Fréttablaðið - 02.04.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 02.04.2004, Síða 4
4 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Er rétt að lengja starfstíma Alþingis og stytta þar með sumarleyfi þingmanna? Spurning dagsins í dag: Var rétt af borgarráði að leyfa áfengis- sölu í Egilshöll? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 11% 89% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is OLÍUGJALD Þetta gerir dísilknúnar bifreiðar að raunverulegum val- kosti fyrir almenning í landinu,“ segir Runólfur Ólafsson, formað- ur Félags íslenskra bifreiða- eigenda, um nýtt frumvarp fjár- málaráðherra um upptöku olíu- gjalds í stað þungaskatts. Frum- varpið hefur nú verið lagt fram að nýju að mestu óbreytt en það var fyrst kynnt til sögunnar árið 2002. „Þetta er löngu tímabær breyt- ing nái þetta frumvarp fram að ganga enda er þungaskattskerfið úrelt og úr sér gengið. Þetta gerir almenningi kleift að vera betur meðvitaðan um notkun bifreiða sinna sem gamla kerfið gerði ekki. Einnig er þungaskattskerfið þannig að það hyglar þeim sem keyra mikið en kemur niður á hin- um sem aka lítið um.“ Á Íslandi er heildarfjöldi dísil- bifreiða vel innan við fjórðungur af bílaflota landsmanna meðan er- lendis er algengt að helmingur bifreiða sé útbúinn dísilvél. Ekk er gert ráð fyrir að frum- varpið hafi mikil áhrif á tekjur ríkissjóðs. Tekjustofnar Vega- gerðarinnar lækka líklega en ráð- stafanir eru gerðar til að koma til móts við það með sérstöku vöru- gjaldi. ■ Lífsýnataka siðferði- lega óverjandi Þingmaður Samfylkingarinnar segir gróflega brotið gegn persónurétti með rétti atvinnurekenda til lífsýnatöku úr starfsfólki. Félagsmálaráðherra segist ætla að beita sér fyrir því að stjórn Vinnueftirlitsins fjalli um málið. ALÞINGI „Með skilyrðislausum rétti atvinnurekenda til lífsýna- töku úr starfsfólki er gengið allt of langt. Slíkt brýtur gróflega gegn persónu- rétti fólks og býður hættunni heim vegna mis- notkunar. Þetta er siðferðilega óverjandi og snertir spurn- ingu um það hvert við viljum stefna,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, Sam- fylkingunni, á Alþingi í gær. Tilefnið var ráðningarsamn- ingar þar sem krafist er heimild- ar launþega fyrir því að fram- kvæma megi læknisskoðun og sýnatöku úr þeim, hvenær sem er á vinnutíma, en yfirlæknir Vinnueftirlitsins hefur lýst áhyggjum af þeirri þróun. Ágúst benti á ráðningarsamninga ál- versins í Straumsvík, sem væru í algerri andstöðu við starfsmenn, en þeir yrðu að undirrita. Sam- kvæmt þeim verða allir, sem ráðnir eru, að gangast undir læknisskoðun, þar sem meðal annars er leitað ólöglegra vímu- efna, en forsvarsmenn álversins segja þetta fyrst og fremst varða vinnuöryggismál. „Hvernig þætti þingmönnum það að eiga von á lífsýnatöku hvenær sem er,“ spurði Ágúst og sagði þetta ekki í samræmi við lög um persónuvernd því nauðungar- bragur væri á umræddu sam- þykki þar sem það væri forsenda fyrir vinnu. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra sagði mikilvægt að hafa í heiðri rétt starfsmanna þegar óskað væri heimildar til að taka lífsýni vegna starfsins eða tilvika á vinnustað og benti í því sam- bandi á skilyrði laga um persónu- vernd. „Ætíð verður að tryggja að ekki sé gengið lengra í þessum efnum en þörf krefur og að mál- efnaleg sjónarmið ráði ferðinni. Brýnt er, þegar starfsmaður und- irritar ráðningarsamning, að honum sé gerð sérstök grein fyr- ir þeim skilyrðum sem hann er að undirgangast,“ sagði Árni. Félagsmálaráðherra benti einnig á störf þar sem gáleysi starfsmanns gæti stofnað lífi og heilsu annarra starfsmanna í meiri hættu en eigin lífi og heil- su. Miklir hagsmunir kynnu því að vera í húfi sem réttlættu það að vinnuveitandi setti það sem skilyrði fyrir ráðningu að hægt væri að sannreyna að ástand og heilsa starfsmanns væri eðlileg. „Það er hins vegar fulllangt gengið ef læknisrannsókn af þessu tagi yrði gerð að megin- reglu hjá íslenskum fyrirtækj- um. Ég mun beita mér fyrir því að stjórn Vinnueftirlitsins fjalli um þetta mál,“ sagði Árni. bryndis@frettabladid.is