Fréttablaðið - 10.04.2004, Síða 49
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Þrír harmóníkkuleikarar,
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir,
Leifur Þorbergsson og kennarinn
þeirra, rússneski harmónikkusnillingur-
inn Vadim Fjodorov, spila á hnappa-
harmónikkur á tónleikum í Hömrum, sal
Tónlistarskóla Ísafjarðar.
17.00 Passíutónleikar í Neskirkju.
Endurreisnarhópurinn Rinascante flytur
meðal annars Missa Requiem eftir Or-
lando Di Lasso. Að tónleikum loknum
kl. 18.00 verður páskahátíðin hringd inn.
23.00 Siggi Björns, Keith Hopcroft
og Tam Lawrence spila lög af disknum
Patches á Vagninum, Flateyri.
■ ■ SKEMMTANIR
Brimkló heldur uppi stuði á Players
Kópavogi.
Lúdó & Stefán spila í Klúbbnum við
Gullinbrú.
Hljómsveitinn Buff ætlar að halda
uppi stemmaranum með gríni og glensi
á Gauknum.
Eyjólfur Kristjánsson og hljómsveit-
in Íslands eina von skemmta á Græna
hattinum, Akureyri.
Paparnir skemmta í Valaskjálf á Eg-
ilsstöðum.
Írafár skemmtir ásamt Kalla Bjarna
Idolstjörnu í Sjallanum, Akureyri.
■ ■ ÚTIVIST
10.00 Ferðafélag Íslands efnir til
ökuferðar um uppsveitir Árnessýslu.
Komið verður við á ýmsum stöðum,
gengið um Haukadalsskóg og farið í há-
tíðarmessu í Skálholti. Fararstjóri er Leif-
ur Þorsteinsson. Brottför frá Mörkinni 6.
■ ■ MESSUR
06.30 Að fornum sið hefst páska-
messa í Þingvallakirkju strax við sólar-
upprás. Séra Bernharður Guðmunds-
son Skálholtsrektor þjónar fyrir altari. Á
eftir messu verður dúkur breiddur á
hlaðinn kirkjugarðsvegginn og kirkju-
gestum boðið upp á kaffi á hlaðinu.
11.00 Páskaverk eftir John Speight
fyrir einsöngvara, málmblásara, kór og
orgel verður frumflutt í hátíðarmessu í
Hallgrímskirkju.
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004
hvað?hvar?hvenær?
8 9 10 11 12 13 14
APRÍL
Sunnudagur
■ TÓNLEIKAR
Nýstofnaður sönghópur, Rina-scente, kveður sér hljóðs í
fyrsta sinn í dag með tónleikum í
Neskirkju. Hópurinn ætlar að ein-
beita sér að flutningi tónlistar frá
endurreisnartímabilinu, enda
merkir nafn hópsins einfaldlega
endurreisn.
„Við höfum öll sameiginlegt
áhugamál, sem er endurreisnar-
tónlist og önnur gömul tónlist,“
segir Steingrímur Þórhallsson,
organisti Neskirkju, sem er hvata-
maðurinn að stofnun hópsins.
Sjálfur syngur Steingrímur
tenórrödd með hópnum, en aðrir
söngvarar eru Hallveig Rúnars-
dóttir sópran, Jóhanna Halldórs-
dóttir alt og Hrólfur Sæmundsson
barítón.
„Við erum öll í því að leita uppi
tónlist. Jóhanna hefur meðal ann-
ars góðan aðgang að bókasöfnum
erlendis og hefur verið að ljósrita
þar gömul handrit handa okkur og
koma með heim. Við höfum mik-
inn áhuga á að flytja tónlist sem
sjaldan eða aldrei hefur heyrst
hér heima, og eitt stykki sem við
flytjum á þessum tónleikum kem-
ur beint úr gömlu handriti og hef-
ur sennilega ekki verið flutt neins
staðar í mörg hundruð ár.“
Á tónleikunum í dag ætla þau
að flytja tónlist sem tengist sér-
staklega passíunni og föstudegin-
um langa. Þar ber hæst frumflutn-
ing hér á landi á verkinu Missa
pro defunctis eftir Orlando di
Lasso.
„Enginn getur sagt raunveru-
lega hvernig margt af þessari tón-
list á að hljóma. Við höfum í raun
og veru bara nóturnar og textann.
Okkar reynsla er samt sú að þegar
við förum að spila þetta, þegar
nóturnar verða að tónum, þá tekur
músíkin í þessu oft bara völdin og
segir manni hvernig þetta á að
vera.“ ■
SÖNGHÓPURINN RINASCENTE
Hrólfur Sæmundsson, Steingrímur Þórhallsson, Jóhanna Halldórsdóttir og Hallveig Rún-
arsdóttir flytja tónlist frá endurreisnartímabilinu í Neskirkju í dag.
Grafa upp
gamla tónlist