Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 45
37LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 SMS Glaumbar bíður þér út til Manchester að sjá Nistelrooy vs. Owen á Old Traford 24. apríl. Ferð þú? 13. hver vinnur. Vinningar verða afhentir hjá BT Skeifunni 11. Reykjavík, Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. 99 kr/skeytið Glaumbar bíður þér og vini þínum á Old Traford að sjá ManU-Liverpool Sendu SMS skeytið JA FERD á númerið 1900 og þú gætir unnið. Við sendum þér 2 spurningar. Þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. Úrv al Ú tsýn kem ur þ ér á völl inn! Þú gætir unnið ferð fyrir 2 á ManU-Liverpool* • Glaðning frá Adidas Fótbolta tölvuleik • Enn meira af leikjum, VHS og DVD myndum og margt fleira. *Ferðin á leikinn er dreginn 22. april úr öllum innsendum skeytum í beinni á SkonRokk • Ef þú vinnur ekki er það alltaf Glaumbar þar sem boltinn er alltaf í 100% beinni www.glaumbar.is ...þá sjaldan maður lyftir sér upp 585-4100 KÖRFUBOLTI Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Keflavík en liðið vann síðustu viðureignina gegn Snæ- felli í Stykkishólmi nokkuð örugg- lega. Keflavíkurliðið er ósigrað í 31 leik í röð á heimavelli. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, á ekki von á að það breytist í dag og hefur trú á keflvískum sigri. „Corey Dickerson [sem er í leikbanni hjá Snæfelli ásamt Keflvíkingnum Arnari Frey Jónssyni] er búinn að vera að skora það mikið að það verður erfitt að jafna það upp, þó svo að boltinn verði meira í höndunum á öðrum leikmönnum,“ segir Ingi Þór. „Ég held að Keflvíkingar megi meira við því að missa mann en Snæfell. Íslensku leik- mennirnir hjá Keflavík kláruðu síðasta leik og það sýnir kannski breiddina hjá þeim.“ Að sögn Inga er það dýrt fyrir Snæfellinga að hafa misst heima- vallarréttindin því þeir þurfi að fara á mjög erfiðan útivöll til að jafna einvígið. „En það er allt hægt. Þeir hafa unnið sig úr von- lausum stöðum áður og af hverju ekki aftur? Ég vona að þeir vinni til að fá fimmta leikinn í einvíg- inu en ég er hræddur um að þetta klárist á laugardaginn [í dag].“ Ingi sér það ekki gerast að Keflvíkingar tapi á heimavelli eins og staðan er núna. „Þeir hafa spilað alveg hræðilega en samt unnið á heimavelli. Þeir hafa bara það mikla trú á sínum heimavelli að þeir tapa varla. Það er alveg sama hvernig þeir spila þar.“ Ingi telur að Snæfellingar muni reyna að hægja á leiknum í dag og klára færin skynsamlega. Á hinn bóg- inn munu Keflvíkingar reyna að keyra hraðann í leiknum upp og klára einvígið þannig. „Það getur vel verið að þeir hafi fundið smá bragð í síðasta leik og byrji þenn- an leik sterkt. Ef þeir ná því verð- ur þetta auðveldur leikur fyrir þá.“ freyr@frettabladid.is Fjarvera Dickersons skiptir sköpum Keflavík tekur í dag á móti Snæfelli í fjórða úrslitaleik liðanna í Intersport-deild karla. Með sigri tryggja heimamenn sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M COREY DICKERSON Snæfellingurinn Dickerson verður fjarri góðu gamni í dag vegna leikbanns. Tvenna hjá Connecticut KÖRFUBOLTI Connecticut-háskólinn vann sögulega tvennu þegar bæði karla- og kvennalið skólans urðu bandarískir meistarar. Strákarnir unnu Georgia Tech, 82- 73, og stelpurnar fylgdu því eftir með sigri á erkifjendunum í Tenn- essee, 70-61. Connecticut átti líka bestu leik- menn úrslitanna í karla- og kvenna- flokki. Hjá karlaliðinu var Emeka Okafor valinn bestur en hann skor- aði 24 stig, tók 15 fráköst og nýtti 10 af 17 skotum sínum í úrslitunum. Hjá stelpunum var Diana Taurasi best annað árið í röð en hún skoraði 17 stig í úrslitunum. Bæði Taurasi og Okafor eru á leiðinni í at- vinnumennskuna; Okafor í NBA- deildina og Taurasi í WNBA. ■ Tölfræði úr úrslitaeinvíginu: Keflavík- Snæfell ALLEN HEFUR SKORAÐ MEST Derrick Allen, framherji Keflavík- ur, hefur skorað flest stig allra leik- manna í úrslitaeinvígi Snæfells og Keflavíkur um Íslandsbikar karla í körfubolta en Allen hefur skorað 68 stig í leikjunum þremur eða 22,7 að meðaltali í leik. Allen hefur skorað fjórum stigum meira en Corey Dickerson hjá Snæfelli. Keflavík hefur skorað 16 stigum fleira í ein- víginu eða 86,3 stig að meðaltali. FLEST STIG Í ÚRSLITAEINVÍGINU: Derrick Allen, Keflavík 68 Corey Dickerson, Snæfell 