Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 42

Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 42
34 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR NAVRATILOVA Í FULLU FJÖRI Tennisdrottningin síunga Martina Navra- tilova er ekki dauð úr öllum æðum. Hún keppti nýverið gegn Milagros Sequera á móti á Flórída og tapaði í þremur settum eftir hörkuleik. Tennis Michael Schumacher, heimsmeistari í Formúlu 1: Góð byrjun kemur á óvart KAPPAKSTUR Michael Schu- macher, sexfaldur heimsmeist- ari í Formúlu 1 kappakstrinum, segist ekki hafa átt von á að ná jafn góðri byrjun á keppnistíma- bilinu og raunin hefur orðið. Schumacher, sem ekur fyrir Ferrari, er í feiknagóðu formi um þessar mundir og hefur unn- ið allar þrjár keppnirnar til þessa. Í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segist Shcumacher alls ekki eiga eftir að fara ósigraður í gegnum tímabilið. „Það er eitthvað sem mun ekki gerast. Ég er sann- færður um það,“ sagði Þjóðverj- inn. Hann segir að sigrarnir sín- ir til þessa hafi síður en svo ver- ið auðveldir. „Ég bjóst ekki við að vinna í Malasíu og í Barein. Við vorum heppnir vegna þess að hitastigið var lægra en við bjuggumst við og gátum þar að leiðandi náð meira út úr bílnum og dekkjunum.“ Schumacher telur að Mc- Laren muni vinna sig út úr lægðinni sem liðið hefur verið í. „Við megum ekki gleyma því hvar Ferrari stóð árið 1996 og hvar það stendur núna. Allt get- ur gerst í kappakstri.“ Að sögn Schumacher eru Kimi Räikkönen, ökuþór McLaren, og Fernando Alonso líklegustu arf- takar hans í íþróttinni. „Räikk- önen var mjög góður 2003 og Alonso er sífellt að bæta sig. Það kemur í ljós hvor þeirra er betri þegar þeir aka báðir bíl sem getur haldið þeim í baráttunni um fyrsta sætið,“ sagði heimsmeist- arinn að lokum. Næsti kappakstur verður háð- ur í San Marínó þann 25. apríl. ■ Thierry Henry með þrennu Arsenal vann Liverpool 4-2 í ensku úrvalsdeildinni. Frakkinn Thierry Henry fór á kostum í leiknum. FÓTBOLTI Arsenal náði að bæta lítil- lega fyrir ófarir sínar að undan- förnu með fræknum 4-2 sigri gegn Liverpool á Highbury í gær. Thierry Henry var hetja heima- manna og skoraði þrennu, þrátt fyrir að hafa verið tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla. Heimamenn byrjuðu leikinn herfilega því Sami Hyypiä, finnski varnarmaðurinn hjá Liverpool, skoraði með skalla eft- ir aðeins fimm mínútur. Henry jafnaði metin á 31. mínútu en Liverpool komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Michael Owen. Arsenal byrjaði seinni hálfleik- inn af gríðarlegum krafti. Robert Pires jafnaði leikinn í 2-2 á 49. mínútu eftir sendingu frá Ljung- berg og mínútu síðar skoraði Henry þriðja mark Arsenal eftir frábært einstaklingsframtak. Henry innsiglaði síðan sigur heimamanna á 78. mínútu og full- komnaði um leið þrennu sína. „Hann var frábær alveg eins og liðið í heild sinni,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um Henry. „Það er ekkert verra en að tapa leik í Meistaradeildinni þegar tvær mínútur eru eftir og enginn tími til að svara fyrir sig. Liðið brást ótrúlega vel við þeim úrslitum í dag,“ sagði hann. Ger- ard Houllier, stjóri Liverpool, sagði að Arsenal hefði verið betri aðilinn í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. „Úrslitin í leiknum réðust líklega á snilldarlegu ein- staklingsframtaki Thierry. Það hafði áhrif á allt liðið vegna þess að við virtumst aldrei eiga mögu- leika á að komast aftur inn í leik- inn.“ Arsenal hefur nú sjö stiga for- skot á Chelsea í úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik í deild- inni á þessari leiktíð. Liverpool situr enn í fjórða sæti og á í harðri baráttu um laust sæti í Meistara- deildinni. ■ 9. - 12. APRÍL Í SÝNINGARSAL B&L GRJÓTHÁLSI 1 STÓRSÝNINGIN BÍLADELLA 2004 LEIKIR Í DAG Blackburn-Leeds Bolton-Aston Villa Charlton Portsmouth Chelsea-Middlesbrough Birmingham-Man. Utd Leicester-Fulham Man.City-Wolves THIERRY HENRY Thierry Henry fór á kostum í gær og skoraði þrívegis. Hér fagnar hann einu markanna. MICHAEL SCHUMACHER Þýski ökuþórinn hefur farið frábær- lega af stað á tímabilinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.