Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 8
8 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Fortíðin er fegurri „Ég hef ekki heyrt annað en flestir stjórnmálamenn séu fylgjandi jafnrétti, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Það virðist því sem Björn lifi í fortíðinni en ekki nútíðinni.“ Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Há- skóla Íslands, Fréttablaðið 8. apríl. Þetta vissum við ekki „Ég leyfi mér að efast um að Íslendingar átti sig á því hví- líkt afrek ritstjórar Morgun- blaðsins, Matthías Johannes- sen og Styrmir Gunnarsson, unnu þegar þeir breyttu blaði sínu úr stokkfreðnu íhalds- málgagni og flokksbundinni þrætubók í almennt og opið málgagn allra Íslendinga.“ Pétur Pétursson, Morgunblaðið 8. apríl. Orðrétt MALASÍA, AP Þrír menn vopnaðir eldsprengjum, sveðjum og exi réðust inn í sendiráð Mjanmar í Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, í fyrradag. Árásarmenn- irnir særðu háttsettan embættis- mann og kveiktu í byggingunni. Malasíska lögreglan segist hafa handtekið árásarmennina þrjá og meintan vitorðsmann þeirra. Mennirnir, sem eru mjan- marskir múslimar, höfðu sótt um pólitískt hæli í Malasíu en mjan- marska sendiráðið hafði neitað að staðfesta gögn sem fylgja áttu umsókn þeirra. Þremenningarnir klifruðu upp eftir veggjum sendiráðsins og réðust inn í bygginguna. Þeir ógnuðu starfsfólkinu með sveðj- um og exi og kveiktu í bygging- unni. Yfir þrjátíu slökkviliðs- menn voru kallaðir á vettvang og tók það um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Þá hafði framhliðin hrunið til grunna og miklar skemmdir orðið á innvið- um hússins. Herforingjastjórnin í Mjan- mar hefur fordæmt árásina og heitið því að efla öryggisgæslu við sendiráð sín um heim allan. ■ MEXÍKÓ, AP Fertug mexíkósk kona ól heilbrigðan dreng eftir að hafa gripið til þess að örþrifaráðs að gera keisaraskurð á sjálfri sér með eldhúshnífi. Konan býr í fátæku sveita- þorpi í Mexíkó þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn og næsta sjúkrahús í átta klukku- stunda fjarlægð. BBC hefur það eftir læknum á sjúkrahúsinu í San Pablo að konan hafi drukkið þrjú glös af sterku víni áður en hún hóf hnífinn á loft. Í þriðju til- raun tókst henni að rista gat á kviðarholið og koma drengnum út. Konan sendi börn sín eftir hjúkrunarkonu, sem saumaði saman sárið með bómullarþræði. Móðir og barn voru síðan flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. ■ Leifsstöð: Farþegum fjölgar enn FERÐAÞJÓNUSTA Farþegum sem fara um Leifsstöð hefur fjölgað um tæp tíu prósent frá síðasta ári og þrettán prósent ef aðeins er miðað við marsmánuð. Þeim farþegum sem millilenda hér á landi á leið sinni yfir Atlants- hafið hefur fjölgað enn meir, um 34 prósent. Alls hefur því far- þegum um stöðina fjölgað um 21 prósent það sem af er þessu ári og eru þeir rúmlega 250 þúsund talsins. ■ DÜSSELDORF, AP Ung kona hefur játað að hafa hringt inn sprengjuhótun í september í fyrra til að komast hjá því að fara í ferðalag með kærastanum sínum. Flugvellinum í Düssel- dorf var lokað í sex klukkustund- ir eftir að hótunin barst meðan leitað var að sprengju. Marina Busbosnjac hefur ver- ið ákærð og dregin fyrir rétt í Düsseldorf. Þegar hún var kölluð í vitnastúku viðurkenndi hún að hafa hringt inn hótunina í von um að fluginu yrði aflýst. Busbosnj- ac sagðist hafa viljað halda sam- bandinu leyndu fyrir fjölskyldu sinni en ekki hafa þorað að ræða það við kærastann. Saksóknarar krefjast þess að Busbosnjac verði dæmd í þriggja ára fangelsi. ■ VIÐSKIPTI Almennur innflutningur í mars hefur aukist um 30% sam- anborið við mars í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum um innheimtu virðisaukaskatts sem birtar eru í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fluttar inn vörur fyrir 20,5 milljarða króna í mars. Er þá inn- flutningur skipa og flugvéla ekki reiknaður með. Eins og áður sagði er þetta mikill viðsnúningur frá mars í fyrra sem og frá febrúar- mánuði síðastliðnum þegar flutt- ar voru inn vörur fyrir 14 millj- arða. Samanlagður innflutningur fyrstu þriggja mánaða þessa árs borinn saman við sömu mánuði í fyrra leiðir í ljós tæplega fjórð- ungs aukningu innflutnings milli ára að raungildi. Samkvæmt fjármálaráðuneyt- inu skýrist þessi aukning af meiri innflutningi hrá- og rekstrarvöru sem og fjárfestingavöru. Inn- flutningur sem tengist einka- neyslu hefur einnig aukist nokkuð milli febrúar og mars. Innflutn- ingur bifreiða jókst um 25% og innflutningur annarra neysluvara eins og til dæmis fatnaðar jókst um 10%. Fjármálaráðuneytið telur að þrátt fyrir aukningu í innflutningi gæti vöruskiptajöfnuðurinn orðið jákvæður í mars. Skýrist það að- allega af því að gera má ráð fyrir því að útflutningur sjávarafurða verði meiri í mars en í janúar og febrúar. Toppur í saltfisksölu er í kringum páska og þá er talið að útflutningsverðmæti frystrar loðnu og loðnuhrogna verði meiri í ár en í fyrra. Þá telur ráðuneytið einnig að álútflutningur verði meiri í mars en fyrstu tvo mánuði ársins. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var vöruskiptajöfn- uður jákvæður um 254 milljónir króna fyrstu tvo mánuði ársins miðað við rúma 2 milljarða króna fyrstu tvo mánuði ársins 2003. ■ Ráðist inn í mjanmarska sendiráðið í Kúala Lúmpúr: Embættismaður höggvinn með exi SENDIRÁÐIÐ Í LJÓSUM LOGUM Malasískir slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds í sendiráði Mjanmar í Kúala Lúmpúr. Mexíkósk móðir: Framkvæmdi keis- araskurð á sjálfri sér Kona játar sprengjuhótun: Vildi ekki ferðast með kærastanum SUNDAHÖFN Innflutningur bifreiða jókst um 25% milli febrúar og mars og innflutningur annarra neysluvara eins og til dæmis fatnaðar jókst um 10%. Innflutningur jókst um 30% Viðsnúningur hefur orðið í innflutningi til landsins. Fjármálaráðuneyti telur að vöru- skiptajöfnuður geti orðið jákvæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.