Fréttablaðið - 02.04.2004, Side 49

Fréttablaðið - 02.04.2004, Side 49
FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004 RE/MAX-deild kvenna: Stórsigur FH-inga HANDBOLTI FH-ingar tóku í gær- kvöldi forystu í einvíginu við Hauka um sæti í undanúrslitum RE/MAX-deildar kvenna í hand- bolta. FH-ingar unnu erkifjend- urna með níu marka mun á Ásvöll- um, 28-19. Haukar náðu sex marka for- ystu í fyrri hálfleik og leiddu 14-8 í leikhléi. Haukar náðu að minnka muninn í þrjú mörk snemma í seinni hálfleik en FH-ingar gerðu út um leikinn með sex mörk í röð um miðjan seinni hálfleik. FH- ingar náðu mest ellefu marka for- ystu, 25-14, og skipti litlu þó Haukar breyttu í 6-0 vörn á lokakaflanum. Ramune Pekarskyte skoraði sex mörk fyrir Hauka, Anna Guð- rún Halldórsdóttir fimm og Tinna Björk Halldórsdóttir fjögur. Bryndís Guðmundsdóttir varði tíu skot og Björk Hauksdóttir átta. Gunnur Sveinsdóttir, Björk Ægisdóttir, Guðrún Hólmgeirs- dóttir og Dröfn Sæmundsdóttir skoruðu fimm mörk hver fyrir FH en Jolanta Slapikiene varði 22 skot. Valur vann Víking 29-22 að Hlíðarenda en staða var jöfn, 12- 12, í leikhléi og Stjarnan vann Gróttu/KR 23-18 í Garðabæ en gestirnir leiddu 13-11 í hléi. Í kvöld leika ÍBV og KA/Þór í Eyjum. ■ Snæfell tók forystuna Snæfell sigraði Keflavík 80-76 í fyrsta leik félaganna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KÖRFUBOLTI Snæfell sigraði Kefla- vík 80-76 í Stykkishólmi í fyrsta leik félaganna um Íslandsmeist- aratitilinn í körfubolta. Keflavík- ingar byrjuðu betur en Snæfell- ingar náðu forystunni um miðjan annan leikhluta og héldu henni til leiksloka. Snæfellingar sigruðu í báðum leikjum sínum gegn Hamri í átta liða úrslitum og öllum þrem- ur gegn Njarðvík í undanúrslitum og í gærkvöldi urðu þeir fyrsta félagið sem sigrar í fyrstu sex leikjum sínum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflavíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 9-3 og 13-8 en staðan var 23-18 þeim í hag eftir fyrsta leikhlutann. Snæfellingar mættu tvíefldir til leiks í öðrum leikhluta og skoruðu fyrstu átta stigin. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum var staðan orðin 31-25 Snæfelli í vil. Snæfellingar leiddu 41-38 í hléi en um miðjan þriðja leik- hluta var forysta þeirra orðin fjórtán stig, 56-42. Keflavíkingar náðu að minnka forskotið í fimm stig, 61-56, fyrir lok leikhlutans. Spennan var gríðarlega á lokamínútunum. Snæfellingar leiddu 79-76 og fengu bæði lið færi til bæta sína stöðu en ekkert gekk upp í látunum utan þess að Corey Dickerson skoraði úr víta- skoti og tryggði sigur Snæfells við gríðarlegan fögnuð um 700 heimamanna sem fylltu íþrótta- húsið í Hólminum. Corey Dickerson skoraði 33 stig fyrir Snæfell en Hlynur Bær- ingsson skoraði tólf stig og tók 20 fráköst. Edmund Dotson skoraði einnig tólf stig og náði níu frá- köstum. Sigurður Þorvaldsson og Dondrell Whitmore skoraði níu stig en Whitmore lék mjög vel í vörninni og náði að halda Nick Bradford niðri. Derrick Allen var atkvæða- mestur Keflavíkinga með 29 stig og ellefu fráköst. Hann lék sér- staklega vel í fjórða leikhluta og skoraði tíu stig. Snæfellingum gekk mjög illa að hemja hann og fengu margar villur við að reyna að stöðva hann. Nick Bradford skoraði 20 stig, náði þrettán fráköstum og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti hins vegar aðeins úr einu af tíu þriggja stiga skotum. Keflavíkingum gekk mjög illa að hitta úr þriggja stiga skotunum. Aðeins þrjú af 22 hittu. Gunnar Einarsson skoraði þrettán stig, öll í seinni hálfleik. Það voru góðu tíðindin fyrir Kefl- víkinga að fá hann inn í liðið að nýju eftir meiðsli. ■ HLYNUR BÆRINGSSON Skoraði tólf stig fyrir Snæfell í gær og tók tuttugu fráköst. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FH-INGAR BYRJUÐU VEL FH-ingar sigruðu Hauka með ellefu marka mun í fyrsta leik félaganna um sæti í átta liða úrslitum RE/MAX-deildar kvenna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.