Sex mánaða fangelsi: Flutti inn tvö kíló af hassi DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær sex mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem sakfelldur var fyrir innflutning á tæplega tveimur kílóum af hassi. Maðurinn hafði límt hassið um sig miðjan í tilraun sinni til að koma því til landsins. Þótti sýnt að hassið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu. Í ljósi alvarleika brotsins þótti hins vegar ekki tækt að skilorðs- binda refsinguna, hvorki í heild né að hluta. ■ Hannes Hólmsteinn: Kallaður á teppið MENNTAMÁL „Það hafa einhverjir verið að kvarta, en það er alltaf eitthvað um það,“ segir Gunnar H. Kristinsson, skorarfulltrúi s t j ó r n m á l a - fræðisskorar við Háskóla Ís- lands, en nokkrar kvart- anir hafa borist vegna kennslu- hátta Hannesar H ó l m s t e i n s Gissurarsonar prófessors. Gunnar seg- ist líta svo á þetta hafi verið trúnaðarsam- ræður á milli hans og þeirra nemenda sem kvörtuðu. Að- spurður segist hann vera sam- mála að óljóst hafi verið hvort kvartanirnar væru formlegar eða óformlegar. Því hafi hann tekið saman það sem kvartað hefði verið yfir og átti fund með Hannesi. „Hann tók þessu öllu ljúfmannlega og ég vona að mál- ið sé leyst.“ Erla Ósk Ásgeirsdóttir, for- maður Politica, félags stjórn- málafræðinema, staðfesti við Fréttablaðið að henni hefðu borist óformlegar kvartanir varðandi kennsluhætti Hannes- ar. ■ -ráð dagsins Úðið hárlakki á myndir eftir börnin. Það lengir líftíma myndanna. DANIR VERÐLAUNAÐIR Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, fer til Houston í Texas síðar í þessum mánuði til að taka við viðurkenningu, fyrir hönd dönsku þjóðarinnar, fyrir að hafa bjargað þúsundum gyðinga úr klóm nasista í síðari heims- styrjöldinni. Verðlaunin sem danska þjóðin hlýtur eru kennd við Lyndon B. Johnson. DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjaness yfir manni fyrir að nauðga konu á heimili hennar í byrjun síðasta árs. Þá var manninum gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Konan segir manninn hafa komið inn heima hjá sér til að fara á klósettið en hann og vinur hans höfðu skutlað henni heim eftir að skemmtanahaldi í mið- bænum lauk. Hún segir mann- inn hafa ýtt sér niður í sófann klætt hana úr, haldið henni og haft við hana samfarir gegn vilja hennar. Í fyrstu skýrslu sinni hjá lögreglu þvertók mað- urinn fyrir að hafa haft sam- farir við konuna, hvað þá nauðg- að henni. Þegar DNA-rannsókn leiddi í ljós að sæði sem fundust í konunni voru úr manninum, breytti hann framburði sínum. Hann sagðist þá hafa haft sam- farir við konuna með hennar samþykki. Í héraðsdómnum segir að ekkert í málinu bendi til þess að konan hafi sýnt manninum áhuga. Sjálf segir konan í vitnis- burði sínum að hún sé samkyn- hneigð og því sé ekki rétt að hún hafi sýnt honum áhuga. Þótti dómnum framburður konunnar trúverðugur þrátt fyrir neitun ákærða. Ljóst þótti að konan hafði orðið fyrir andlegu áfalli vegna nauðgunarinnar. ■ Hæstiréttur staðfesti nauðgunardóm: Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun ■ Norðurlönd HANNES HÓLM- STEINN GISSUR- ARSON Fulltrúi stjórnmála- fræðiskorar átti fund með Hannesi vegna kvartana um kennsluhætti hans. JEPPAEIGN STÓREYKST Flestir stærri bílar eru dísilknúnir en sam- kvæmt nýju frumvarpi er fólki gert auð- veldara um vik að kaupa slíka bíla. Frumvarp um olíugjald aftur lagt fram á Alþingi: Dísilbílar valkostur fyrir almenning ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi á Alþingi í gær skilyrðislausan rétt vinnuveitenda til lífsýnatöku úr starfsfólki. „Slíkt brýtur gróflega gegn persónurétti fólks og býður hættunni heim vegna misnotkunar,“ sagði Ágúst. ÁRNI MAGNÚSSON Félagsmálaráðherra segir fulllangt gengið ef læknisrannsókn af þessu tagi yrði gerð að meginreglu hjá íslenskum fyrirtækjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA „Ætíð verð- ur að tryggja að ekki sé gengið lengra í þessum efn- um en þörf krefur og að málefnaleg sjónarmið ráði ferðinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.