Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 12
Fyrir Alþingi liggur nú frum-varp til breytinga á lögum um atvinnuleysisbætur. Fullyrða má að þar er um að ræða stærsta stökk til hækkunar bótanna nokkru sinni. Um er að ræða 14,6% hækkun og fara bæturnar upp um um 89.000 krónur. Sannar- lega eru það ekki háar ráðstöfun- artekjur en staðreyndin er engu að síður sú að aldrei fyrr hafa bætur hækkað jafn mikið í einu. Reyndar er það svo að frá árinu 1995 hafa bæturnar hækkað um nærri 130%. Voru um 43.000 krón- ur 1995 en verða nú um 89.000 krónur. Engar hækkanir frá Jóhönnu! Í ljósi þessa er undarlegt að heyra tón ýmissa Samfylkingar- manna þar sem því er haldið fram að ríkisstjórnin sé atvinnulausu fólki fjandsamleg. Jóhanna Sig- urðardóttir gerði sig m.a. seka um slíkar dylgjur við fyrstu umræðu frumvarpsins. Össur Skarphéð- insson spurði í blaðagrein hvort Árni Magnússon gæti lifað af 89.000 krónum. Þvílík hræsni. Bæði sátu þau í ríkisstjórn á árun- um 1991-1995. Nú skyldi maður ætla að göfuglyndi þeirra gagn- vart atvinnulausu fólki hefði kom- ið fram í verkum á þessum tíma – þegar þau höfðu tækifærið. Með- fylgjandi tafla lýsir staðreyndum málsins. Bæturnar stöðugt hækkað Í raun þarf ekkert frekar að segja. Frá því að Framsókn tók við félagsmálaráðuneyti hafa bæturnar stöðugt hækkað og nema þær yfir 130% á tímabilinu. Vert er að benda sérstaklega á „hækkanir“ á árunum 1993 og 1994 þegar sú Jóhanna Sigurðar- dóttir, er nú birtist vandlætingar- söm og rík af umhyggju, sat í rík- isstjórn. Þá sat líka í ríkisstjórn sá sami Össur er spyr hvort Árni Magnússon gæti lifað af 89.000 krónum. Verk þeirra tala af töfl- unni hér að framan. Verk Fram- sóknarflokksins tala líka af sömu töflu. Trúverðugleiki SF er ekki mikill í þessum málaflokki, tónn- inn er holur í umvöndunum þeirra enda sýndu þau í verki vilja sinn sinn á árunum 1991-1994 – þegar þau sátu í ríkisstjórn. 130% hækkun frá 1995 Framsóknarflokkurinn sýnir í verki að hann hugar að stöðu fólksins. Hækkunin núna er á einu ári helmingi hærri en fjögur ár krata í ríkisstjórn. Að auki hefur félagsmálaráðherra ýtt úr vör sérstöku átaki í þágu atvinnu- lausra í samstarfi verkalýðs- hreyfingar, atvinnurekenda, skóla. Inntak þess er að virkja fólk með átaksverkefnum eða starfsnámi gegn atvinnuleysi og til starfa á vinnumarkaði að nýju. Besta vörn gegn atvinnuleysi er markviss atvinnustefna þar sem hjól snúast, skapa verðmæti og störf fyrir vinnufúsar hendur. Ríkisstjórnin hefur einmitt stað- ið fyrir slíkum aðgerðum, ýmist í gegnum lagasetningu eða með annarri ákvarðanatöku. Vert er að rifja upp hin neikvæðu við- brögð stjórnarandstöðu í þeirri umræðu allri. Svo mikið er víst að sá úrtölutónn skapaði ekki mörg störf og var ekki til að hreyfa hjól atvinnulífsins. Sú stefna hefði leitt alvarlegt at- vinnuleysi yfir þjóðina og um kjör þess hóps segir reynslan frá 1991-1994 að þar væri alvarlegt ástand. Tilraun Samfylkingarinn- ar til að gera hækkunina núna (14%) ótrúverðuga er því algjör- lega marklaus. Jóhanna og Össur fengu tækifæri til að sýna vilja sinn í verki. Þau einfaldlega féllu á því prófi. Síðan þau fóru frá hafa atvinnuleysisbætur hækkað um 130%. Frekari vitna er ekki þörf. ■ Björn Bjarnason, dómsmálaráð-herra og hluthafi í Morgunblað- inu, heldur áfram að hrakyrða sam- keppnisblöð Moggans á bloggsíðu sinni. Þar kallar hann Fréttablaðið og DV vanalega Baugstíðindi; líklega til að gefa þá mynd að þessi blöð séu ekki dagblöð í venjulegum skilningi heldur eins konar fyrirtækjablöð sem flytji fréttir af tilteknu fyrir- tæki og lýsi afstöðu þess til manna og málefna. Björn var lengi vel blaðamaður á Mogganum og þar lærði hann sína blaðamennsku milli þess sem hann vann fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í