Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 42
34 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR NAVRATILOVA Í FULLU FJÖRI Tennisdrottningin síunga Martina Navra- tilova er ekki dauð úr öllum æðum. Hún keppti nýverið gegn Milagros Sequera á móti á Flórída og tapaði í þremur settum eftir hörkuleik. Tennis Michael Schumacher, heimsmeistari í Formúlu 1: Góð byrjun kemur á óvart KAPPAKSTUR Michael Schu- macher, sexfaldur heimsmeist- ari í Formúlu 1 kappakstrinum, segist ekki hafa átt von á að ná jafn góðri byrjun á keppnistíma- bilinu og raunin hefur orðið. Schumacher, sem ekur fyrir Ferrari, er í feiknagóðu formi um þessar mundir og hefur unn- ið allar þrjár keppnirnar til þessa. Í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segist Shcumacher alls ekki eiga eftir að fara ósigraður í gegnum tímabilið. „Það er eitthvað sem mun ekki gerast. Ég er sann- færður um það,“ sagði Þjóðverj- inn. Hann segir að sigrarnir sín- ir til þessa hafi síður en svo ver- ið auðveldir. „Ég bjóst ekki við að vinna í Malasíu og í Barein. Við vorum heppnir vegna þess að hitastigið var lægra en við bjuggumst við og gátum þar að leiðandi náð meira út úr bílnum og dekkjunum.“ Schumacher telur að Mc- Laren muni vinna sig út úr lægðinni sem liðið hefur verið í. „Við megum ekki gleyma því hvar Ferrari stóð árið 1996 og hvar það stendur núna. Allt get- ur gerst í kappakstri.“ Að sögn Schumacher eru Kimi Räikkönen, ökuþór McLaren, og Fernando Alonso líklegustu arf- takar hans í íþróttinni. „Räikk- önen var mjög góður 2003 og Alonso er sífellt að bæta sig. Það kemur í ljós hvor þeirra er betri þegar þeir aka báðir bíl sem getur haldið þeim í baráttunni um fyrsta sætið,“ sagði heimsmeist- arinn að lokum. Næsti kappakstur verður háð- ur í San Marínó þann 25. apríl. ■ Thierry Henry með þrennu Arsenal vann Liverpool 4-2 í ensku úrvalsdeildinni. Frakkinn Thierry Henry fór á kostum í leiknum. FÓTBOLTI Arsenal náði að bæta lítil- lega fyrir ófarir sínar að undan- förnu með fræknum 4-2 sigri gegn Liverpool á Highbury í gær. Thierry Henry var hetja heima- manna og skoraði þrennu, þrátt fyrir að hafa verið tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla. Heimamenn byrjuðu leikinn herfilega því Sami Hyypiä, finnski varnarmaðurinn hjá Liverpool, skoraði með skalla eft- ir aðeins fimm mínútur. Henry jafnaði metin á 31. mínútu en Liverpool komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Michael Owen. Arsenal byrjaði seinni hálfleik- inn af gríðarlegum krafti. Robert Pires jafnaði leikinn í 2-2 á 49. mínútu eftir sendingu frá Ljung- berg og mínútu síðar skoraði Henry þriðja mark Arsenal eftir frábært einstaklingsframtak. Henry innsiglaði síðan sigur heimamanna á 78. mínútu og full- komnaði um leið þrennu sína. „Hann var frábær alveg eins og liðið í heild sinni,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um Henry. „Það er ekkert verra en að tapa leik í Meistaradeildinni þegar tvær mínútur eru eftir og enginn tími til að svara fyrir sig. Liðið brást ótrúlega vel við þeim úrslitum í dag,“ sagði hann. Ger- ard Houllier, stjóri Liverpool, sagði að Arsenal hefði verið betri aðilinn í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. „Úrslitin í leiknum réðust líklega á snilldarlegu ein- staklingsframtaki Thierry. Það hafði áhrif á allt liðið vegna þess að við virtumst aldrei eiga mögu- leika á að komast aftur inn í leik- inn.“ Arsenal hefur nú sjö stiga for- skot á Chelsea í úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik í deild- inni á þessari leiktíð. Liverpool situr enn í fjórða sæti og á í harðri baráttu um laust sæti í Meistara- deildinni. ■ 9. - 12. APRÍL Í SÝNINGARSAL B&L GRJÓTHÁLSI 1 STÓRSÝNINGIN BÍLADELLA 2004 LEIKIR Í DAG Blackburn-Leeds Bolton-Aston Villa Charlton Portsmouth Chelsea-Middlesbrough Birmingham-Man. Utd Leicester-Fulham Man.City-Wolves THIERRY HENRY Thierry Henry fór á kostum í gær og skoraði þrívegis. Hér fagnar hann einu markanna. MICHAEL SCHUMACHER Þýski ökuþórinn hefur farið frábær- lega af stað á tímabilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.