Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 24
Ég var 11 ára þegar ég byrjaði aðfikta við tónlistina,“ segir Geir- mundur. Hann bjó þá með fjöl- skyldu sinni á bænum Geirmundar- stöðum í Skagafirði og þeir bræð- urnir fengu lánaða harmonikku hjá grönnum sínum. Þannig hófust af- skipti Geirmundar af tónlist og hafa þau staðið sleitulaust síðan. En það var ekki tilviljun ein sem réði því að hann hneigðist til tónlist- ar: „Það var mikil músík í foreldr- um okkar, þau voru bæði í kórum og svona. Svo var líka mikið hlustað á tónlist á heimilinu, þá ekki síst harmonikkutónlist.“ Eftir þriggja ára æfingatímabil þeirra bræðra létu þeir til skarar skríða og fikruðu sig út á ballmark- aðinn. „Ég var 14 ára þegar ég spil- aði fyrst á balli. Þá vorum við bræð- urnir á nikkum og ég söng, og svo var trommari úr sveitinni með okk- ur. Skömmu síðar færði ég mig svo yfir á gítarinn,“ segir Geirmundur, sem er kallaður Geiri af vinum og kunningjum og af því varð nafn hljómsveitarinnar til. „Hún hét Rómó og Geiri.“ Gríðarlegar vinsældir Geirmundur hefur samið á ann- að hundrað lög um ævina og þau hafa öll komið út á plötum. „Ég á aldrei neitt á lager,“ segir hann, „ég sem bara þegar ég þarf að semja.“ Fyrstu lögin voru svo samin eft- ir pöntun. „Einu sinni sem oftar stóð kvenfélagið hér fyrir dægurlaga- keppni og svo illa vildi til að aðeins átta lög höfðu borist í keppnina. Það þurfa að vera tíu lög í svona úrslit- um og því var ég beðinn um að semja tvö lög. Ég hafði aldrei gert þetta áður en það tókst svo vel til að lögin höfnuðu í 1. og 3. sæti.“ Þessi lög hétu Nú er fjör á Króknum og Ástaróður og eru löngu gleymd að sögn Geirmundar. Fyrstu lögin hans sem vöktu verulegar vinsældir komu svo út árið 1972 og eru enn mörgum í fersku minni enda í góðri sveiflu – skagfirskri sveiflu. Þetta voru Nú er ég léttur og Bíddu við. „Þá voru gefnar út tveggja laga plötur og við bjuggumst við að þessi lög yrðu vin- sæl. Pálmi Stefánsson í Tónabúðinni á Akureyri rak þá Tóna- útgáfuna og við vorum sammála um að Nú er ég léttur yrði vinsælla. Þess vegna var ákveðið að gefa Bíddu við út á und- an og láta hitt svo koma í kjölfarið.“ Skemmst er frá því að segja að Bíddu við ætlaði alla að æra, svo gott þótti það, og til merkis um það má nefna að það sat á toppi vinsældalistans í Lögum unga fólksins í tíu vikur samfleytt. Nú er ég léttur náði aldrei þessum miklu vinsæld- um og komst aðeins í 5. sæti listans. Sveitaböllin búin Geirmundur er mjög duglegur við að fara um landið og spila á böllum og þeir eru fáir staðirnir sem hann hefur ekki komið á. Líkast til hefur hann spilað í flestum félagsheimilum landsins en þau voru lengi vel helsti vettvangur skemmtana landsmanna. Það hefur þó breyst. „Ballmenningin hefur breyst mikið með árun- um. Sveitaböllin eru svo gott sem liðin undir lok ef undan eru skilin rétta- böll og þorrablót.“ Í stað- inn hafa skemmtanirnar færst inn á vínveitinga- hús í þéttbýlinu og stemningin er önnur eft- ir því. Geirmundur syngur sjálfur hástöfum á böll- um en á plötunum hefur hann notið aðstoðar margra stórsöngvara. „Helga Möller hefur sungið mikið með mér enda pössum við vel sam- an. Ari Jónsson hefur líka sungið mörg lög eftir mig og einnig Guð- rún Gunnarsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Snörurnar, Rúnar Júlí- usson og Páll Rósinkranz svo ein- hverjir séu nefndir.“ Og hann er ekki amalegur liðs- aukinn sem Geirmundur fær á nýju plötunni sem kemur út í tilefni af sextugsafmælinu. „Þarna eru bara skagfirskir söngvarar, Álftagerðis- bræður, Jóhann Már og fleiri góðir,“ segir Geirmundur, sem hafði söngv- arana sérstaklega í huga þegar hann samdi lögin en mörg þeirra eru sönglög þó að einnig séu danslög innan um. Rollurnar skemmtilegri en hrossin Þó að tónlistin sé ær og kýr Geirmundar er hún ekki eina áhugamál hans, hann á jörðina Geirmundarstaði í Skagafirðinum og heldur þar bæði hross og kindur. Ógjörningur er að fá Skagfirðinga til að gefa upp hrossafjölda sinn en vert að prófa að spyrja. „Þú veist það að þú spyrð ekki Skagfirðinga um hversu mörg hross þeir eiga,“ svarar Geirmundur, en bætir svo við: „Þau eru á milli 20 og 30. Það er engin lygi.