stjórnarráðinu og síðar á þingi, borgarstjórn og ríkisstjórn. Í bloggi sínu í páskavikunni finnur Björn að þeirri reglu sem gildir á DV að ummæli eru ekki send viðmæl- endum í textaformi heldur lesin fyrir viðmælendur í síma og geta þeir gert athugasemdir ef þau eru ekki rétt eftir höfð eða skýrt mál sitt frekar. Birni finnst þessi regla óþol- andi, ætlar ekki að svara blaðamönn- um DV héðan í frá nema bréfleiðis og vill láta það sama gilda um blaða- menn Fréttablaðsins, þar sem sama regla gildir. Ástæða þess er auðvitað sú að þetta er góð regla sem lang- flestir almennilegir fréttamiðlar á Vesturlöndum halda í heiðri. Samtal blaðamanns við viðmæl- anda sinn er opinbert samtal. Blaða- maðurinn spyr og viðmælandinn svarar – eða svarar ekki. Til að tryggja að rétt sé eftir viðmælandan- um haft les blaðamaðurinn ummælin fyrir viðmælandann ef þess er óskað. Þegar svör eru stutt og skýr og samtalið hljóðritað er þessi yfirlest- ur formsatriði. En oft vinnur blaða- maður tiltölulega stuttan texta úr löngu samtali og við það getur mis- skilnings gætt – blaðamaður getur einfaldlega misskilið viðmælandann eða flutt merkingu úr einu svari yfir í óskylt atriði. Viðmælandinn getur þá leiðrétt slíkt í símtalinu eða hert á óljósum útskýringum. Ef viðmælanda eru send svörin sem hann gaf og gefið færi á að svara upp á nýtt verða svörin ekki lengur skráning á því samtali sem fram fór. Viðmælandinn getur sett nýjar staðhæfingar inn í textann sem blaðamaðurinn getur ekki spurt nán- ar út í þar sem samtalinu er slitið og viðmælandinn situr einn við að end- ursemja það. Frásögn blaðsins er þá orðin frásögn viðmælandans en ekki blaðamannsins. Við á Fréttablaðinu – og reyndar DV einnig – teljum það grundvallaratriði í blaðamennsku að blaðamaðurinn skrifi sjálfur textann og meti hvernig mál eru skýrð fyrir lesendum. Hann á ekki að flytja það hlutverk yfir á viðmælandann – jafn- vel þótt sá sé ráðherra. Sjónarmið Björns tilheyra gömlum tíma þegar fjölmiðlar voru háðir pólitísku valdi og voru aðeins eitt af valdatækjum ráðamanna. Þessir gömlu siðir ráða enn ferðinni hjá sumum fjölmiðlum en ekkert getur stöðvað þá þróun að íslenskir fjölmiðlar taki upp bestu siði miðla í nágrannalöndum okkar. ■ Dómsmálaráðherra, BjörnBjarnason, lét sér sæma að tala um að jafnréttislög væru „barn síns tíma“ þegar kæru- nefnd jafnréttismála hafði kveðið upp þann úrskurð að hann hefði gerst brotlegur við þau. Til um- fjöllunar var dæmalaus skipan hans í stöðu hæstaréttardómara frá því í sumar. Þar var gengið þvert gegn umsögn Hæstaréttar eins og frægt er. Með því var brot- ið blað því aldrei áður hafði um- sögn réttarins verið hundsuð. Nið- urstaða kærunefndar jafnréttis- mála er sú að jafnréttislög hafi einnig verið brotin. Nauðvörn ráðherrans Látum nú vera hvaða pólitísku afleiðingar slíkur úrskurður hefði í nágrannalöndum okkar. Látum líka vera að félagsmálaráðherra taldi eðlilegt að forstöðukona jafnréttisstofu segði af sér vegna sambærilegs úrskurðar áður en Hæstiréttur hafði kveðið upp dóm þar sem hún var raunar sýknuð. Dómsmálaráðherra boðar nefnilega ekki að hann muni áfrýja úrskurðinum. Þvert á móti gengst hann nánast við því að hafa gerst brotlegur við jafnréttislög. En að axla ábyrgð vegna ólög- mætrar skipunar í æðsta dómstól landsins? Hvarflar ekki að ráð- herranum. Það eru lögin sem eru vitlaus! Barn síns tíma. Heyr á endemi! Fæstum er lík- lega fallin úr minni nauðvörnin fyrir embættisveitingunni. Þar gekk ráðherra svo langt að segja að þar sem Hæstiréttur hafi ekki talið kandidat sinn vanhæfan hefði honum verið frjálst að skipa hann! Að telja að allir sem upp- fylla lágmarksskilyrði séu gjald- gengir í Hæstarétt er fyrst og fremst vitlaus skoðun. Eins og hitt, að ekki þurfi að færa mál- efnaleg rök fyrir ráðningum