Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 34
26 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Allir vildu Lilju kve Ég vildi að ég hefði skrifaðbókina Pan eftir norska stór- skáldið Knut Hamsun, því sagan er hreint snilldarvel skrifuð; skemmtileg og lifandi á alla lund,“ segir rithöfundurinn og Ólafsvíkingurinn Stefán Máni þegar hann er spurður hvaða skáldverk heims hann vildi geta sett stafina sína við. „Ég hef margoft lesið Pan, bæði upp til agna og svo blaðað í henni aftur og aftur. Ég nota hana reyndar alltaf sem pepp þegar ég fæ snert af ritstíflu og þá bregst ekki að ég lifna allur við og kemst fljótt í gang.“ Stefán Máni segist hafa kynnst Knut Hamsun þegar hann féll fyrir enska bókartitl- inum Hunger (Sultur) og svart- hvítri myndinni sem skreytti kápu þessarar kunnu sögu skáldsins. „Mér fannst titillinn grípandi, hann kallaði á mig og ég ákvað að lesa bókina. Komst þá á bragðið og fór að lesa meira eftir Hamsun, sem svo leiddi mig að Pan og víst að ég hef ekki orðið samur á eftir.“ Pan segir frá þrítugum liðs- foringja sem sest í helgan stein mitt í norskum skógi, dundar sér við að skjóta fugla og verður ástfanginn af stúlku í nágrenn- inu. „Þetta er svona fyndin dramatík, skrifuð í fyrstu per- sónu og segir af algjörum erki- bjána,“ segir Stefán Máni, sem sjálfur hefur skrifað heilmikið um þá tegund mannfólksins. „Ég hef alltaf gaman af bjánum sem vita ekki að þeir eru það, og svo heillast ég líka af fallegri dramatík, eins og vonlausri ást og tregafullri, sem er einmitt blandan í bók Hamsuns. Mér finnst gott þegar söguþráðurinn er ekki fyrirsjáanlegur og er lít- ið gefinn fyrir Hollywood-endi.“ Stefán Máni segir söguhetju Pan vera hreinræktaðan drullu- sokk sem engin leið sé að hafa samúð með. Það er dálítið í takt við næstu skáldsögu Stefáns Mána, sem kemur út um næstu jól og heitir Anarkí, en hún seg- ir einmitt af undirheimum Reykjavíkur og íslenskum glæpalýð sem fæstir hafa sam- úð með. „Þetta verður heljarinn- ar heimildasúpa og ég hef verið í fangelsum og undirheimabrölti til að kynnast hugsunarhætti glæpona Íslands. Þetta verður hin hliðin á glæpasögunni. Eng- in löggusaga, heldur um það sem gerist í lífi glæpamanna og þeirra sem verða undir í sam- félaginu.“ ■ Ég hef ekki enn séð þá mynd semég hefði viljað setja nafn mitt við, á ekki von á að finna hana og forðast í raun að leita,“ segir akur- eyrska myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir þegar hún er spurð hvaða málverk hún vildi geta kallað sína eigin pensildrætti. „Ég vildi miklu fremur hafa getað samið tónverk eins og Mozart gerði, þar sem maður upplifir feg- urðina í tónunum sem svo skila sér sem kröftugur drifkraftur í allri sköpun. Því það er fegurðin í tón- listinni sem hefur mestu áhrifin á mig sem listamann, sem og morg- unsólarupprásin og litaspil náttúr- unnar. Það örvar mig mest; þetta samspil náttúru og sólar.“ Kristín málar sjálf allt að því ójarðneskar myndir og sumar með trúarlegum undirtón, enda nam hún hina guðdómlegu íkonamálun í ítölsku klaustri fyrr á árum. Sjá má dýrðlega íkona eftir Kristínu nærri altari Hallgrímskirkju. „En í raun vildi ég geta málað hið ómálanlega; þetta sem snertir okkar innsta kjarna. Auðvitað hef ég séð stór- kostleg listaverk um ævina, en hafi ég hrifist af málverkum annarra hafa þau aldrei haft þau áhrif á mig að ég hafi fengið löngun til þess að þau væru mín, því ég hef séð og skilið að þau væru einfaldlega ekki mitt sköpunarverk. Það sem býr að baki og örvar listamanninn skiptir mestu í listsköpun; útkoman er svo bara afleiðing.“ ■ ...en svo var sagt um frægasta helgikvæði kaþólskunnar á Íslandi, sem Eysteinn munkur Ásgrímsson orti á mið- öldum. Víst er að flestir renna hýru auga til ákveðinna listaverka sem og nytjamuna sem ævinlega verða brenni- merkt handbragði annarra. Hver vildi svo sem ekki geta haft það á afrekaskránni að hafa málað Síðustu kvöld- máltíðina, byggt Empire State-bygginguna eða skrifað eina Nóbelsverðlaunabókanna? Hér segja listhönnuður, tónlistargoð, listmálari og rithöfundur frá því sem þau hefðu óskað sér að eiga heiðurinn af eftir ævistarfið. KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR Vildi fremur hafa samið tónlist eins og Mozart gerði en að mála myndir annarra. Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður Vildi geta málað hið ómálanlega STEFÁN MÁNI Hefur lengi haft gaman af bjánum sem vita ekki af því. Stefán Máni, rithöfundur Vildi að ég hefði skrifað Pan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.