“ Geirmundur hefur lítinn tíma til að ríða út en hann er með mann í tamningum hjá sér og dundar við að selja hest og hest. Ærnar eru hins vegar um 50. „Ég hef eiginlega meira gaman af roll- unum heldur en hestunum,“ segir Geirmundur en bætir við að hrossa- áhuginn sé alltaf að verða meiri og meiri. Það er merkilegt út af fyrir sig að Geirmundur á Geirmundarstaði. „Foreldrar mínir áttu þessa jörð á sínum tíma og hér var mitt æsku- heimili. Ég keypti svo hlut bróður míns eftir þeirra dag.“ Sæmundur hét landnámsmaður og sonur hans var Geirmundur. Þeir byggðu jörðina sem Geirmundur á nú en í tíð Sæmundar hét hún Sæ- mundarstaðir og að föður sínum gengnum skírði Geirmundur hana í höfuðið á sjálfum sér. Foreldrar Geirmundar Valtýssonar skírðu svo son sinn eftir jörðinni, já eða land- námsmanninum og nafna hans Sæ- mundarsyni. Tóm vitleysa Geirmundur hefur alla tíð unnið meðfram spilamennskunni, lengst af í Kaupfélagi Skagfirðinga, þar sem hann heldur um fjármálin. Því var eitt sinn fleygt að hann hefði lif- að alla sína tíð á dagvinnunni og ætti spilalaunin ósnert í banka. Er þetta satt? Þögn og svo skellihlátur. „Þetta er mikill misskilningur. Þeg- ar menn eru með jörð eins og ég og hafa ekki mikið upp úr því þá þarf að kosta miklu til að halda þar öllu við. Þetta er tóm vitleysa.“ Geirmundur hafði sumsé ekki heyrt þessa sögu, sem greinilega er lygasaga en góð engu að síður. Opið hús á mánudag Geirmundur verður sextugur á þriðjudaginn, þann 13. apríl. Hann á 46 ár að baki í tónlistinni en ætlar að halda áfram á þeirri braut enda hef- ur hann mikla ánægju af tónlist. „Ég veit ekki hvernig ég væri ef það væri engin tónlist. Ég kem stundum í heimsókn til fólks og það er að hlusta á útvarpið. Það hlustar á tal- aða málið en slekkur svo þegar tón- listin byrjar. Þetta skil ég ekki. Enda skil ég svo sem ekki allt,“ seg- ir Geirmundur. Í tilefni þessara tímamóta kemur út platan Látum sönginn hljóma og eins og áður sagði eru þar sönglög í bland við danstónlist. Einnig er blásið til stórveislu í Íþróttasalnum á Króknum á mánudagskvöldið. „Þetta verður svaka veisla, húsið opnar klukkan átta og þegar gestir eru sestir hefjast útgáfutónleikarn- ir. Hljómsveit Magga Kjartans leik- ur undir og allir sem syngja á plöt- unni syngja sín lög.“ Geirmundur hlakkar til þessarar stundar en öf- ugt við það sem venja er til verður hann ekki á sviðinu heldur úti í sal, þar sem hann hlustar á listamenn- ina flytja lögin sín. „Síðan verða veitingar, línudans- sýning og kannski einhver smá ræðuhöld. Svo verður bara djamm með mér, Helgu Möller, Ara Jóns og hljómsveit Magga Kjartans,“ segir Geirmundur Valtýsson og tekur fram að húsið sé opið og allir vel- komnir. bjorn@frettabladid.is Fjörutíu og sex ár í bransanum 24 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Opið um helgar frá 10 -16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelaleigan.is Eru framkvæmdir framundan ? Við leigjum þér réttu tækin ALLTAF HRESS Geirmundur Valtýsson leggur mikið upp úr góðu stuði á böllunum sínum. BÍDDU VIÐ FRÁ 1972 FYRSTA TOPPLAG GEIRMUNDAR D Við skólahliðið ég stundum stóð A er stúlka lítil hljóp til mín móð A7 Og andlit mitt var þá allt sem blóð D A7 D er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér D A A7 D Bíddu við, bíddu við, bíddu vinur eftir mér D7 G - - E7 Æ lofaðu mér að labba heim méð þér A7 Ég skal vera svo væn ef þú vilt í þetta sinn A D ég er svo hrifin af þér elsku Nonni minn D Og árin liðu, við urðum stór A ég út í heiminn á skipi fór A7 Og hugur minn var þá hress og rór D A7 D er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér D A A7 Víst ég vil, víst ég vil, og ég skal bíða eftir þér D7 G - - E7 Og góði besti, gleymdu ekki mér A7 Ég verð þér trygg og trú, það fór tár um hennar kinn B/H ég elska mun þig alltaf Nonni minn (Hækkun í E, taka H hljóm á milli) E En hún beið ekki eftir mér B í einverunni hún gleymdi sér B7 En minningu’ um það í barmi ég ber E B7 E er hún kallaði, er hún kallaði á eftir mér E B B7 E Bíddu við, bíddu við, bíddu vinur eftir mér E7 A - - F# Æ lofaðu mér að labba heim með þér B 7 Ég skal vera svo væn ef þú vilt í þetta sinn E ég er svo hrifin af þér elsku Nonni minn Texti og grip fengin af simnet.is/jommi Geirmundur Valtýsson stendur á tímamótum. Hann verður sextugur þriðjudaginn 13. apríl og fagnar af- mælinu með nýrri plötu og stórveislu þar sem allir landsmenn eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.