Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 49
■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Þrír harmóníkkuleikarar, Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Leifur Þorbergsson og kennarinn þeirra, rússneski harmónikkusnillingur- inn Vadim Fjodorov, spila á hnappa- harmónikkur á tónleikum í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.  17.00 Passíutónleikar í Neskirkju. Endurreisnarhópurinn Rinascante flytur meðal annars Missa Requiem eftir Or- lando Di Lasso. Að tónleikum loknum kl. 18.00 verður páskahátíðin hringd inn.  23.00 Siggi Björns, Keith Hopcroft og Tam Lawrence spila lög af disknum Patches á Vagninum, Flateyri. ■ ■ SKEMMTANIR  Brimkló heldur uppi stuði á Players Kópavogi.  Lúdó & Stefán spila í Klúbbnum við Gullinbrú.  Hljómsveitinn Buff ætlar að halda uppi stemmaranum með gríni og glensi á Gauknum.  Eyjólfur Kristjánsson og hljómsveit- in Íslands eina von skemmta á Græna hattinum, Akureyri.  Paparnir skemmta í Valaskjálf á Eg- ilsstöðum.  Írafár skemmtir ásamt Kalla Bjarna Idolstjörnu í Sjallanum, Akureyri. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Ferðafélag Íslands efnir til ökuferðar um uppsveitir Árnessýslu. Komið verður við á ýmsum stöðum, gengið um Haukadalsskóg og farið í há- tíðarmessu í Skálholti. Fararstjóri er Leif- ur Þorsteinsson. Brottför frá Mörkinni 6. ■ ■ MESSUR  06.30 Að fornum sið hefst páska- messa í Þingvallakirkju strax við sólar- upprás. Séra Bernharður Guðmunds- son Skálholtsrektor þjónar fyrir altari. Á eftir messu verður dúkur breiddur á hlaðinn kirkjugarðsvegginn og kirkju- gestum boðið upp á kaffi á hlaðinu.  11.00 Páskaverk eftir John Speight fyrir einsöngvara, málmblásara, kór og orgel verður frumflutt í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju. LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 hvað?hvar?hvenær? 8 9 10 11 12 13 14 APRÍL Sunnudagur ■ TÓNLEIKAR Nýstofnaður sönghópur, Rina-scente, kveður sér hljóðs í fyrsta sinn í dag með tónleikum í Neskirkju. Hópurinn ætlar að ein- beita sér að flutningi tónlistar frá endurreisnartímabilinu, enda merkir nafn hópsins einfaldlega endurreisn. „Við höfum öll sameiginlegt áhugamál, sem er endurreisnar- tónlist og önnur gömul tónlist,“ segir Steingrímur Þórhallsson, organisti Neskirkju, sem er hvata- maðurinn að stofnun hópsins. Sjálfur syngur Steingrímur tenórrödd með hópnum, en aðrir söngvarar eru Hallveig Rúnars- dóttir sópran, Jóhanna Halldórs- dóttir alt og Hrólfur Sæmundsson barítón. „Við erum öll í því að leita uppi tónlist. Jóhanna hefur meðal ann- ars góðan aðgang að bókasöfnum erlendis og hefur verið að ljósrita þar gömul handrit handa okkur og koma með heim. Við höfum mik- inn áhuga á að flytja tónlist sem sjaldan eða aldrei hefur heyrst hér heima, og eitt stykki sem við flytjum á þessum tónleikum kem- ur beint úr gömlu handriti og hef- ur sennilega ekki verið flutt neins staðar í mörg hundruð ár.“ Á tónleikunum í dag ætla þau að flytja tónlist sem tengist sér- staklega passíunni og föstudegin- um langa. Þar ber hæst frumflutn- ing hér á landi á verkinu Missa pro defunctis eftir Orlando di Lasso. „Enginn getur sagt raunveru- lega hvernig margt af þessari tón- list á að hljóma. Við höfum í raun og veru bara nóturnar og textann. Okkar reynsla er samt sú að þegar við förum að spila þetta, þegar nóturnar verða að tónum, þá tekur músíkin í þessu oft bara völdin og segir manni hvernig þetta á að vera.“ ■ SÖNGHÓPURINN RINASCENTE Hrólfur Sæmundsson, Steingrímur Þórhallsson, Jóhanna Halldórsdóttir og Hallveig Rún- arsdóttir flytja tónlist frá endurreisnartímabilinu í Neskirkju í dag. Grafa upp gamla tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.