Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 3 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 103 stk. Keypt & selt 29 stk. Þjónusta 52 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 19 stk. Tómstundir & ferðir 11 stk. Húsnæði 35 stk. Atvinna 13 stk. Tilkynningar 7 stk. Ekur um á fagurrauðum og sparneytnum bíl BLS. 2 Góðan dag! Í dag er laugardagur 10. apríl, 101. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.12 13.29 20.47 Akureyri 5.51 13.14 20.38 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Samkvæmt lögum eiga nagladekk að vera komin undan bílunum 15. apríl næstkom- andi, og liggja við því viðurlög ef ekki er búið að skipta um dekk á þeim tíma. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hefst eftirlit ekki af fullum krafti fyrr en í byrjun maí, þar sem allra veðra er von fram að því. Á dekkjaverkstæðum fengust þær upp- lýsingar að traffíkin væri ekki byrjuð, og hefðbundið væri að ekkert gerðist í þess- um efnum fyrr en eftir páska. Björn Pétursson hjá VDO Borgardekkj- um í Borgartúni segir dekkjaskipti í ár hafa farið rólega af stað. „Aðaltrukkið verður örugglega fljótlega eftir páska, en fólk er auðvitað mikið á faraldsfæti á þess- um tíma og engu að treysta í veðrinu. Það er ekki fyrr en löggan fer að minna á sig upp úr næstu mánaðamótum sem fólk tek- ur við sér.“ Aðspurður segir Björn ekkert vera til sem heitir heilsársdekk, um sé að ræða sumar- eða vetrardekk og svo þessi negldu. „Vetrardekkin eru orðin gríðarlega góð og vel hönnuð, en koma engan veginn í stað- inn fyrir nagladekkin.“ Lögreglan vill þó minna fólk á að tíminn til að skipta um dekk nálgast, og upp úr mánaðamótum apríl-maí er sektin 5.000 krónur á hvert neglt dekk. ■ Nagladekkin af 15. apríl: 5.000 króna sekt á dekk bilar@frettabladid.is Fyrir bílinn Mótorhjól og tengi- vagnar sem eru léttari en 3.500 kg þarf einungis að skoða annað hvert ár í Svíþjóð sam- kvæmt nýjum regl- um sem tóku gildi þann 1. þessa mánaðar. Ný mót- orhjól og létta tengivagna þurfti áður að færa til skoð- unar eftir tvö ár frá ný- skráningar- degi. Hér eftir þarf ekki að færa þau til fyrstu skoðunar fyrr en eftir fjögur ár. Ástæðan er sú að við ár- lega skoðun hefur það sýnt sig að miklu færri ágallar finnast á þessum farartækjum heldur en bílum, enda eru þau alla jafna mun minna ekin en bifreiðar. Þetta kemur fram á frétta- vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, www.fib.is Ungt fólk drekkur sjaldnar áður en það sest undir stýri en það gerði áður fyrr. Árið 1996 sögðust 49% þátttak- enda í könnun Sjóvár-Al- mennra á aksturslagi ung- menna á aldrinum 17-20 ára hafa ekið einu sinni eða oftar undir áhrifum áfengis. Síðan hefur já- kvæð þróun átt sér stað og var fjöldi þeirra sem segis hafa ekið ölvaður kominn niður í 21% árið 2001 og 20% árið 2002. Frá árinu 1999 hefur þeim sem segjast hafa ekið ölvað- ir fækkað úr 40% í 20% og var fækkunin mest á milli áranna 2000 og 2001 eða úr 30% í 21%. Íbúar á Austurlandi hafa hlut- fallslega flestir ekið undir áhrifum áfengis eða tæp 30%. Næst kemur höfuðborgarsvæðið og því næst Suðurland. Fleiri piltar aka drukknir en stúlkur eða 26% drengja á móti 13% stúlkna. Þetta kemur fram í skýrslunni Af- brot í umferðinni sem kynnt var síðastliðinn miðvikudag. Bílasala hefur aukist í Nor- egi það sem af er ári og gleðjast bílasalar og bílaumboð nú mjög. Fyrstu þrjá mán- uði árs- ins seldust rúmlega 7.500 nýir bílar í Osló en í fyrra rúmlega 5.700 og nemur aukningin 31%. Sala á notuðum bíl- um jókst líka. Volkswagen og Mercedes eru vinsælustu tegundirn- ar hjá frændum vorum Norðmönn- um. Of hraður akstur var algeng- asta orsök banaslysa á árunum 1998 til 2002. Þar næst kemur að bílbelti hafi ekki verið notað og svo ölvun- arakstur. Þetta kemur fram í skýrsl- unni Afbrot í umferðinni. Þá er svefn og þreyta ökumanna enn frem- ur algeng orsök banaslysa sem og að biðskylda er ekki virt. Skipt um dekk hjá VDO Borgardekkjum Strákarnir á verkstæðinu hafa átt náðuga daga undanfarið í dekkjaskiptingum, en búast við að törnin hefjist eftir páska. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR BÍLINN Til sölu Hobby exellent easy 07/03. Glæsilegt hús með öllu. Verð 1.800.000,- Engin skipti. Uppl. í síma 899 7296. Íslensk hús úr norskum kjörviðið. Með einstakri fúavörn, ytra byrði og pallaefni viðhaldsfrítt í allt að 10 ár. Þar sem gæðin skipta máli. RC hús Grensásvegi 22, Reykjavík. S. 511 5550 - www.rchus.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Eru ekki allir í stuði? Núna ætl- um við að spila lag af nýjasta diskinum okkar! Ilmur í bílum: Táfýlan langvinsælust Það getur verið svolítið skondið að vera stopp á umferðar- ljósum og horfa á dinglandi tásur dansa undir baksýnis- speglum bílanna í kring. Glitrandi bláar, bleikar og gular hafa þær vægast sagt tröllriðið bílainnréttingum ís- lenskra ökutækja, og eftir því sem Ara Páli Tómassyni, sölustjóra í Bílanausti, sýnist er ekkert sem bendir til þess að táfýlan sé á útleið. Bílanaust er um- boðsaðili fyrir Medo- bílailmina sem þykja Rollsinn í ilmvörum fyrir bíla. Undanfar- in ár hefur táfýlan svokallaða trónað á toppinum, ásamt þeim Tweety og Kalla kanínu, sem festast í miðstöð bílsins. Nú stendur tásunum þó ógn af nýjasta æðinu sem eru glærir, litaðir höfrungar með ferskum andvara sjávar og náttúru. Að sögn Ara Páls duga Medo-ilmspjöldin í nokkra mán- uði. „Svo er dálítið merkilegt að fólk er í auknum mæli farið að kaupa bæði tásur og höfrunga til heimilisnota til að fá frískan ilm í þvottahúsið, geymsluna eða bílskúrinn, en þannig notkun á bílailmum hefur lengi verið ríkjandi í nágrannalöndunum.“ ■ ILMANDI TÁSUR Langsöluhæstu ilmspjöldin í bíla hingað til, en gætu þurft að hopa fyrir höfrungum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.