Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 36
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferdir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Langferðir til Grikklands: Sæla á grískri strönd Grískar eyjur hafa yfir sérævintýrablæ sem löngum hef- ur þótt eftirsóknarverður. Ferða- skrifstofan Langferðir, sem Tómas Þór Tómasson er í forsvari fyrir, býður nú upp á ferðir til fyr- irheitna landsins í samstarfi við dönsku ferðaskrifstofuna Appollo. Fyrirkomulagið er þannig að pant- að er í gegnum Langferðir og í þeim pakka er flug til Kaup- mannahafnar með Iceland Ex- press. „Við leggjum sérstaka áherslu á eynna Sakinthos vegna þess að flugið til hennar er sér- staklega hagstætt fyrir okkur, fel- ur bara í sér tveggja til þriggja tíma bið á Kastrup en ekki næturdvöl í borginni.“ Og Sakinthos er ekki slæmur kostur, síður en svo. Eyjan er agnarsmá, 400 ferkíló- metrar, sem er um 0,3% af stærð Íslands, þar búa um 40.000 manns, flestir í höfuð- bænum sem er samnefndur eynni. Hægt er að velja um fjölmarga gististaði í þorpum og strandbæj- um sem hver er með sínu móti. Sumir eru á mjög miklum ferða- mannastöðum og aðrir í rólegri bæjum sem henta barnafólki bet- ur. Að sögn Tómasar hafa Lang- ferðir fjölmargar aðrar eyjur en Sakinthos á sínum snærum. „Við sendum áhugasömum bækling með helstu upplýsingum.“ Síma- númer ferðaskrifstofunnar er 5100 300. Hægt er að vera allt að þrjá daga í Kaupmannahöfn í pakkanum hjá Langferðum sem er líka spennandi möguleiki að nýta sér. sigridur@frettabladid.is Hlutur ferðaþjónustu í gjaldeyr-istekjum jókst hlutfallslega á síðastliðnu ári um rúmt eitt prósent eða í 13.1% úr 12%. Um er að ræða tekjur af erlendum ferðamönnum. Ferðamenn eyddu einum og hálfum milljarði meira innanlands eða sem nemur 6,9%, en á móti drógust tekj- ur flugfélaganna af fargjöldum í fyrra saman um liðlega 1.400 millj- ónir miðað við 2002. Tekjur af erlendum ferðamönn- um jukust um 0.4%. Ástæðan er sú að tekjur af fargjöldum flugfélag- anna drógust saman um liðlega 1.428 milljónir króna, eða tæp 10%, þrátt fyrir fjölgun farþega. Skýr- ingin er talin felast í aukinni sam- keppni flugfélaganna. Með öðrum orðum má því segja að flugfarþeg- ar, innlendir og erlendir, hafi spar- að tæplega 1,5 milljarða í fargjöld fyrst og fremst vegna aukinnar samkeppni. ■ Gjaldeyristekjur 2003: Ferðaþjónustan eykur hlut sinn Ég fór til Flórída í lok septem-ber síðastliðins. Það var mjög gaman. Lana Íris Guðmundsdóttir. ■ Hvenær fórstu síðast til útlanda? HOW DO YOU LIKE ICELAND? Erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgar SAKINTHOS Dæmigerð grísk eyja – sól, sjór og strönd. TÓMAS ÞÓR TÓMASSON Framkvæmdastjóri Langferða er bjartsýnn. VERÐDÆMI Vikuferð Verð 51.300–63.000 á manninn þegar tveir ferðast saman Tveggja vikna ferð Verð 60.000–78.000 ÁHUGAVERÐAR TENGINGAR justzante.co.uk appollorejser.dk FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Borgarferð að vor-lagi er frábær byrjun á sumrinu - ekki er verra að vor- ið kemur fyrr í flest- um löndum Evrópu en á Íslandi. Vorferðir Prag Meðalhiti í apríl: 13˚c París Meðalhiti í apríl: 16˚c KaupmannahöfnMeðalhiti í apríl: 10˚c LondonMeðalhiti í apríl: 13˚c Reykjavík Meðalhiti í apríl: 9,3˚c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.