Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 STYRKTARFORELDRAR ÓSKAST! Hægt er að sækja um á heimasíðu SOS-barnaþorpanna www.sos.is Með því að gerast styrktarforeldri veitir þú litlu barni heimili, fjölskyldu og menntun. Gefðu stærstu gjöf sem hægt er að gefa. Dub lin Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótel í nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. 37.700 kr. Netver› á mann frá Ba rcelo na Netver› á mann 49.730 kr. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Amrey Diagonal 11. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. Róm Mad rid Bú dape st 43.150 kr. Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Plús Netver› á mann frá 57.855 kr. Netver› á mann Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Hótel Lieget í október í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á Hótel Albani 18. nóvember í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Florida Norte 21. október í 2ja manna herbergi með morgunverði, flugvallarskattar og ísl. fararstjórn. 49.930kr. Netver› á mann Bor gargífurlegur og það eru að meðal-tali tvö þúsund áhorfendur á leikhjá okkur.“ Stefnan sett á Evrópumótið Áhuginn á íslenskri kvenna- knattspyrnu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og þakkar Ásthild- ur það góðum árangri landsliðs- ins. „Það er kominn mjög góður meðbyr núna og gengi landsliðs- ins hefur kannski skapað hann. Við höfum náð að vekja athygli á okkur með góðum árangri en líka auglýsingunum,“ segir Ásthildur en hún hefur verið einn af aðal- hugmyndasmiðum auglýsinga- herferða sem landsliðið hefur staðið fyrir og hafa vakið mikla athygli. „Það er mjög jákvætt hvað áhuginn hefur aukist mikið en fyrst og fremst þurfa liðin að æfa meira og æfingar þurfa að vera erfiðari til að enn betri ár- angur náist.“ Íslenska landsliðið er í efsta sæti í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins en þrír leikir eru eftir. Fyrst er leikur gegn Ung- verjum, sem verður að vinnast, síðan gegn Frökkum og síðast Rússum. „Stefnan var sett á að síðasti leikurinn yrði úrslitaleik- ur um annað sætið en okkur hef- ur alltaf gengið vel gegn Rúss- um,“ segir Ásthildur en líklegt er að Frakkar standi uppi sem ör- uggir sigurvegarar í riðlinum. Ásthildur hefur verið einn af máttarstólpum landsliðsins síð- ustu ár og segir að vissulega verði erfitt að sitja og horfa á í síðustu leikjum undankeppninn- ar. „Það verður mjög erfitt að missa af þessum leikjum en ég er búin að segja við stelpurnar að þær vinni leikina og þá geti ég komið í úrslitakeppnina á næsta ári og verið með í því,“ segir Ást- hildur hlæjandi og virðist ekki hafa lagt árar í bát. „Við erum með mjög gott lið og mjög góðar ungar stelpur sem ég treysti full- komlega með þessum eldri að klára þetta.“ Einn dagur í einu Landsliðsfyrirliðinn hefur þó forðast allar yfirlýsingar um hvort hún ætli að leggja skóna á hilluna en blóðtappi getur haft al- varlegar afleiðingar í för með sér. „Það er viss hætta á því að kálfinn bólgni upp við áreynslu en ég ætla bara að sjá til hvernig þetta þróast. Vonandi gengur þetta vel,“ segir Ásthildur, sem í versta falli gæti þurft að leggja skóna á hilluna. „Ég verð að vera raunsæ því ég gæti átt við þenn- an blóðtappa að stríða eitthvað áfram. En það er ágætt að ég átti mig á því og taki bara einn dag í einu og sjái til hvernig þetta gengur. Ég hef nógan tíma til að byggja mig upp og ég ætla að gera það upp á framtíðina. Það væri samt gaman að koma til baka og ég tala ekki um ef við komumst í úrslitakeppnina.“ kristjan@frettabladid.is LANDSLIÐSFYRIRLIÐINN Ásthildur æfði átta sinnum í viku áður en hún meiddist í þessum leik við Skota á dögunum. Hún segir það hafa verið þess virði því sam- herjar hennar séu svo skemmtilegir. Ég verð að vera raunsæ því ég gæti átt við þennan blóðtappa að stríða eitthvað áfram. ,, vallar en innan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.