Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 10

Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 10
10 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR SJÍAMÚSLIMAR BIÐJAST FYRIR Yfir 20 þúsund stuðningsmanna sjía- klerksins Muqtada al-Sadr biðjast fyrir í út- hverfi Bagdad. Bandaríkjamenn hafa gefið út handtökuskipun á al-Sadr. MENGUNARVARNIR Íslensk stjórn- völd hafa að flestu leyti staðið undir skuldbindingum sínum gagnvart svokölluðum OSPAR- samningi en markmið hans er að koma í veg fyrir og útrýma mengun í Norðaustur-Atlantshafi og vernda hafsvæðið fyrir skað- legum áhrifum. Þetta er niður- staða Ríkisendurskoðunar sem framkvæmdi umhverfisendur- skoðun á því hvernig Ísland hefur fylgt eftir samningnum sem öðlaðist gildi árið 1998. Samningurinn kveður meðal annars á um að hætt skuli að farga úreltum skipum á hafi úti, sé þess nokkur kostur, og um til- kynningarskyldu vegna varps dýpkunarefna auk ákvæða um vöktun og eftirlit. Sá kafli samningsins sem hefur kallað á hvað mestar breytingar hér á landi er viðaukasamningur um stórauknar rannsóknir og vöktun á hafsvæðinu innan ís- lensku lögsögunnar. Bent hefur verið á að slíkar rannsóknir séu til þess fallnar að styrkja hreina og holla ímynd sjávarafurða frá Ís- landi. Þannig skili aukinn kostnað- ur vegna þessa sér til baka í meiri sölu á íslenskum sjávarafurðum erlendis. ■ Refsivert að menga Þingvallavatn Umhverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Stærsti grunnvatnstankur landsins er á svæðinu. Brot á lögunum varða allt að tveggja ára fangelsi. ALÞINGI Grunnvatnið sem verður innan marka vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns er þriðjungur af öllu lindarvatni á Íslandi að sögn Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra, en hún mælir fyrir frumvarpi um verndun vatnsins og vatnasviðs þess. „Þetta er stærsti grunnvatns- tankur framtíðarinnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og því geysilega mikilvægt að þessu svæði verði ekki spillt,“ segir Siv. Siv segir að þó að Gvenndar- brunnarnir muni sjá höfuðborgar- svæðinu fyrir vatni á næstu ára- tugum sé ljóst að mikilvægt sé að tryggja hreinleika grunnvatnsins við Þingvallavatn fyrir komandi kynslóðir. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur óheimilt að gera nokkuð það sem spillt getur yfirborðsvatni eða grunnvatni á svæðinu. Ráð- herra getur að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir og iðnaðarráðuneytið sett nánari reglur um framkvæmd vatns- verndarinnar. Þannig getur ráð- herra til að mynda komið í veg fyrir jarðrask og byggingar mannvirkja telji hann að fram- kvæmdirnar muni spilla vatninu. Einnig hefur hann heimild til að takmarka nytjarétt innan vatns- verndarsvæðisins telji hann það nauðsynlegt. Siv segir að ekki aðeins sé mik- ilvægt að tryggja hreinleika vatnsins heldur einnig náttúrufar við vatnið. „Þingvallavatn hefur mikla sérstöðu,“ segir Siv. „Þetta er til dæmis eina vatnið í heiminum þar sem er að finna fjögur afbrigði af bleikju.“ Í frumvarpinu er sérstklega kveðið á um að vernda skuli lífriki vatnsins og þess gætt að búsvæð- um og hrygningarstöðvum bleikjuafbrigða og urriðastofna verði ekki raskað. Umhverfisráð- herra getur samkvæmt frum- varpinu sett takmarkanir á losun úrgangsefna og um frárennsli og fráveitur í vatnið telji hann að slík losun samrýmist ekki verndun vatnsins. Í frumvarpinu kemur fram að brot gegn lögum þessum og reglugerðum sem settar séu samkvæmt þeim varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. trausti@frettabladid.is Aðild Íslands að samningum um verndun hafsvæða Norðaustur-Atlantshafsins: Vel staðið að samningnum hér HAFIÐ VIÐ STRENDUR ÍSLANDS Í nýrri úttekt kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi almennt staðið sig vel í verndun haf- svæðisins við strendur landsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG JÖ KU LL SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Siv segir að þó að Gvenndarbrunnarnir muni sjá höfuðborgarsvæðinu fyrir vatni á næstu áratugum sé ljóst að mikilvægt sé að tryggja hreinleika grunnvatnsins við Þingvallavatn fyrir komandi kynslóðir. VATNASVIÐ ÞINGVALLAVATNS Umhverfisráðherra segir mikilvægt að spilla ekki þessum stærsta grunnvatnstanki framtíðarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.