Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 16
Þetta eru gömlu áramótin semhafa verið haldin hátíðleg í áraraðir í Taílandi,“ segir Páll Júl- íusson, formaður Taílensk-Ís- lenska félagsins um Songkran-há- tíðina sem er haldin hátíðleg frá 13. til 15. apríl. „Songkran þýðir ánægjulegar breytingar og er því tími um- breytinga; út með gamla tímann og inn með hinn nýja. Hátíðin hef- ur þróast út í það að standa í heila viku og byrjar á því að fólk er að skvetta smá vatni hvert á annað. Það kemur af því að munkarnir skvettu vatni á fólk til að blessa það. Fólk fer svo að draga fram vatnsbyssurnar og svo föturnar og endar í miklu vatnsstríði á milli húsa og fyrirtækja. Því lýk- ur svo á Songkran og þá er betra að fara ekki út nema í stuttbuxum og bol og geyma allt heima sem ekki má blotna. Þá eru vatnslitirn- ir komnir í spilið og fólk kemur heim mjög skrautlegt.“ Taílensk-Íslenska félagið ætlar að halda daginn hátíðlegan með mikilli veislu á Broadway klukkan 18.30 í dag. „Þetta verður stór- kostleg hátíð. Við fáum til okkar mikið af fólki frá útlöndum, taí- lenski sendiherrann í Kaup- mannahöfn, varasendiherrann í Svíþjóð og íslenski sendiherrann í Taílandi verða hjá okkur. Svo verðum við með alls konar taí- lensk skemmtiatriði, dans, línu- dans og magadans og Kalli Bjarni skemmtir. Þá kemur taílensk hljómsveit frá Noregi og spilar fyrir dansi.“ ■ 16 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR ■ Konan mín Það var mikill sorgardagur fyr-ir marga aðdáendur Bítlanna þegar Paul McCartney lýsti því formlega yfir að hljómsveitin væri hætt, þegar hann gaf út fyrstu sólóplötu sína, McCartney. Á næstu árum vann hann mikið með hljómsveitinni Wings ásamt konu sinni Lindu sem spilaði á hljómborð. Áratug síðar gaf hann út aðra sólóplötu sína, McCartn- ey II. Paul, John Lennon og George Harrison höfðu spilað saman í þrjú ár þegar þeir tóku upp nafn- ið The Beatles árið 1960. Ári síð- ar flökkuðu þeir á milli þýskra kráa þar sem þeir tróðu upp og 1961 spiluðu þeir fyrst í Cavern klúbbnum í Liverpool, þar sem þeir áttu eftir að troða upp 300 sinnum allt til 1963. Bítlamanían hófst svo þegar þeir komust á breska vinsældalistann 1963 og þann bandaríska ári síðar. Hljóm- sveitin átti tuttugu lög í efsta sæti Billboard-popplistans og engin hljómsveit hefur slegið það met. Þegar Paul lýsti yfir endalok- um Bítlanna höfðu þeir ekki kom- ið saman opinberlega síðan í jan- úar 1969 þegar þeir héldu hálf- tíma langa tónleika, öllum að óvörum, á þaki skrifstofubygg- ingar Apple-fyrirtækisins í London. Jónas Kristjánsson handritafræðingur er áttræður. ■ Jarðarfarir 14.00 Ásta Ketilsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju. 14.00 Eglína Guðmundsdóttir, Garð- vangi, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju. 14.00 Elísabet Hallgrímsdóttir, Eyjaseli 3, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju. 14.00 Steinunn Þorsteinsdóttir, Ennis- braut 8, Ólafsvík, verður jarðsung- in frá Ólafsvíkurkirkju. ADOLF INGI ERLINGSSON Adolf Ingi Erlingsson, íþrótta-fréttamaður. „Við erum búin að vera saman í ein 26 ár og hún er lítil, rauðhærð, sæt og betri en nokkuð annað.