Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 20

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 20
Undir handarjaðri ömmuminnar óx ég svo úr grasi og tók trú hennar á guð og góða siði. Trú mín á guð fór þverrandi eftir því sem aldurinn færðist yfir mig en þegar ég var tíu ára gerði ég samning við hana þess efnis að mér yrði ekki lengur gert að fara með bænir upphátt. Hvað viðvék góðum siðum var ekki hægt að rokka gömlu kon- unni, engar undanþágur veittar í því efni. Þegar að fermingunni dró var ég löngu hættur að hugsa um guð og amma raunar hætt að spyrja mig hvort ég færi með bænirnar í hljóði. Ég lét þó tilleiðast að fermast, útaf brúnskjóttum fola, sem ég girn- tist og hafði ástæðu til að ætla að ég fengi í fermingargjöf. Í staðinn fyrir „föður, son og heilagan anda“, fékk ég svo „peninga, hjól og brúnskjóttan fola“. Á næstu árum hætti ég svo að trúa á allt, nema þann brún- skjótta og hugmyndir mínar um himnaríki miðuðust við það eitt hvort mér tækist að gera góðan hest úr göldnum fola. Þetta tamningarskeið er enn ekki á enda runnið, folinn raun- ar brokkgengur og dyntóttur, þótt gangur kunni að leyn- ast í honum. Þannig fargaði ég guði almáttugum, skap- ara himins og jarðar, fyrir óstýrilátan fola og mun ekki láta af að laða fram kosti hans þó litlir séu, þar til yfir lýkur. Eftir að ég fullorðn- aðist hefur mér þó orðið ljóst að við ferminguna hef- ur efnishyggjan verið rækilega konfirmeruð í sálarlífinu, því nýlega dreymdi mig skrítinn draum. Mig dreymdi semsagt að verið var að ferma mig. Athöfnin stóð sem hæst. Það var verið að meta gjaf- irnar. Við Lolli, vinur minn, knékrupum við gráturnar í ein- hverju framandi guðshúsi og ég sagði honum að ég hefði fengið hjól í fermingargjöf. Hann hafði fengið skellinöðru. Ég hafði fengið úr. Hann hest. Ég hafði fengið skauta. Hann skíði. Ég hafði fengið sundskýlu. Hann froskbúning. Ég hafði fengið plötuspilara. Hann hafði fengið dolbý kvadró spesíal samstæðu með negatív fídbakk, face lock loop, með stabílum sveiflu- vaka, kapasítorless útgans- þéttihaus, kvartslock mót- orstýringu, vúlfer, tvíder og skvíker og átpúttið var víst tvö eða þrjúhundruð píkvött. Svo var farið að telja peningana. Þá kom í ljós að við höfðum fengið nákvæmlega sömu upphæðina. Báðir tuttuguog fimm þús- und krón- ur, eini munurinn var sá að hans voru nýjar en mínar gamlar. Og ég hugsaði með mér: Það var til lítils fyrir mig að vera að hafa fyrir því að ganga til prestsins. Þá vaknaði ég. ■ 4 eggjahvítur 200 g sykur 1/2 bolli muldar salthnetur 1/2 bolli saxaðar döðlur Eggjahvítum og sykri þeytt saman, öðru efni blandað saman við með sleif. Sett í tvö form. Bakað við lítinn hita (þurrkað). FYLLING 100 g makkarónukökur 3 msk. sérrí (eða sérríessens) 2 þeyttar eggjarauður 1/4 l rjómi, þeyttur Makkarónurnar eru muldar og lagðar í bleyti í sérríið. Eggjarauður og rjómi eru þeytt sitt í hvoru lagi og blandað saman. Sérrílegnu makkarónunum bætt út í. 2,5 dl rjómi er þeyttur og settur ofan á. Síðan er tertan skreytt með kívísneiðum. 20 2. apríl 2004 FÖSTUDAGURfermingar Stína fína STÍNA FÍNA Kívíið vegur á móti þungu bragði fyllingar- innar. Gaf munaðarlausum börnum afganginn: Raflýsti fyrir fermingarpeningana Sigjón Bjarnason, tónlistar-kennari á Brekkubæ í Horna- firði, fermdist lýðveldisvorið 1944. Þetta var á stríðsárunum og ekki var til efni í svört föt eins og til stóð að hann fengi. „Ég fermd- ist í gráröndóttum fötum sem voru sérsaumuð handa mér. En hvað skyldi hann hafa fengið í fermingargjöf? „Ég fékk notað reiðhjól og pennasett og hvoru- tveggja kom sér vel. Svo fékk ég líka peninga. Heilar 700 krónur og það var ekki lítið fé á þessum árum. Ég keypti vindrafstöð og raflýsti bæinn okkar fyrir ferm- ingarpeningana og samt átti ég hundrað krónur eftir. Þá var ver- ið að safna fé til að gefa norskum börnum sem höfðu misst foreldra sína í stríðinu og ég gaf síðustu hundrað krónurnar í þá söfnun. Ég man að presturinn spurði mig hvort þetta væri nú ekki nokkuð mikið en ég taldi ekkert veita af þessu.“ Sigjón segir fjölmenna veislu hafa verið haldna í barnaskólan- um á Höfn honum til heiðurs og Ástu Karlsdóttur, frænku hans. Þangað kom allur karlakórinn á Höfn sem faðir hans stjórnaði og það voru meðal annars þeir ágætu menn sem voru svo örlát- ir á fé við hann þennan heilla- dag. ■ SIGJÓN Í AFAHLUTVERKINU Dótturdóttirin Bjarney Anna Þórsdóttir kaupir varla vindrafstöð fyrir þann pening sem hún fær í fermingargjöf. Úr bókinni Í Kvosinni eftir Flosa Ólafsson: Efnishyggjan kon- firmeruð í sálarlífinu FLOSI ÓLAFSSON Hann dreymir stundum skrýtna drauma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.