Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 19 Eigandi japansks veitingastaðar íKunmig í Kína þóttist heldur betur hafa fengið góða hugmynd þegar hann ákvað að bera sushi- rétti fram á alveg nýjan og ferskan hátt. Hann réð tvær ungar konur, nýútskrifaðar úr skóla, til að leggj- ast kviknaktar á borð og lét starfs- menn þekja þær laufum og blóm- um. Ofan á þessi herlegheit var rað- að sushi-réttum. Þetta glæsilega hlaðborð var síðan rækilega aug- lýst. Það var ekki beint ódýrt að snæða af því, um 10.000 íslenskar krónur, sem er á við tvöföld mánað- arlaun kínversks verkamanns. Eng- ar sögur fara af því hvernig matur- inn smakkaðist það eina kvöld sem boðið var upp á sushi-hlaðborðið. Einhverjum gestum blöskraði hins vegar að ungar naktar konur væru komnar í hlutverk diska og kærðu hlaðborðið til lögreglunnar á þeim forsendum að verið væri að niður- lægja konur. Kínverska lögreglan brást skjótt við, eins og hennar var von og vísa, og bannaði eigandanum að bera fram sushi á þennan sér- kennilega hátt. Lögregluyfirvöld sögðu að ástæðan fyrir banninu væri sú að konurnar hefðu ekki get- að sýnt heilbrigðisvottorð og auk þess hefði mjög skort á að þær væru sómasamlega klæddar. ■ NAKIÐ HLAÐBORÐ Hlaðborð með nöktum konum hefur nú verið bannað í Kína. nað Kínverska lögreglan hafði afskipti af japönskum veitingastað: Nakið hlaðborð ban jóna prestslegur, eða jafnvel biskupsleg- ur, enda gegndi hann biskupsemb- ættinu í heil 22 ár, lengur en aðrir í seinni tíma, og er biskupsímyndin holdi klædd. Sama máli gegnir um tvímenningana sem voru biskupar Íslands á milli feðganna, þá Pétur Sigurgeirsson og Ólaf Skúlason, þeir eru auðvitað afar sannfærandi að sjá. Konur eru líka prestar Konum í stéttinni hefur snar- fjölgað frá því að Auður Eir Vil- hjálmsdóttir vígðist til prests, fyrst íslenskra kvenna, árið 1974. Auður er prestsleg að sjá enda stafar af henni mildi og hlýja í bland við visku og þekkingu. Einnig var Anna Sigríður Pálsdóttir í Grafarvogi nefnd til sögunnar en fleiri kven- kyns klerkar ekki. Viðmælendum blaðsins bar saman um að konur séu almennt ekki jafn prestslegar og karlar að sjá, þó þær séu engu síðri prestar. Enda er það væntanlega ekki hið prestslega útlit sem skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft, heldur boðskapurinn. bjorn@frettabladid.is SÉRA BOLLI GÚSTAVSSON Fyrrum Hólabiskup þykir einkar prestslegur. Skegg hans og hár skapa því sem næst full- komið prestsútlit og gera hann í raun að viðmiðun um hvernig prestur á að líta út. SÉRA SIGURÐUR SIGURÐSSON Svart hárið og skarpur svipurinn gerir hann tignar- legan og fer kraginn hon- um einstaklega vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.