Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2004, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 02.04.2004, Qupperneq 50
34 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR Sú ánægjulega þróun hefurátt sér stað í myndasögulífi landsmanna að stúlkur á ferm- ingaraldri eru orðnir áhuga- samir lesendur teiknibók- mennta og viðskiptavinahópur myndasöguverslunarinnar Nexus er því að taka miklum breytingum. Stelpurnar virðast heillast sérstaklega af japanska teiknistílnum sem kenndur er við Manga og nú er upp undir helmingur þess efnis sem versl- unin selur undir þessum japön- sku áhrifum. Miðaldaævintýrið um Inu- Yasha nýtur mikilla vinsælda og bækurnar í röðinni One Piece renna út eins og heitar lummur. One Piece sögurnar eru vinsælustu teiknimynda- sögurnar í Japan um þessar mundir en samnefndir sjón- varpsþættir njóta einnig gríð- arlegra vinsælda í landi hinnar rísandi sólar. Í þessari fyrstu One Piece bók er kynntur til sögunnar pjakkurinn Monkey D. Fluffy sem heillast af sjóræningjum sem taka stundum land í heima- bæ hans. Þegar hann vex úr grasi heldur hann á haf út, einn í árabáti, með það fyrir augum að verða konungur sjóræningj- anna. Hann lendir í ýmsum hremm- ingum og skemmtilegum ævin- týrum í fjörugri bók sem unga fólkið gleypir við og sagan er það skemmtileg að gamlir nördar gætu jafnvel freistast til þess að eltast við fleiri kafla í One Piece bálknum. Þórarinn Þórarinsson Sjóræninginn í japönsku öldunni Umfjöllunmyndasögur ONE PIECE: Romance Dawn SÝND kl. 6, 8 og 10 Bráðfyndin grínmynd sem hefur farið sigurför um heiminn. Vann Óskarinn sem BESTA ERLENDA MYNDIN og tilnefnd fyrir besta handrit. Algjör perla! FINDING NEMO kl. 4 M. ÍSL. TALI BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 M. ÍSL. TALITWISTED kl. 10.10 B.i. 16 ALONG CAME POLLY kl. 8 og 10.10 KÖTTURINN MEÐ HATTINN kl. 4 og 6 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 8 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 4, 6, 8, 10.10SÝND kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 4 og 6 MEÐ ÍSL. TALI SÝND kl. 10.30 B.i. 16 SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 H A L L E B E R R Y Hann mun gera allt til að verða þú SÝND kl. 8 og 10.30 SÝND kl. 8 og 10.30 B.i. 16 SÝND Í LÚXUSSAL kl. 8 og 10.30 Ein umtalaðaðasta og aðsóknarmesta kvikmynd allra tíma HHH1/2 kvikmyndir.com HHH Skonrokk HHH Skonrokk Sýnd kl. 3.40 og 5.50 MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8 MEÐ ENSKU TALI Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það. SÝND kl. 6, 8 og 10.05 B.i. 12 Sýnd kl. 6 MEÐ ÍSL. TALI SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.45 LORD OF THE RINGS SÝND Í LÚXUS kl. 4 B.i. 12 SÝND kl. 8 og 10.10 B.i. 16 AMERICAN SPLENDOR kl. 10.05 WHALE RIDER kl. 6 og 8 COLD MOUNTAIN kl. 8.10 B.i. 16 Hann mun gera allt til að verða þú Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki HHH Skonrokk Án efa einn besti spennuhrollur sem sést hefur í bíó. Myndin fór beint á topp- inn í Bandaríkjunum fyrir tveimur vikum og hefur slegið hryllilega í gegn. Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið... endalaust! af fólkiFréttir af fólkiFréttir Leikkonan Debra Messing, semleikur hina stressuðu Grace í sjónvarpsþáttunum Will&Grace, hefur verið skipað af lækni sínum að vera fjarverandi tökur á síðustu þátt- unum í núverandi seríu. Messing er við það að eiga og verður að vera rúmliggjandi þangað til að erfinginn kemur í heiminn. Talsmenn leikkonunnar segja þó allt vera í himnalagi og að meðgangan gangi vel. Elijah Wood hefur tekið að séraðalhlutverk í myndinni The Yank sem fjallar um ungan bandarískan nema sem flytur til London og blandast í blóðug átök á milli fótboltabulla. Elijah hefur verið við tökur í London upp á síðkastið og til hans hefur sést á fótbolta- leikjum þar sem hann er eltur á röndum af kvik- myndatökuliði. Leonardo DiCaprio, JenniferAniston, Barbra Streisand, Meg Ryan og Kevin Costner gáfu öll vinnu sína á dögunum til söfn- unar á fé fyrir væntanlegt for- setaframboð demókratans Johns Kerry. Hollywood-leikar- arnir virðast ófeimnir við að sýna hvar þau standa í pólitíkinni og margir vilja hreinlega leggja sig alla fram til þess að koma George W. Bush frá völdum. Leikararnir tóku þátt í tveggja daga söfnun- arátaki og náðu um 2,7 milljónum dollara í kassann fyrir Kerry. Michael Jackson er frekar fúllút í fyrrum félaga sinn og upptökustjóra Quincy Jones. Ástæðan er sú að Jones neitaði fallna poppkónginum um að koma fram á stórtónleik- um sem verið er að skipuleggja í Róm. Þeir eru haldnir undir yfir- skriftinni We Are the Future og nú þegar hafa Norah Jones, Sting og Jay-Z boðað komu sína. Jackson vonast til að fram- koma sín í Róm geti hjálpað til við að bjarga ímynd sinni. Jones vill ekki hleypa honum að vegna þess að nálægt tónleikunum koma 2000 börn á aldrinum 5–8 ára og telur upptökustjórinn að það boði ekki gott að sýna Jackson umvafinn börnum á meðan hann berst við ásakanir um kynferðisbrot á börn- um í réttarsalnum. Breska leikkonan MinnieDriver segist ekki skilja í þeim kvikmyndastjörn- um sem kvarti og kveini yfir ágengum ljósmynd- urum. Hún segir það mun auðveldara verk að forðast linsuaugað en margir haldi. Gald- urinn sé að halda sig fjarri þeim stöðum sem eru vinsælir af fræga fólkinu. Og auð- vitað að fara ekki úr fötunum á stöðum sem mögulega sé hægt að taka myndir af fólki. Svo auð- velt sé það nú.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.