64 Nick Bradford, Keflavík 52 Dondrell Whitmore, Snæfell 49 Edward Dotson, Snæfell 45 HLYNUR TEKUR LANGFLEST FRÁ- KÖST Hlynur Bæringsson, miðherji Snæfellsliðsins, hefur tekið lang- flest fráköst allra leikmanna í úr- slitaeinvígi Snæfells og Keflavíkur um Íslandsbikar karla í körfubolta. Hlynur hefur tekið 50 fráköst í leikjunum þremur eða 16,7 að meðaltali og 19 fleiri fráköst en næsti maður. Hlynur hefur tekið 24 þessara frákasta í sókn en hann hefur tekið 13 fleiri sókna- fráköst eða meira en helmingi meira en næsti maður. Þrátt fyr- ir þetta hefur Keflavíkurliðið unnið fráköstin í leikjunum þremur 141-123 og Keflvíkingar hafa einnig náð þremur fleiri sóknafráköstum. FLEST FRÁKÖST: Hlynur E. Bæringsson, Snæfell 50 Derrick Allen, Keflavík 31 Edward Dotson, Snæfell 29 Nick Bradford, Keflavík 28 Fannar Ólafsson, Keflavík 27 KEFLAVÍK FÆR MUN FLEIRI STIG FRÁ BEKKNUM Keflvíkingar fá mun meira framlag frá bekknum en Snæfell. Varamenn Keflavíkur hafa skorað 33 fleiri stig (55-22), tekið 25 fleiri fráköst (31-6) og gefið 6 fleiri stoðsendingar (15-9) í leikjunum þremur. Þeir Falur Harðarson og Guðjón Skúlason, þjálfarar Keflavíkur, hafa hvílt byrjunarliðsmenn sína í 164 mín- útur en Bárður Eyþórsson, þjálf- ari Snæfells, hefur notað bekkinn sinn í 113 mínútur. Gunnar Ein- arsson hefur skorað flest stig af bekknum. FLEST STIG LEIKMANNA AF BEKK Gunnar Einarsson, Keflavík 29 Jón N. Hafsteinsson, Keflavík 12 Lýður Vignisson, Snæfell 11 Sverrir Þ. Sverrisson, Keflavík 9 Hafþór I. Gunnarsson, Snæfell 6 Arnar F. Jónsson, Keflavík 5 LEIKIR  16.00 Keflavík tekur á móti Snæ- felli í fjórða úrslitaleik liðanna í Intersport-deild karla í körfubolta í Keflavík. SJÓNVARP  13.25 Þýski fótboltinn í Sjónvarp- inu. Bein útsending frá leik í Bundesligunni.  13.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Birmingham City og Manchester United.  15.20 Skíðamót Íslands í Sjónvarpinu.  17.30 Spænski boltinn á Sýn. Valla- dolid og Barcelona eigast við í beinni útsendingu.  19.30 Bandaríska meistarakeppnin í golfi í beinni útsendingu á Sýn.  2.00 Hnefaleikar í beinni á Sýn. Wladimir Klitschko og Lamon Brewster eigast við. hvað?hvar?hvenær? 7 8 9 10 11 12 13 APRÍL Laugardagur CONNECTICUT VANN TVÖFALT Diana Taurasi varð bandarískur háksóla- meistari þriðja árið í röð. Umspil í Remax-deild karla í gær: FH-ingar í úrslitakeppnina HANDBOLTI FH varð áttunda og síð- asta liðið til að tryggja sér sæti í úr- slitakeppni RE/MAX-deildar karla í handbolta þegar liðið vann seinni leikinn í umspilinu við HK, 23-27, í Digranesi í gær. FH vann þannig leikina tvo sam- anlagt með 11 mörkum, 59-48, og mætir Val í átta liða úrslitunum sem hefjast á þriðjudaginn. Leikurinn leit aldrei vel út fyrir heimamenn, sem þurftu að vinna upp sjö mörk frá því í fyrri leiknum. FH var kom- ið í 0-2 eftir eina og hálfa mínútu og þrátt fyrir að HK hafi átt góða spretti inni á milli höfðu FH-ingar ávallt frumkvæðið. FH leiddi 11-13 í hálfleik og komst í 11-15 í upphafi þess síðari. HK tókst að minnka muninn í 18-19 þegar 20 mínútur voru eftir en þá kom Elvar Guðmundsson í mark FH og sendi HK endanlega í sumarfrí. Varði hann 16 af 21 skoti HK það sem eftir lifði leiks. Logi Geirsson skoraði 10 mörk fyrir FH en tíu menn liðsins komust á blað. Magnús Sigurðsson, Svavar Vignisson og Hjörtur Hinriksson skoruðu allir 3 mörk fyrir FH. Hjá HK skoraði Atli Þór Samúelsson 6 mörk og þeir Elí- as Már Halldórsson, Andrius Rac- kauskas og Jón Heiðar Gunnarsson skoruðu 4 mörk hver. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LOGI GEIRSSON Logi Geirsson var markahæstur FH-inga með tíu mörk. Hér skorar hann eitt þeirra með þrumuskoti. Enska úrvalsdeildin: Everton í tólfta sætið FÓTBOLTI Everton vann Tottenham örugglega 3-1 í ensku úrvalsdeild- inni í gærkvöldi. David Unsworth kom heimamönnum yfir á 17. mín- útu og Gary Naysmith jók for- skotið skömmu síðar með marki beint úr aukaspyrnu. Joseph Yobo kom Everton í 3-0 skömmu áður en flautað var til leikhlés. Steven Carr minnkaði muninn fyrir Tottenham á 75. mínútu en gleðin var skammvinn hjá honum því hann var rekinn út af tveimur mínútum síðar. Ev- erton komst upp fyrir Tottenham með sigrinum og er í 12. sæti deildarinnar. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.