landsins í samstarfi við dönsku ferðaskrifstofuna Appollo. Fyrirkomulagið er þannig að pant- að er í gegnum Langferðir og í þeim pakka er flug til Kaup- mannahafnar með Iceland Ex- press. „Við leggjum sérstaka áherslu á eynna Sakinthos vegna þess að flugið til hennar er sér- staklega hagstætt fyrir okkur, fel- ur bara í sér tveggja til þriggja tíma bið á Kastrup en ekki næturdvöl í borginni.“ Og Sakinthos er ekki slæmur kostur, síður en svo. Eyjan er agnarsmá, 400 ferkíló- metrar, sem er um 0,3% af stærð Íslands, þar búa um 40.000 manns, flestir í höfuð- bænum sem er samnefndur eynni. Hægt er að velja um fjölmarga gististaði í þorpum og strandbæj- um sem hver er með sínu móti. Sumir eru á mjög miklum ferða- mannastöðum og aðrir í rólegri bæjum sem henta barnafólki bet- ur. Að sögn Tómasar hafa Lang- ferðir fjölmargar aðrar eyjur en Sakinthos á sínum snærum. „Við sendum áhugasömum bækling með helstu upplýsingum.“ Síma- númer ferðaskrifstofunnar er 5100 300. Hægt er að vera allt að þrjá daga í Kaupmannahöfn í pakkanum hjá Langferðum sem er líka spennandi möguleiki að nýta sér. sigridur@frettabladid.is Hlutur ferðaþjónustu í gjaldeyr-istekjum jókst hlutfallslega á síðastliðnu ári um rúmt eitt prósent eða í 13.1% úr 12%. Um er að ræða tekjur af erlendum ferðamönnum. Ferðamenn eyddu einum og hálfum milljarði meira innanlands eða sem nemur 6,9%, en á móti drógust tekj- ur flugfélaganna af fargjöldum í fyrra saman um liðlega 1.400 millj- ónir miðað við 2002. Tekjur af erlendum ferðamönn- um jukust um 0.4%. Ástæðan er sú að tekjur af fargjöldum flugfélag- anna drógust saman um liðlega 1.428 milljónir króna, eða tæp 10%, þrátt fyrir fjölgun farþega. Skýr- ingin er talin felast í aukinni sam- keppni flugfélaganna. Með öðrum orðum má því segja að flugfarþeg- ar, innlendir og erlendir, hafi spar- að tæplega 1,5 milljarða í fargjöld fyrst og fremst vegna aukinnar samkeppni. ■ Gjaldeyristekjur 2003: Ferðaþjónustan eykur hlut sinn Ég fór til Flórída í lok septem-ber síðastliðins. Það var mjög gaman. Lana Íris Guðmundsdóttir. ■ Hvenær fórstu síðast til útlanda? HOW DO YOU LIKE ICELAND? Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgar SAKINTHOS Dæmigerð grísk eyja – sól, sjór og strönd. TÓMAS ÞÓR TÓMASSON Framkvæmdastjóri Langferða er bjartsýnn. VERÐDÆMI Vikuferð Verð 51.300–63.000 á manninn þegar tveir ferðast saman Tveggja vikna ferð Verð 60.000–78.000 ÁHUGAVERÐAR TENGINGAR justzante.co.uk appollorejser.dk FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Borgarferð að vor-lagi er frábær byrjun á sumrinu - ekki er verra að vor- ið kemur fyrr í flest- um löndum Evrópu en á Íslandi. Vorferðir Prag Meðalhiti í apríl: 13˚c París Meðalhiti í apríl: 16˚c KaupmannahöfnMeðalhiti í apríl: 10˚c LondonMeðalhiti í apríl: 13˚c Reykjavík Meðalhiti í apríl: 9,3˚c

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.