Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 10
10 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR SJÍAMÚSLIMAR BIÐJAST FYRIR Yfir 20 þúsund stuðningsmanna sjía- klerksins Muqtada al-Sadr biðjast fyrir í út- hverfi Bagdad. Bandaríkjamenn hafa gefið út handtökuskipun á al-Sadr. MENGUNARVARNIR Íslensk stjórn- völd hafa að flestu leyti staðið undir skuldbindingum sínum gagnvart svokölluðum OSPAR- samningi en markmið hans er að koma í veg fyrir og útrýma mengun í Norðaustur-Atlantshafi og vernda hafsvæðið fyrir skað- legum áhrifum. Þetta er niður- staða Ríkisendurskoðunar sem framkvæmdi umhverfisendur- skoðun á því hvernig Ísland hefur fylgt eftir samningnum sem öðlaðist gildi árið 1998. Samningurinn kveður meðal annars á um að hætt skuli að farga úreltum skipum á hafi úti, sé þess nokkur kostur, og um til- kynningarskyldu vegna varps dýpkunarefna auk ákvæða um vöktun og eftirlit. Sá kafli samningsins sem hefur kallað á hvað mestar breytingar hér á landi er viðaukasamningur um stórauknar rannsóknir og vöktun á hafsvæðinu innan ís- lensku lögsögunnar. Bent hefur verið á að slíkar rannsóknir séu til þess fallnar að styrkja hreina og holla ímynd sjávarafurða frá Ís- landi. Þannig skili aukinn kostnað- ur vegna þessa sér til baka í meiri sölu á íslenskum sjávarafurðum erlendis. ■ Refsivert að menga Þingvallavatn Umhverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Stærsti grunnvatnstankur landsins er á svæðinu. Brot á lögunum varða allt að tveggja ára fangelsi. ALÞINGI Grunnvatnið sem verður innan marka vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns er þriðjungur af öllu lindarvatni á Íslandi að sögn Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra, en hún mælir fyrir frumvarpi um verndun vatnsins og vatnasviðs þess. „Þetta er stærsti grunnvatns- tankur framtíðarinnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og því geysilega mikilvægt að þessu svæði verði ekki spillt,“ segir Siv. Siv segir að þó að Gvenndar- brunnarnir muni sjá höfuðborgar- svæðinu fyrir vatni á næstu ára- tugum sé ljóst að mikilvægt sé að tryggja hreinleika grunnvatnsins við Þingvallavatn fyrir komandi kynslóðir. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur óheimilt að gera nokkuð það sem spillt getur yfirborðsvatni eða grunnvatni á svæðinu. Ráð- herra getur að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir og iðnaðarráðuneytið sett nánari reglur um framkvæmd vatns- verndarinnar. Þannig getur ráð- herra til að mynda komið í veg fyrir jarðrask og byggingar mannvirkja telji hann að fram- kvæmdirnar muni spilla vatninu. Einnig hefur hann heimild til að takmarka nytjarétt innan vatns- verndarsvæðisins telji hann það nauðsynlegt. Siv segir að ekki aðeins sé mik- ilvægt að tryggja hreinleika vatnsins heldur einnig náttúrufar við vatnið. „Þingvallavatn hefur mikla sérstöðu,“ segir Siv. „Þetta er til dæmis eina vatnið í heiminum þar sem er að finna fjögur afbrigði af bleikju.“ Í frumvarpinu er sérstklega kveðið á um að vernda skuli lífriki vatnsins og þess gætt að búsvæð- um og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna verði ekki raskað. Umhverfisráð- herra getur samkvæmt frum- varpinu sett takmarkanir á losun úrgangsefna og um frárennsli og fráveitur í vatnið telji hann að slík losun samrýmist ekki verndun vatnsins. Í frumvarpinu kemur fram að brot gegn lögum þessum og reglugerðum sem settar séu samkvæmt þeim varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. trausti@frettabladid.is Aðild Íslands að samningum um verndun hafsvæða Norðaustur-Atlantshafsins: Vel staðið að samningnum hér HAFIÐ VIÐ STRENDUR ÍSLANDS Í nýrri úttekt kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi almennt staðið sig vel í verndun haf- svæðisins við strendur landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG JÖ KU LL SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Siv segir að þó að Gvenndarbrunnarnir muni sjá höfuðborgarsvæðinu fyrir vatni á næstu áratugum sé ljóst að mikilvægt sé að tryggja hreinleika grunnvatnsins við Þingvallavatn fyrir komandi kynslóðir. VATNASVIÐ ÞINGVALLAVATNS Umhverfisráðherra segir mikilvægt að spilla ekki þessum stærsta grunnvatnstanki framtíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.