dóm- ara. Það er hins vegar beinlínis hættulegt ef ráðherra heldur að hann sé hafinn yfir lögin ef hann er ósammála efni þeirra. Skipar sér á fornaldarbás Er það minn misskilningur eða er það ekki dómsmálaráð- herra sem er öðrum fremur ætl- að að tryggja að allir séu jafnir fyrir lögunum? Eiga jafnrétt- islög ekki að tryggja jöfn tæki- færi karla og kvenna til emb- ætta og leiðrétta það misvægi sem víða ríkir að þeim efnum? Telur ráðherra jafnréttissjón- armið heyra fortíðinni til? Ég hélt að það væru embætt- isveitingar á grundvelli flokks- skírteina eða fjölskyldutengsla sem heyra ættu sögunni til. En nei. Börn okkar tíma eru því miður miðaldra karlmenn sem fyrtast við þegar sanngjarnar leikreglur setja þeim skorður við að viðhalda vinnubrögðum gamla tímans. Þetta eru fyrir- greiðslustjórnmálamenn flokks- skírteinanna, helmingaskipta- karlar kalda stríðsins. Dóms- málaráðherra hafði í fyrri störf- um getið sér orð fyrir vandaða stjórnsýslu og nútímalega hugs- un í ýmsum efnum. Það er sorg- legt að sjá hann skipa sér á þennan fornaldarbás. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um ónot Björns Bjarnasonar út í Fréttablaðið og DV. 12 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Tengsl sem enginn nefnir Tökum dæmi um tengsl sem eng- um dettur í hug að minnast á í fréttum. Í fyrradag sendi svoköll- uð Kærunefnd jafnréttismála frá sér niðurstöðu vegna skipunar hæstaréttardómara. Áliti nefnd- arinnar er víða tekið eins og hinu vandaðasta plaggi sem ekki verði deilt á. Samt er það nú svo að það eru einstaklingar af holdi og blóði sem standa að því. Þeg- ar dómsmálaráðherra kynnti ákvörðun sína síðastliðið haust, urðu ýmsir reiðir. Einn þeirra sem ekki varð mjög ánægður var til dæmis Sif Kon- ráðsdóttir nokkur, skeleggur lög- maður á lögmannsstofunni Mandat í Reykjavík. Hún skrif- aði strax grein í Lögmannablaðið þar sem hún lýsti þeirri skoðun að nærtækt væri að álykta sem svo að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að velja þann mann sem hann kaus en ekki til- tekinn kvenkynsumsækjanda, Hjördísi Hákonardóttur. Næst gerist það að Hjördís Hákonar- dóttir fer af stað og kærir emb- ættaveitinguna til kærunefndar jafnréttismála en svo skemmti- lega vill til að þar sat í forsæti Björn L. Bergsson nokkur, skel- eggur lögmaður á lögmannsstof- unni Mandat í Reykjavík. Hann og þær tvær konur sem sátu með honum í nefndinni komust svo einróma að sömu niðurstöðu og Sif var búin að skrifa í Lög- mannablaðið. Hefur nokkur maður heyrt minnst á það í fréttum að for- maður hinnar óumdeildu úr- skurðarnefndar sé félagi og sam- eigandi lögmanns sem sérstak- lega hafi beitt sér með þessum hætti í máli sem svo kom til úr- skurðar hjá nefndinni? VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Afnema lögin Réttast væri að afnema lögin [um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna] með öllu. Allir tilraunir ríkja til að ná fram jafnstöðu hafa endað með hörm- ungum. Frjáls samskipti fólk á jafnréttisgrundvelli hafa hins vegar skilað mörgum miklu. Þess háttar fyrirkomulag er ekki aðeins hagfelldara heldur einnig réttlátara. Jafnrétti og réttlæti er einmitt það sem viðhafa ber. SNORRI STEFÁNSSON Á FRELSI.IS Um daginnog veginn HJÁLMAR ÁRNASON ■ alþingismaður skrifar um atvinnuleysis- bætur. Hækkun atvinnu- leysisbóta, risastökk! ■ Af netinu BJÖRN BJARNASON „Börn okkar tíma eru því miður miðaldra karlmenn sem fyrtast við þegar sanngjarnar leik- reglur setja þeim skorður.“ Moggaráðherrann kennir blaðamennsku Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. SPARIDRAGTIR OG -KJÓLAR SUMARPILS OG BLÚSSUR Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um ummæli Björns Bjarnasonar um jafnréttislögin. Börn okkar tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.