Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 4

Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 4
4 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Munu Bandaríkjamenn ná fram stöðugleika í Írak með aðgerðum sínum þar? Spurning dagsins í dag: Ferðu í kirkju um páskana? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 82% 18% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir KJARASAMNINGAR Almennt verka- fólk í störfum hjá ríkinu nýtur eft- irleiðis sömu kjara og félagsmenn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Um það var samið í samn- ingum Starfsgreinasambandsins og ríkisins en skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara laust fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Meginkrafa SGS laut, auk beinna launahækkana, að jöfnun lífeyrisréttinda og á samnings- tímanum, sem er fjögur ár, hækka framlög ríkisins í lífeyrissjóð úr 6% í 11,5%. Hækkunin verður í þremur skrefum, það fyrsta verð- ur stigið um næstu áramót og hin síðari næstu tvenn áramót þar á eftir. Um leið og lífeyrisréttindin eru jöfnuð takmarkast verkfalls- réttur SGS-félaga til samræmis við starfsmenn ríkisins. Ný launatafla er tekin upp og telur hún 20 flokka með sex starfsaldursþrepum. Lægstu laun samkvæmt töflunni eru 96 þúsund krónur á mánuði en þau hæstu tæpar 188 þúsund krónur. Grunn- launin hækka fjórum sinnum á samningstímanum, fyrst 1. janúar 2005 og þá um 3%, áramótin þar á eftir hækka þau um 2,5% , 1. jan- úar 2007 nemur hækkunin 2,25% og á fyrstu þremur mánuðum árs- ins 2008 eiga launin að hækka um hálft prósent. Þá verða gerðir samningar við hverja ríkisstofnun fyrir sig þar sem samið verður um sérmál við- komandi starfsgreinar eða vinnu- staðar. ■ BAGDAD, AP Ástandið í Írak hefur ekki verið alvarlegra síðan stríðið hófst fyrir ári síðan, að sögn Jack Straw, utanríkisráðherra Breta. Að minnsta kosti 460 Írakar, fjörutíu bandarískir hermenn og tveir aðr- ir hermenn bandalagsríkja hafa fallið í þessari viku í átökum við vígamenn hliðholla sjíaklerknum Muqtada al-Sadr og uppreisnar- menn úr röðum súnnímúslíma. Blóðugir bardagar geisuðu í Írak í gær þegar ár var liðið frá falli Saddams Hussein. Her- námsliðið barðist við uppreisnar- menn úr röðum sjía- og súnnímús- lima víðs vegar um landið og nokkrir óbreyttir borgarar féllu í árásum vígamanna. „Það leikur enginn vafi á því að ástandið nú er mjög alvarlegt og það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyr- ir,“ sagði breski utanríkisráðherr- ann í samtali við BBC. Níu manns fórust þegar upp- reisnarmenn kveiktu í bandarísk- um olíuflutningabíl í útjaðri Bagdad. Sprengju var varpað á steinsteypt skýli við Firdos-torg í miðborg Bagdad, steinsnar frá Sheraton-hótelinu og Palestínu- hótelinu þar sem fjöldi vestrænna blaðamanna og verktaka hefur að- setur. Engin meiðsl urðu á fólki. Í hinni helgu borg Kerbala féllu fimmtán Írakar þegar búlgarskir og úkraínskir hermenn hófu skot- hríð á hóp uppreisnarmanna. Bandaríski herinn náði borginni Kut í suðurhluta landsins aftur á sitt vald í gær eftir að úkraínskir hermenn höfðu flúið undan árás- um herskárra sjíamúslima. Víga- menn hliðhollir sjíaklerknum Al- Sadr berjast við að halda borginni Kufa og miðborg Najaf. Þrír Japanir eru í haldi upp- reisnarmanna sem hóta að brenna þá lifandi ef japönsk yfirvöld kalla hermenn sína ekki heim frá Írak. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, segir að ekki komi til greina að verða við kröfu mann- ræningjanna. Þrír aðrir erlendir ríkisborgarar eru í haldi uppreisn- armanna en óstaðfestar fregnir herma að vígamenn í Abu Ghraib hafi í gær tekið fjóra Ítala og tvo Bandaríkjamenn í gíslingu. L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, lýsti í gær yfir einhliða vopnahléi í Fallu- jah svo hægt yrði að hefja samn- ingaviðræður við uppreisnarmenn og hleypa hjálparstarfsmönnum inn í borgina. Fjöldi manna hefur flúið borgina á undanförnum dög- um, einkum konur, börn og gamal- menni. Bandaríski herinn ákvað að láta til skarar skríða gegn uppreisnar- mönnum í Fallujah eftir að fjórir bandarískir verktakar voru myrtir og lík þeirra brennd og hengd upp á almannafæri í borginni 31. mars. Margir af meðlimum íraska fram- kvæmdaráðsins hafa fordæmt að- gerðirnar í Fallujah. „Það var ekki rétt að refsa öllum íbúum Fallujah. Við lítum svo á að aðgerðir Banda- ríkjamanna