Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 Fréttiraf fólki 45 Pondus eftir Frode Øverli Uppl í síma 8917576 alla daga. Skelltu þér í enskunám. It´s never too late. Enskuskóli Erlu Ara auglýsir • stutt vornámskeið í Hafnarfirði fyrir fullorðna, • enskunám í Englandi fyrir 12-16 ára tilvalin fermingargjöf • enskunám í Englandi fyrir fullorðna Hópstjórar með í för allan tímann Sjá nánar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara WILLIAM HUNG Sem sparkað var úr áheyrnarprufum fyrir American Idol söng Ricky Martin-lagið She Bangs, á sinn einstaka hátt, í Today-þætt- inum á NBC-sjónvarpsstöðinni að morgni föstudagsins langa. Það var komið miðnætti, og í skugga leðurblökunnar voru „Postular dauðans“ saman komnir til að hefja athöfn vanhelgunar! Það var kliður mannvonsku og djöfulgangs í loftinu! Ég fann ærandi hungrið í illsku magnast enn frekar! Þannig að ég tók fram Bangsímon- nestisboxið mitt... ...og nú fæ ég ekki að vera með lengur! Svona, svona! Reyndu að sjá dökku hliðina á þessu! Já, þú verður að geta séð myrkrið í ljósinu! Leikkonan Debra Messing, semer frægust fyrir túlkun sína á Grace í þáttunum Will & Grace, eignaðist son að morgni skír- dags. Sveinn- inn er fyrsta barn leikkon- unnar en með- gangan reynd- ist henni það erfið að hún gat lítið verið með í síðustu seríu Will & Grace. Barni og móður heilsast þó vel og Messing mun því væntanlega koma sterk til leiks í næsta ár- gangi gamanþáttanna. Þrátt fyrir að hún hafi ekki haft mikið fyrir stafni í leiklistinni geta aðdáend- ur hennar huggað sig við það að rödd hennar mun heyrast í bíó í sumar þar sem hún talar fyrir læðuna Arlene í nýrri kvikmynd um köttinn Garfield en það er sjálfur Bill Murray sem ljær kattarkveljunni rödd sína. Tónlistarmaðurinn Prince og líf-vörður hans hafa verið kærðir fyrir líkamsárás en þannig er mál með vexti að háskólanemi reyndi að ná mynd af rokk- goðinu á flug- velli þann 29. desember. Líf- vörður söngvar- ans brást hinn versti við og hjólaði í námsmanninn, sem átti sér einskis ills von, stuggaði við honum, hafði í hótunum við hann og hrifsaði af honum stafræna myndvél. Í kærunni segir að fórnarlambið hafi staðið eftir „furðu lostið og niðurlægt“ en ungi maðurinn hefur verið þjak- aður af kvíða og svefnleysi frá því að atvikið átti sér stað. Prince hefur neitað að taka við stefnu vegna málsins og aðspurðir kann- ast talsmenn hans ekki við neina líkamsárás. Allt útlit er fyrir að kærustu-parið Harrison Ford og Calista Flockhart sé að hætta saman en ástæðan fyrir því að Ally McBeal-leikkonan er að gefast upp á gömlu Indiana Jo- nes-hetjunni er sú að hann brást við af áhugaleysi þeg- ar hundurinn hennar dó. Sjálfur missti Ford móðir sína fyrir skemmstu og hefur verið mjög dapur síðan og þó að Calista hafi fullan skilning á sorg hans finnst henni hann sýna andláti hundsins, Webster, full lítinn áhuga. Webster var nefnilega besti vinur Calistu en Ford finnst hún gera allt of mikið úr dauða dýrsins. Fyrst varð vart við bresti í þessu þriggja ára sambandi eftir að Ford þurfti að greiða fyrrum eiginkonu sinni, handritshöfundinum Melissu Mathison, 90 milljónir dollara við skilnað þeirra og sást skömmu síðar að dansa við tvær konur á tekílabar. FÓLK Janet Jackson er stórvara- söm manneskja þegar kemur að beinum útsendingum í sjónvarpi og er orðin alræmd eftir að hún beraði óvart annað brjóst sitt í beinni þegar hún tók lagið með Justin Timberlake í hálfleik úr- slitaleiks ameríska ruðningsins. Frá því að brjóstið slapp laust hafa yfirvöld í Bandaríkjunum haft sjónvarpsstöðvar í gjörgæslu og það er óhætt að segja að menn séu vægast sagt órólegir og óttist fátt jafn mikið og annað hneyksli á borð við það sem Janet olli. Yfirmenn bandarískra sjón- varpsstöðva hafa því gripið til þess ráð að senda allar „beinar“ útsendingar út með nokkurra sek- úndna töf svo hægt sé að grípa inn í ef fólk eða líkamshlutar missa sig. Beinar útsendingar eru því í raun og veru ekki beinar lengur og þannig var sent út bæði frá Ósk- arsverðlaununum og Grammy- verðlaununum með seinkun. Jafnvel þeir djörfustu fara svo varlega í sakirnar þegar Janet er annars vegar. Þáttur Ryans Seacrest, sem er meðal annars umsjónarmaður American Idol, er alltaf sendur út í beinni en ákveðið var að hafa seinkun þegar Janet mætti í þáttinn til að kynna nýju plötuna sína, Damita Jo. Gamanþátturinn Saturday Night Live leggur mikið upp úr beinum útsendingum, eins og nafn hans gefur til kynna, og nú reynir á kjarkinn á þeim bænum þar sem Janet verður gestakynnir í þættinum í kvöld. Talsmaður NBC segir að ákveðið hafi verið að taka áhættuna með Janet en það eru 14 ár síðan Saturday Night Live var síðast sendur út með seinkun. Þá var uppistandar- inn og klámkjafturinn Andrew Dice Clay gestur. Stöðin gerir þó vitaskuld út á spennuna í kringum Janet og auglýsir að það geti allt gerst í þættinum, svo framarlega sem það stangist ekki á við reglur útvarpseftirlitsins. ■ JANET JACKSON NBC ætlar að taka sénsinn og sjón- varpa Saturday Night Live beint þó að Janet Jackson sé á gestalistanum. Janet fær að vera í beinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.