Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 1 1 8 2 5 / sia .isBréf hins þekkta breska leik-ara Johns Gielgud eru komin fyrir almenningssjónir í 564 blaðsíðna bók. Gielgud telst í hópi ástsælustu sviðsleikara 20. aldar og bréf hans sýna greini- lega hversu mikla ást hann hafði á leiklistinni. Frægð og frami var aldrei markmið í sjálfu sér, það sem skipti hann mestu var að vinna vel. Hann var hógvær og góðhjartaður og óspar á lof á samstarfsmenn sína eins og bréfin sýna glöggt. Nokkrar und- antekningar eru þó frá því. Hann var lítt hrifinn af stjörnustælum og dónaskap Faye Dunaway en þau léku saman í kvikmynd seint á ferli hans. Í bréfi til móður sinnar segir hann að Greta Garbo tali endalaust án þess að nokkur tilgangur sé með talinu. Hann segist ekki vita hvort Garbo sé að þykjast eða sé bara svona heimsk – „kannski blanda af þessu tvennu,“ bætir hann við. Eitt fallegasta bréfið er til ekkju leikarans Ralphs Richardson, eftir að hún hafði nýlega misst mann sinn, en þar fer Gielgud einkar hlýjum orðum um vin sinn og starfsfélaga. Þar kemur fram að Richardson hélt því ætíð fram að Gielgud gæti læknast af samkynhneigð ef hann bara kynntist réttu konunni. Gielgud átti á langri ævi í fjór- um alvarlegum ástarsamböndum við karlmenn. Ástarbréf til tveggja þeirra er að finna í bók- inni. Síðasti ástmaður Gielguds var Ungverjinn Martin Hensler, sem hann hitti árið 1962. Hensler, sem hafði dýran smekk, tók að sér að innrétta fallegt hús Gielguds en kostnaðurinn var gríðarlegur. Í bréfunum kemur fram að Gielgud sá ekki annað ráð til að borga reikningana en að hella sér út í kvikmyndaleik. Meirihluti þeirra mynda þykir vægast sagt afleitur þótt leikur Gielguds hafi svo að segja ætíð verið til fyrirmyndar. Bókin, sem ber hið einfalda nafn Gielgud’s Letters, er sögð gefa betri mynd af leikaranum en nokkur ævisaga hans hefur hing- að til gert. ■ Bréf Gielguds í bók Ég les mikið. Sofna til að myndasjaldnast á kvöldin án þess að líta fyrst í bók. Oftast aðeins í nokkrar mínútur, en stundum les ég fram á rauða nótt, ef viðkom- andi bók fangar hugann. Les allt milli himins og jarðar, léttmeti ekkert síður en svokallaðar „merkilegri“ bækur,“ segir Guð- mundur Árni Stefánsson, alþing- ismaður og lesandi vikunnar. „Á náttborðinu hjá mér er stafli af bókum. Er stundum með nokkrar í takinu. Lauk á dögun- um við Storm Einars Kárasonar og fannst hún dýrðleg. Mannlýs- ingarnar ýktar en samt svo raun- verulegar og sumt var í raun býsna kunnuglegt frá tíðindum fyrri tíma. Tvo sænska reyfara hef ég lokið við á síðustu dögum – Morðingja án andlits eftir Henn- ing Mankell og Stúdíó sex eftir Lizu Marklund. Ansi hreint sænskar. Þeir virðast býsna margir sænsku h ö f u n d a r n i r vera í fótspor- um þeirra sænsku hjóna frá árum áður, Sjöwall og Wahlöo, sem lögðu grunninn að þessu dapurlegu raunsæi, þegar lýst er störfum sænskra lög- reglumanna. Greip svo í stiklur úr ævi Sverris Hermannssonar og hopp- aði þess í milli í John Grisham – The King of Torts – og lauk hon- um snarlega. Sá ágæti rithöfund- ur er farinn að endurtaka sig ansi mikið, enda afköstin gríðar- leg og dollararnir streyma inn. Er svo með Skítajobb Ævars Arnar Jósepssonar á dagskránni – hef rétt blaðað í henni og líst vel á. Hlakka til lestrarins. Sem sagt sitt lítið af hverju, en mest eru það sýnilega reyfar- arnir sem hug minn hafa átt á umliðnum dögum.“ ■ GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Liggur aðallega í reyfurum um þessar mundir. JOHN GIELGUD Nýútkomin bók með bréfum hans þykir gefa betri mynd af leikaranum en nokkur ævisaga hans hefur hingað til gert. NORRÆNU BÓKMENNTAVERÐ- LAUNIN AFHENT Í NÆSTU VIKU Norrænu bókmenntaverðlaunin verða afhent Guðbergi Bergs- syni við hátíðlega athöfn í húsa- kynnum Sænsku akademíunnar 14. apríl. Sendiherra Íslands í Stokkhólmi, Svavar Gestsson, mun að sjálfsögðu vera við- staddur athöfnina, en fyrr um daginn heldur hann boð rithöf- undinum til heiðurs. Meðal gesta við verðlaunaveitinguna og í boði sendiráðsins verða Peter Luthersson hjá Atlantis-forlag- inu, sem var að kaupa sænska úgáfuréttinn á skáldævisögum Guðbergs, og Lars Erik Sund- berg hjá Norstedts-forlaginu, sem gaf út Svaninn og Sú kvalda ást. Þarna verður einnig Inge Knutsson, hinn sænski þýðandi Guðbergs, og vitaskuld útgef- andi Guðbergs hér á landi, Jó- hann Páll Valdimarsson. Sænsk- ir fjölmiðar verða á svæðinu og sömuleiðis aðstandendur heim- ildarmyndar sem verið er að gera um Guðberg, en Helga Brekkan er konan á bak við þá mynd. ÆVISAGA KRÚSJOFFS FÆR PULITZER-VERÐLAUNIN Pulitzer-verðlaunin voru nýlega afhent í New York. Ævisaga Nikita Krúsjoff, The Man and His Era eftir William Taubman var valin besta ævisagan og í skáldsagnageiranum fékk Ed- ward P. Jones verðlaunin fyrir bók sína The Known World, sem fjallar um þrælaeiganda. Báðir höfundarnir höfðu skömmu áður fengið National Book Critics Circle-verð- launin fyrir þessar sömu bækur. Þeir eiga það einnig sam- eiginlegt að hafa verið tíu ár að rita bækur sínar. Jones var svo skömmulegur vegna þess hversu hægt honum hafði unnist verkið að hann skrifaði umboðsmanni sínum bréf til að tilkynna honum að hann hefði lokið bókinni í stað þess að hringja til hans. Taub- man segir að ævisaga Krúsjoffs hafi tekið svo langan tíma vegna þess að þegar hann var í miðju kafi hefðu Sovétríkin hrunið og öll skjalasöfn Komm- únistaflokksins verið opnuð. „Ég hafði verið með of lítið efni í höndunum og svo allt í einu var ég með of mikið efni og þess vegna tók þetta tíu ár,“ segir hann. ■ Sagt og skrifað GUÐBERGUR BERGSSON Norrænu bókmenntaverðlaunin verða afhent honum í næstu viku. NIKITA KRÚSJOFF Ævisagnahöfundur hans var tíu ár að vinna verkið. „Ég les mikið. Sofna til að mynda sjaldnast á kvöldin án þess að líta fyrst í bók. Liggur í reyfurum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.