séu óviðunandi og ólöglegar,“ segir Adnan Pachachi, sem fram að þessu hefur verið einn helsti bandamaður Bandaríkj- anna í framkvæmdaráðinu. Tveir ráðherrar í írösku bráða- birgðastjórninni hafa sagt af sér embætti. Abdel Basit Turki, ráð- herra mannréttindamála, vék í gær af óþekktum ástæðum en innanrík- ismálaráðherra landsins, Nuri Badran, sagði af sér í fyrradag eft- ir að Bremer lýsti yfir óánægju með störf ráðuneytis hans. ■ Færð á vegum: Hálendisleiðir flestar lokaðar SAMGÖNGUR Langflestar hálendis- leiðir eru lokaðar allri umferð þar sem hætta er á vegaskemmdum vegna aurbleytu, samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni. Akst- ur eru þó heimilaður inn í Þórs- mörk og um Uxahryggi og Kalda- dal, en þessir vegir eru einungis færir jeppum. Þeim sem vilja komast í snjó til aksturs er bent á að jeppafært er upp að Langjökli um Kaldadals- veg og jeppafært er upp á Skála- fellsjökul. Einnig er hægt að kom- ast í snjó á Tröllaskaga með því að fara upp á Lágheiði, sem er fær öllum bílum. ■ PÁSKAFRIÐUR Þeir eru margir sem leita út í náttúruna í páskafríinu til að slaka á og hlaða battereíin með fjölskyld- um og vinum. Sumir ganga þó skrefinu lengra og taka þátt í kyrrðar- dögum í Skálholti þar sem þögnin ein ríkir. „Hér eru nú 37 manns á kyrrðardögum, á aldr- inum 21 til 93 ára, og ekk- ert kynslóðabil,“ sagði Bernharður Guðmunds- son, prestur í Skálholti, þegar haft var samband við hann í gær. „Sigur- björn Einarsson biskup hefur verið hér með hug- leiðingar tvisvar á dag og fært píslarsöguna til nú- tímans, en annars byggj- ast kyrrðardagarnir á messum, tíðarbænum, kristinni íhugun, tónlist og fleiru. Sigurbjörn lagði út af skýrslu í gær sem fjallar um „streitubundin lífsstílsvanda- mál“, tvö orð sem honum þóttu afar athyglisverð, og bætti við nýyrðinu „asasótt“, sem hann sagði því miður hrjá fólk í nútímanum. Margir þeirra sem eru hér nú hafa komið oft áður, en mun færri komust að en vildu. Fólk kemur hér yfir- þreytt og stressað og fer heim hvílt og endurnært,“ segir Bernharður. Kyrrðardagar verða aftur í Skálholti í sumarbyrjun. ■ LEIKARI Í JERÚSALEM Margir gengu í fótspor Krists í Jerúsalem í gær. Þessi maður tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Uppákomur á föstudaginn langa: Fjöldi í Jerúsalem JERÚSALEM Pílagrímar frá mörgum löndum syrgðu Jesú á götum Jer- úsalem í gær, föstudaginn langa. Fólkið tilheyrði ýmsum trúfélög- um innan kristinnar kirkju en kryddað var upp á gönguna með því að leikarar gengu með henni og túlkuðu hlutverk Jesú og róm- verskra hermanna á mjög sann- færandi hátt. Sjónarvottar sögðu að gangan hefði verið sú stærsta síðan átök- in milli Ísraela og Palestínumanna brutust aftur út árið 2000. ■ FÓTBROTINN EFTIR GÖNGUFERÐ Lögreglan í Ólafsvík sótti fimmt- án ára dreng og kom honum und- ir læknishendur skömmu eftir klukkan fjögur í gær. Pilturinn hafði fallið í hrauni nálægt Hótel Búðum og var talinn fótbrotinn. BÍLVELTA Á HOLTAVÖRÐUHEIÐI Bíll með fjórum innanborðs valt á Holtavörðuheiði um hádegi á skírdag. Talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum í fram- úrakstri. Farþegarnir voru fluttir á slysamóttökuna í Fossvogi en meiðsl þeirra voru óveruleg. Starfsgreinasambandið og ríkið ná saman um kjör ófaglærðra á ríkisstofnunum: Laun og lífeyrissjóðsframlög hækka Kyrrðardagar í Skálholti: Tekist á við „asasótt“ og aðra nútímakvilla SKÁLHOLT Þar dvelja nú 37 manns við kyrrð og íhugun, en á kyrrðar- dögum nærir einstaklingurinn sál sína, líkama og anda, Uppreisnarmenn neita að gefa eftir Ófremdarástand ríkir í Írak. Uppreisnarmenn úr röðum sjía- og súnnímúslima berjast við her- námsliðið víða í suðurhluta landsins og hafa náð nokkrum borgum á sitt vald. Landstjóri Banda- ríkjamanna hefur lýst yfir vopnahléi í Fallujah svo hægt sé að hefja viðræður við uppreisnarmenn. AL-SADR TEKINN NIÐUR Bandarískur hermaður fjarlægir myndir sem stuðningsmenn sjía-klerksins Muqtada al-Sadr höfðu hengt á styttu á Firdos-torgi í Bagdad. Í gær var ár liðið frá því að bandarískir her- menn felldu styttu af Saddam Hussein á torginu. SAMNINGAR Í HÖFN Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari og Halldór Björnsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, voru ánægðir að lokinni undirritun kjarasamninga SGS og ríkisins fyrir páskahatíðina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.