Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 44
36 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR TRÖLLATROÐSLA Kenyon Martin, leikmaður New Jersey Nets í NBA-deildinni treður boltanum með tilþrifum í leik gegn Orlando Magic í fyrri- nótt. Nets vann leikinn 101-81. Körfubolti FÓTBOLTI Frakkinn Thi- erry Henry hefur skorað 36 mörk á leiktíðinni fyr- ir Arsenal, sem er jafn mikið og hann gerði allan síðasta vetur. Þrenna hans gegn Liverpool í gær var sú fyrsta sem hann nær á þessari leiktíð en átta sinnum hef- ur hann skorað tvö mörk í leik. Síðast gerði Henry þrennu 19. janúar í fyrra gegn West Ham á Highbury. Henry er markahæstur í úrvals- deildinni með 25 mörk en næstur honum kemur Alan Shearer, fyrir- liði Newcastle, með 21 mark. Ruud van Nistelrooy, framherji Man- chester United, er þriðji með 18 mörk ásamt samherja sínum Louis Saha. Van Nistelrooy er næstmarka- hæstur á leiktíðinni á eftir Henry með 29 mörk í öllum keppnum. ■ Masters-mótið í golfi í fullum gangi: Rose efstur eftir fyrsta daginn GOLF Kylfingurinn Justin Rose var efstur eftir fyrsta daginn á Masters-mótinu í golfi á 67 höggum, eða fimm undir pari. Rose, sem er 23 ára, var tveimur höggum á undan Bandaríkja- mönnunum Chris DiMarco, sem fór holu í höggi á 6. holu, og Jay Haas. Tiger Woods, sem fyrir mótið var talinn líklegasti sigurvegar- inn, lauk keppni á þremur högg- um yfir pari eins og Vijay Singh, sem er í öðru sæti á heimslistan- um á eftir Woods. Mike Weir, sem vann Masters-mótið í fyrra, byrjaði afar illa og fór brautina á 79 höggum, eða sjö yfir pari. Spán- verjinn Sergio Garcia lauk keppni á 72 höggum en Nick Faldo, sem hefur þrívegis unnið mótið, gekk heldur verr. Hann fór brautina á 76 höggum. Masters-mótið hófst á fimmtu- dag en lýkur á morgun þegar sigurvegarinn verður klæddur í græna jakkann fræga. ■ FÓTBOLTI Newcastle gerði 1-1 jafn- tefli gegn PSV Eindhoven í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Evr- ópukeppni félagsliða í fyrrakvöld. Mateja Kezman kom PSV yfir í fyrri hálfleik en Jenas jafnaði metin fyrir Newcastle undir lok hálfleiksins. Newcastle á því góða möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar í fyrsta sinn í 35 ár. Aðrir leikir fóru þannig að Val- encia vann Bordeaux 2-1 á úti- velli, Celtic og Villarreal gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og Marseille vann Inter Milan 1-0 í Frakklandi. Síðari leikirnir verða háðir næsta miðvikudag. ■ Átta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða: Jafntefli hjá Newcastle Fyrsta golfmót ársins á Ísafirði: Wirot og Bjarni sigruðu GOLF Wirot Khiansanthia og Bjarni Pétursson úr Golfklúbbi Bolung- arvíkur, GB, sigruðu á fyrsta golf- móti ársins hjá Golfklúbbi Ísa- fjarðar sem var haldið á Tungu- dalsvelli í gær. Keppt var eftir punktakerfi. Wirot lauk leik með 44 punkta, Páll Guðmundsson, GB, varð ann- ar með 39 punkta og Bjarni Pét- ursson þriðji með 38 punkta. Í höggleik varð Bjarni efstur með 76 högg en Magnús Gautur Gísla- son, Golfklúbbi Ísafjarðar, varð annar á 77 höggum. Að því er kom fram á bb.is voru aðstæður til keppni eins og best verður á kosið miðað við árstíma. ■ BARÁTTA Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park, til vinstri, í baráttu við Olivier Bernard í leik PSV og Newcastle. Enska liðið stendur ívið betur að vígi fyrir síðari leik liðanna. JUSTIN ROSE Bretinn Justin Rose vippar boltanum upp úr sandgryfju á 13. holu. Rose spilaði best allra á fyrsta deginum. ■ Tala dagsins 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.