Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 4
4 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Munu Bandaríkjamenn ná fram stöðugleika í Írak með aðgerðum sínum þar? Spurning dagsins í dag: Ferðu í kirkju um páskana? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 82% 18% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir KJARASAMNINGAR Almennt verka- fólk í störfum hjá ríkinu nýtur eft- irleiðis sömu kjara og félagsmenn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Um það var samið í samn- ingum Starfsgreinasambandsins og ríkisins en skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara laust fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Meginkrafa SGS laut, auk beinna launahækkana, að jöfnun lífeyrisréttinda og á samnings- tímanum, sem er fjögur ár, hækka framlög ríkisins í lífeyrissjóð úr 6% í 11,5%. Hækkunin verður í þremur skrefum, það fyrsta verð- ur stigið um næstu áramót og hin síðari næstu tvenn áramót þar á eftir. Um leið og lífeyrisréttindin eru jöfnuð takmarkast verkfalls- réttur SGS-félaga til samræmis við starfsmenn ríkisins. Ný launatafla er tekin upp og telur hún 20 flokka með sex starfsaldursþrepum. Lægstu laun samkvæmt töflunni eru 96 þúsund krónur á mánuði en þau hæstu tæpar 188 þúsund krónur. Grunn- launin hækka fjórum sinnum á samningstímanum, fyrst 1. janúar 2005 og þá um 3%, áramótin þar á eftir hækka þau um 2,5% , 1. jan- úar 2007 nemur hækkunin 2,25% og á fyrstu þremur mánuðum árs- ins 2008 eiga launin að hækka um hálft prósent. Þá verða gerðir samningar við hverja ríkisstofnun fyrir sig þar sem samið verður um sérmál við- komandi starfsgreinar eða vinnu- staðar. ■ BAGDAD, AP Ástandið í Írak hefur ekki verið alvarlegra síðan stríðið hófst fyrir ári síðan, að sögn Jack Straw, utanríkisráðherra Breta. Að minnsta kosti 460 Írakar, fjörutíu bandarískir hermenn og tveir aðr- ir hermenn bandalagsríkja hafa fallið í þessari viku í átökum við vígamenn hliðholla sjíaklerknum Muqtada al-Sadr og uppreisnar- menn úr röðum súnnímúslíma. Blóðugir bardagar geisuðu í Írak í gær þegar ár var liðið frá falli Saddams Hussein. Her- námsliðið barðist við uppreisnar- menn úr röðum sjía- og súnnímús- lima víðs vegar um landið og nokkrir óbreyttir borgarar féllu í árásum vígamanna. „Það leikur enginn vafi á því að ástandið nú er mjög alvarlegt og það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyr- ir,“ sagði breski utanríkisráðherr- ann í samtali við BBC. Níu manns fórust þegar upp- reisnarmenn kveiktu í bandarísk- um olíuflutningabíl í útjaðri Bagdad. Sprengju var varpað á steinsteypt skýli við Firdos-torg í miðborg Bagdad, steinsnar frá Sheraton-hótelinu og Palestínu- hótelinu þar sem fjöldi vestrænna blaðamanna og verktaka hefur að- setur. Engin meiðsl urðu á fólki. Í hinni helgu borg Kerbala féllu fimmtán Írakar þegar búlgarskir og úkraínskir hermenn hófu skot- hríð á hóp uppreisnarmanna. Bandaríski herinn náði borginni Kut í suðurhluta landsins aftur á sitt vald í gær eftir að úkraínskir hermenn höfðu flúið undan árás- um herskárra sjíamúslima. Víga- menn hliðhollir sjíaklerknum Al- Sadr berjast við að halda borginni Kufa og miðborg Najaf. Þrír Japanir eru í haldi upp- reisnarmanna sem hóta að brenna þá lifandi ef japönsk yfirvöld kalla hermenn sína ekki heim frá Írak. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, segir að ekki komi til greina að verða við kröfu mann- ræningjanna. Þrír aðrir erlendir ríkisborgarar eru í haldi uppreisn- armanna en óstaðfestar fregnir herma að vígamenn í Abu Ghraib hafi í gær tekið fjóra Ítala og tvo Bandaríkjamenn í gíslingu. L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, lýsti í gær yfir einhliða vopnahléi í Fallu- jah svo hægt yrði að hefja samn- ingaviðræður við uppreisnarmenn og hleypa hjálparstarfsmönnum inn í borgina. Fjöldi manna hefur flúið borgina á undanförnum dög- um, einkum konur, börn og gamal- menni. Bandaríski herinn ákvað að láta til skarar skríða gegn uppreisnar- mönnum í Fallujah eftir að fjórir bandarískir verktakar voru myrtir og lík þeirra brennd og hengd upp á almannafæri í borginni 31. mars. Margir af meðlimum íraska fram- kvæmdaráðsins hafa fordæmt að- gerðirnar í Fallujah. „Það var ekki rétt að refsa öllum íbúum Fallujah. Við lítum svo á að aðgerðir Banda- ríkjamanna séu óviðunandi og ólöglegar,“ segir Adnan Pachachi, sem fram að þessu hefur verið einn helsti bandamaður Bandaríkj- anna í framkvæmdaráðinu. Tveir ráðherrar í írösku bráða- birgðastjórninni hafa sagt af sér embætti. Abdel Basit Turki, ráð- herra mannréttindamála, vék í gær af óþekktum ástæðum en innanrík- ismálaráðherra landsins, Nuri Badran, sagði af sér í fyrradag eft- ir að Bremer lýsti yfir óánægju með störf ráðuneytis hans. ■ Færð á vegum: Hálendisleiðir flestar lokaðar SAMGÖNGUR Langflestar hálendis- leiðir eru lokaðar allri umferð þar sem hætta er á vegaskemmdum vegna aurbleytu, samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni. Akst- ur eru þó heimilaður inn í Þórs- mörk og um Uxahryggi og Kalda- dal, en þessir vegir eru einungis færir jeppum. Þeim sem vilja komast í snjó til aksturs er bent á að jeppafært er upp að Langjökli um Kaldadals- veg og jeppafært er upp á Skála- fellsjökul. Einnig er hægt að kom- ast í snjó á Tröllaskaga með því að fara upp á Lágheiði, sem er fær öllum bílum. ■ PÁSKAFRIÐUR Þeir eru margir sem leita út í náttúruna í páskafríinu til að slaka á og hlaða battereíin með fjölskyld- um og vinum. Sumir ganga þó skrefinu lengra og taka þátt í kyrrðar- dögum í Skálholti þar sem þögnin ein ríkir. „Hér eru nú 37 manns á kyrrðardögum, á aldr- inum 21 til 93 ára, og ekk- ert kynslóðabil,“ sagði Bernharður Guðmunds- son, prestur í Skálholti, þegar haft var samband við hann í gær. „Sigur- björn Einarsson biskup hefur verið hér með hug- leiðingar tvisvar á dag og fært píslarsöguna til nú- tímans, en annars byggj- ast kyrrðardagarnir á messum, tíðarbænum, kristinni íhugun, tónlist og fleiru. Sigurbjörn lagði út af skýrslu í gær sem fjallar um „streitubundin lífsstílsvanda- mál“, tvö orð sem honum þóttu afar athyglisverð, og bætti við nýyrðinu „asasótt“, sem hann sagði því miður hrjá fólk í nútímanum. Margir þeirra sem eru hér nú hafa komið oft áður, en mun færri komust að en vildu. Fólk kemur hér yfir- þreytt og stressað og fer heim hvílt og endurnært,“ segir Bernharður. Kyrrðardagar verða aftur í Skálholti í sumarbyrjun. ■ LEIKARI Í JERÚSALEM Margir gengu í fótspor Krists í Jerúsalem í gær. Þessi maður tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Uppákomur á föstudaginn langa: Fjöldi í Jerúsalem JERÚSALEM Pílagrímar frá mörgum löndum syrgðu Jesú á götum Jer- úsalem í gær, föstudaginn langa. Fólkið tilheyrði ýmsum trúfélög- um innan kristinnar kirkju en kryddað var upp á gönguna með því að leikarar gengu með henni og túlkuðu hlutverk Jesú og róm- verskra hermanna á mjög sann- færandi hátt. Sjónarvottar sögðu að gangan hefði verið sú stærsta síðan átök- in milli Ísraela og Palestínumanna brutust aftur út árið 2000. ■ FÓTBROTINN EFTIR GÖNGUFERÐ Lögreglan í Ólafsvík sótti fimmt- án ára dreng og kom honum und- ir læknishendur skömmu eftir klukkan fjögur í gær. Pilturinn hafði fallið í hrauni nálægt Hótel Búðum og var talinn fótbrotinn. BÍLVELTA Á HOLTAVÖRÐUHEIÐI Bíll með fjórum innanborðs valt á Holtavörðuheiði um hádegi á skírdag. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum í fram- úrakstri. Farþegarnir voru fluttir á slysamóttökuna í Fossvogi en meiðsl þeirra voru óveruleg. Starfsgreinasambandið og ríkið ná saman um kjör ófaglærðra á ríkisstofnunum: Laun og lífeyrissjóðsframlög hækka Kyrrðardagar í Skálholti: Tekist á við „asasótt“ og aðra nútímakvilla SKÁLHOLT Þar dvelja nú 37 manns við kyrrð og íhugun, en á kyrrðar- dögum nærir einstaklingurinn sál sína, líkama og anda, Uppreisnarmenn neita að gefa eftir Ófremdarástand ríkir í Írak. Uppreisnarmenn úr röðum sjía- og súnnímúslima berjast við her- námsliðið víða í suðurhluta landsins og hafa náð nokkrum borgum á sitt vald. Landstjóri Banda- ríkjamanna hefur lýst yfir vopnahléi í Fallujah svo hægt sé að hefja viðræður við uppreisnarmenn. AL-SADR TEKINN NIÐUR Bandarískur hermaður fjarlægir myndir sem stuðningsmenn sjía-klerksins Muqtada al-Sadr höfðu hengt á styttu á Firdos-torgi í Bagdad. Í gær var ár liðið frá því að bandarískir her- menn felldu styttu af Saddam Hussein á torginu. SAMNINGAR Í HÖFN Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari og Halldór Björnsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, voru ánægðir að lokinni undirritun kjarasamninga SGS og ríkisins fyrir páskahatíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.