“ ■ Frá árinu 2000 hefur veriðhaldin messa á páskadags- morgun í Þingvallakirkju um leið og sól rís og nýr dagur rennur upp. Þessi siður er þó síður en svo nýr af nálinni hjá kristnum mönnum og hefur lengi verið haldinn víða um heim. Það er hópur áhugafólks um helgihald á Þingvöllum sem stendur að guðs- þjónustunni í samráði við sóknar- prest og séra Bernharður Guð- mundsson Skálholtsrektor þjónar fyrir altari eins og undanfarin ár. „Páskapredikunin að þessu sinni verður lesin úr hinu forna ræðusafni, Íslenskri hómilíubók. Hún mun hafa verið skrifuð á 12. öld en boðskapur hennar gildir jafnt nú sem þá,“ segir séra Bernharður og bætir við: „Minnst verður atburða hins fyrsta páskadags í kristninni, er konurnar biðu sólaruppkomu og nýs dags, svo að þær gætu farið að gröf Jesú Krists og gert líki hans til góða. Þær urðu síðan fyrstu vitnin að upprisu Jesú, er þær komu að hinni tómu gröf og engillinn tjáði þeim að Kristur væri upprisinn. Síðan hefur því verið fagnað um allan hinn kristna heim á hverjum páskum, enda er upprisan grundvöllur kristinnar trúar.“ En hvenær verður sólar- upprás á páskamorgun? „Sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar verður sólarupprás á Þing- völlum klukkan 6.09 en hins veg- ar þarf sólin að klífa upp fyrir fjallahringinn í austri áður en geislar hennar ná til þeirra er bíða komu nýs dags. Um leið og það gerist hefst guðsþjónustan í Þingvallakirkju, eða um klukkan 6.30, og hingað til hefur kirkjan verið yfirfull. Þess má geta að eftir messuna verður sannkallað hlaðborð þar sem dúkur verður breiddur á hlaðinn kirkjugarðs- vegginn og kirkjugestir safnast saman á hlaðinu og njóta kirkju- kaffis og eru allir að sjálfsögðu velkomnir,“ segir séra Bernharð- ur að lokum. ■ Páskamessa SÉRA BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON ■ predikar á Þingvöllum við sólarupprás á páskadag. Áramót TAÍLENSK-ÍSLENSKA FÉLAGIÐ ■ Heldur Songkran hátíðlegt á Broad- way í dag. OMAR SHARIF Leikarinn og bridge-spilarinn er 72 ára. 10. apríl ■ Þetta gerðist 1849 Walter Hunt fær einkaleyfi í Bandaríkjunum á hönnun sinni á öryggisnælunni. 1912 RMS Titanic siglir frá South- ampton í Englandi í jómfrúarferð sína. 1919 Emiliano Zapata er drepinn í Mexíkó. 1925 Gatsby hinn mikli eftir F. Scott Fitzgerald kemur út. 1941 Króatía lýsir yfir sjálfstæði. 1942 Bataan-dauðagangan hefst. 1972 Sjötíu þjóðir skrifa undir sátt- mála gegn notkun lífefnavopna. 1972 Charlie Chaplin er veittur heið- ursóskar. 2000 M*A*S*H leikarinn Larry Linville deyr í New York sextugur að aldri. Endalok Bítlanna BÍTLARNIR ■ Paul McCartney tilkynnir að hann sé hættur í hljómsveitinni. 10. apríl 1970 Messað á Þingvöllum við sólarupprás BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON Þjónar fyrir altari á Þingvöllum eld- snemma að morgni páskadags. HALEY JOEL OSMENT Leikarinn ungi er 16 ára í dag. ■ Afmæli Áramót í apríl SYSTURNAR WIMONRAT, WONPHET, WATTANA, DARARAT OG PHANWONG SAITHAKHAM, ÁSAMT DANSHERRUM Frá Songkran-hátíðinni í fyrra þegar danshópurinn sýndi listir sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.