Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 54
Málshættir eru ómissandi ápáskum og samkvæmt hefð- inni ætti að minnsta kosti einn slík- ur að leynast í hverju súkkulaðieggi sem opnað verður á morgun. Sam- kvæmt hefðbundinni skilgreiningu er málsháttur fullgerð málsgrein sem oftast felur í sér lífsspeki eða almenn sannindi og inniheldur oft ljóðstafi og stundum rím. Þessir gömlu góð málshættir áttu páskaeggjamarkaðinn á árum áður og oftar en ekki fengu margir úr sömu fjölskyldu til dæmis máls- hættina „Morgunstund gefur gull í mund“ og „Brennt barn forðast eld- inn“. Málsháttaflóra páskaeggjanna hefur orðið fjölbreyttari á seinni árum og þessi hefur til að mynda verið að skjóta upp kollinum: „„Hérna syndum við stórfiskarnir“, sagði hornsílið“. Jakobína Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Mónu, staðfestir að þar á bæ hafi verið reynt að auka á fjölbreytni páskaeggjaviskunnar. „Okkur hefur fundist að fólk vildi fá eitthvað meira, þannig að við höfum leitað út fyrir þessa klassísku máls- hætti og farið út í spakmæli. Þar er líka meira úrval eins og „snúðu and- litinu í sólina og þá sérðu ekki skuggann,“ sem Helen Keller sagði einhvern tíma. Við erum líka með ástaregg, þar sem við höfum máls- hætti og spakmæli sem snúa að ást- inni og stefnum að því að búa til vellíðunartilfinningu hjá þeim sem fær eggið. Þróunin verður þannig að við notum meira spakmæli. Það er endalaust hægt að nota falleg spakmæli.“ Á vefsíðunni mona.is/Pask- ar2004/ er páskaleikur og þar má finna dæmi um spakmæli eins og: „Dropi af sönnum kærleik er meira virði en hafsjór af vísindum“, „Vit- ur maður er seinmæltur og hrað- virkur“, „Hamingjan er eins og koss: maður verður að njóta hennar með öðrum til að eiga hana“ og „Segðu ekki allt sem þú hugsar, en hugsaðu allt sem þú segir“. Helgi Vilhjálms- son, forstjóri Góu, er á haus í sælgætis- framleiðslu alla daga og hefur ekki tíma til að hafa áhyggjur af m á l s h á t t u n u m . „Prentsmiðjan sér um og skaffar málshættina. Við erum bara á fullu að koma þeim inn í egg- in. Fólk virðist lesa málshættina meira en það gerði en stundum skil ég þá ekki sjálfur þessa hefð- bundnu og er að hugsa um að breyta þessu kannski eitthvað á næstu árum.“ Nói-Siríus stendur traustum fótum í hefðinni og notar enn gömlu málshættina. „Þetta eru allt hefðbundnir máls- hættir sem við notumst við,“ segir Kristrún Hrólfsdóttir, matvæla- fræðingur hjá Nóa. „Þeir eru rúm- lega 400 og forstjórinn velur þá sjálfur og notar til þess ýmsar máls- háttabækur.“ Sverrir Stormsker tónlistarmað- ur er sjálfsagt afkastamesti máls- háttasmiður samtímans en árið 1993 gaf hann út safn 1.240 frumsaminna málshátta í bókinni Stormur á skeri. „Ég hef nú heyrt eitthvað af því að málshættirnir mínir séu farnir að villast inn í páskaegg. Þetta er eitthvað sem ég þarf að grafa upp og koma þessum páska- eggjaframleiðendum í skilning um að það eru höfunda- réttarlög í landinu. Þau hljóta að gilda um málshætti líka,“ sagði Sverrir þegar Fréttablaðið náði tali af honum þegar hann var við upp- tökur í hljóðveri á föstudeginum langa. Málshættirnir hér á síðuni eru úr bók Sverris frá 1993 en hann gaf sér tíma í gær til að hrista fram nokkra í takt við nýja tíma. „Þar sem það er mikið verið að ferma núna dettur mér í hug: „Oft kemur presturinn fermingarbörnum á kné“. Þessi endalausu bankarán alltaf hreint kalla á þennan: „Sjald- an renna tvær grímur á bankaræn- ingja“ og svo er hér einn persónu- legur: „Þegar hús náungans brennur, hlýnar mörgum um hjartarætur“,“ segir Sverrir, sem lenti í því fyrr á árinu að það brann ofan af honum. ■ Hrósið 46 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR ... fær Arnar Jónsson leikari fyrir að lesa alla Passíusálmana upp- hátt í Hallgrímskirkju í gær. Lesturinn tók um fimm klukku- stundir. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Sigfús Grétarsson. Íslensk olíumiðlun ehf. Tinna Gunnlaugsdóttir. Upplýsingar í síma: 561 5620 VORNÁMSKEIÐ HEFST 17 APRÍL! s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! Full búð af nýjum vörum FreeWalker Sport Herra 21104 Twist Eucalyptus Dömu 93427 Viskan í páskaegginu Páskar MÁLSHÆTTIR ■ Eru fastur liður í sælgætisáti pásk- anna en hvaðan koma þeir og hver á þá? Nói Siríus notar þá sígildu en Sverrir Stormsker býr til sína eigin. Sá sem ekki kann að gelta má hundur heita Ólukku kennir óheppinn maður Ekki er saga svipur hjá sjón Betra er að vera niðursokkinn en djúpt sokkinn Sjaldan fara sköllóttir menn í hár saman Oft eru byssumenn með fleiri en eina konu í sigtinu SVERRIR STORMSKER „Hinn gráðugi fær aldrei nóg en allir fá nóg af honum,“ segir Sverrir þegar hann er beðinn um að koma með nýjan málshátt á hraðbergi. Hann er á kafi í stúdíóvinnu og er því ekki að vinna við forsetaframboð Ástþórs Magnússonar. „Ég held að það sé mikilvægt að ég noti þetta tækifæri til að leiðrétta þann misskilning. Það er alltaf verið að spyrja mig hvernig gangi hjá okkur Ástþóri. Ég kem hvergi nálægt þessu og þó ég feginn vildi hef ég allt annað við tíma minn að gera.“ HELGI Í GÓU Má ekkert vera að því að elta uppi málsætti. Prentsmiðjan sér um það en Helgi og hans fólk hafa svo ekki und- an við að moka þeim í páskaeggin. Rocky Hvað í horngrýti meinarðu að hún nuddaði öðru brjóst- inu utan í þig? Þetta var í afmælispartíinu þínu, við vorum að spjalla saman í eldhúsinu og eftir smá stund varð hún svolítið... drusluleg! Og hvað svo??! Sko, ef við segjum að þetta brauð hérna sé brjóstið á henni, þá stóð hún hérna og ég nuddaðist utan í hana svona... Arrgghhh!! Hvað þarf hún eiginlega alltaf að nudda brjóstunum alls staðar?! Eins og ég hafi ekki alltaf verið að káfa á þeim!! Þetta er morgunmatur- inn minn... Vertu rólegur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.