Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2004, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 02.04.2004, Qupperneq 47
31FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004 hvað?hvar?hvenær? 30 31 1 2 3 4 5 APRÍL Föstudagur Meindl Island 19.900 kr. www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 35 88 02 /2 00 4 Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni 575 5100 Meindl gönguskór Meindl Island Heil tunga og sérlega vandaður frágangur. Frábærlega léttir! Þyngd: 830 g (stærð 42). Vatnsvörn og útöndun með Gore-Tex. Úrvals vibram veltisóli með fjöðrun. Mjög góður stuðningur við ökkla. Fáanlegir í herra- og dömustærðum. Sérfræðingar í öllum verslunum okkar leiðbeina um val á gönguskóm. Tracy McGrady: Ekki meira með KÖRFUBOLTI Tracy McGrady, bak- vörður Orlando Magic í NBA- deildinni í körfuknattleik, verður ekki meira með á þessu tímabili en hann hefur verið meiddur á hné í undanförnum leikjum. McGrady, sem er yfirburðar- maður hjá Orlando, hefur skorað 28 stig að meðaltali í vetur og nánast borið lið Orlando á herð- um sér einsamall. Orlando á ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina þetta árið og því tóku forráðamenn liðsins þá ákvörðun að hvíla hann og fá hann frískan og heilan fyrir næsta tímabil. ■ RE/MAX-deild kvenna í handknattleik: Litháíska stórskyttan markahæst HANDBOLTI Litháiska stórskyttan Ramune Pekarskyte, sem leikur með Haukum, var markahæst allra kvenna í RE/MAX-deild kvenna í handknattleik í vetur. Pekarskyte skoraði 253 mörk í 25 leikjum eða 10,1 mark að meðaltali í leik. Pekarskyte var sérstaklega sterk framan af vetri og bar hún þá höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar. Hin örv- henta Anna Yakova hjá ÍBV kom næst með 7,7 mörk að meðaltali í leik og Eva Björk Hlöðversdóttir, fyrirliði Gróttu/KR, varð þriðja með 6,5 mörk að meðaltali. Þórdís Brynjólfsdóttir úr FH og Cornelia Georetta úr KA/Þór komu næstar með 6,3 mörk. ■ FH-ingurinn Bjarni Viðarsson eftirsóttur: Á leið til Everton og Anderlecht FÓTBOLTI FH-ingurinn Bjarni Við- arsson, sem var lykilmaður í U-17 ára landsliði Íslendinga í milliriðli EM í Englandi á dögunum, hefur vakið mikla athygli útsendara er- lendra liða. Bjarni, sem er bróðir Arnars Þórs Viðarssonar hjá Lokeren og Davíðs Viðarssonar hjá Lilleström, mun á næstunni fara til enska úrvalsdeildarliðsins Everton og síðan til belgíska stór- liðsins Anderlecht, þar sem félagi hans í U-17 ára landsliðinu, Rúrík Gíslason, er. Bjarni er einnig með tilboð frá ensku 1. deildarliði sem vill fá hann út strax. ■ ■ ■ LEIKIR  18.30 KR og Valur mætast í Egils- höll í efri deild deildarbikars kvenna í knattspyrnu.  19.15 ÍBV keppir við KA/Þór í Vestmannaeyjum í átta liða úr- slitum 1. deildar kvenna í handbolta.  21.00 Haukar og Þór Ak. mætast í Fífunni í A-riðli efri deildar deild- arbikars karla í knattspyrnu. ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Skíðamót Íslands á RÚV. Samantekt frá öðrum keppnis- degi skíðalandsmóts á Ísafirði.  17.40 Intersportdeildin í körfuknattleik á Sýn. Útsending frá fyrsta leik Snæfells og Kefla- víkur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik sem fram fór í gærkvöld.  19.00 Olíssport á Sýn. Endursýnd- ur þáttur frá kvöldinu áður þar sem farið er yfir helstu íþróttaviðburði dagsins.  19.30 Trans World Sport á Sýn. Púlsinn tekinn á íþróttum um allan heim.  20.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn. Íþróttum um allan heim gerð góð skil.  21.00 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um meistara- deild Evrópu í knattspyrnu.  21.30 Motorworld á Sýn. Þáttur um akstursíþróttir víðs vegar um heiminn.  22.00 US Masters 2003 á Sýn. Mynd um Masters-golfmótið í Bandaríkjunum á síðasta ári.  23.20 Skíðamót Íslands á RÚV. Samantekt frá þriðja keppnis- degi skíðalandsmóts á Ísafirði. RAMUNE PEKARSKYTE Litháíska stórskyttan hjá Haukum skoraði mest allra kvenna í RE/MAX-deildinni í vetur. MARKAHÆSTAR Ramune Pekarskyte, Haukum 10,1 Anna Yakova, ÍBV 7,7 Eva Björk Hlöðversdóttir, Gróttu/KR 6,5 Þórdís Brynjólfsdóttir, FH 6,3 Cornelia Georetta, KA/Þór 6,3 Natasa Damilajanovic, Víkingi 5,5 Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni5,2 Alla Gokorian, ÍBV 5,1 Hekla Daðadóttir, Stjörnunni 4,8 Guðrún Helga Tryggvadóttir, KA/Þór 4,7 Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir, FH 4,6 Birgit Engl, ÍBV 4,3 Sylvia Strass, ÍBV 4,3 Margrét Elín Egilsdóttir, Víkingi 4,3 Aiga Stefanie, Gróttu/KR 4,2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.