Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 11
■ Norður-Ameríka 11LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 42 74 04 /2 00 4 gle›ilega páskaG Páskamarkaður Begonía 699 kr. Sýpris 100 cm 999 kr. Páskakrýsi 499 kr. Opið í Sigtúni um páskana Laugardagur 9 - 21 Páskadagur lokað Annar í páskum 10 - 21 Pulitzer-verðlaunin afhent: Fimm til LA Times BANDARÍKIN, AP Dagblaðið LA Times sópaði að sér viðurkenning- um þegar Pulitzer-verðlaunin voru veitt, en alls hlaut blaðið fimm verðlaun. Wall Street Journal kom næst með tvenn verðlaun. Einungis einu sinni áður hefur blað fengið svo mörg Pulitz- er-verðlaun, en það var þegar Washington Post vann sjöfalt árið 2002, aðallega fyrir fréttaflutning af hryðjuverkaárásinni 11. sept- ember 2001. Meðal verðlaunaefnis LA Times voru besta fréttamynd, leiðaraskrif og gagnrýni. ■ ORKUMÁL Ráðherrar orkumála á Norðurlöndum hafa ákveðið að hrinda úr vör rannsóknarverk- efni sem miðar að því að auka notkun endurnýjanlegrar orku á jaðarsvæðum á Vestur-Norður- löndum. Í fréttatilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu segir að frum- kvæðið að verkefninu sé komið frá Íslendingum, sem meðal ann- ars hafi sett það á oddinn í for- mennskuáætlun sinni í Norrænu ráðherranefndinni 2004 að efla rannsóknir á vistvænum orku- gjöfum svo sem vetni. Rannsóknarverkefnið miðar að því að nýta betur endurnýjanleg- ar orkulindir, sérstaklega í Fær- eyjum og á Grænlandi. Í fyrsta áfanga verður aflað upplýsinga um raforkuþörf og raforkuveitur í útnorðri svo greina megi hvar og hvernig best megi nýta valkosti eins og vatns-, sólar- og vindorku. Einnig hvar hentugast sé að nota hefðbundna brennsluorkugjafa og vetni sem orkubera. Á grundvelli þessara upplýs- inga er áformað að búa til líkan sem stuðst verður við í áætlunum um framtíðarorkunotkun. Þá er gert ráð fyrir að á næstu árum verði farið af stað með 2-3 til- raunaverkefni þar sem reynt verði að auka hlut sjálfbærra orkugjafa á jaðarsvæðum sem eru nánast al- veg háð olíu til raforkuframleiðslu og húshitunar. Íslendingar, Grænlendingar, Færeyingar, Svíar og Norðmenn taka þátt í rannsóknarverkefninu. Gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður við verkefnið nemi um 18 milljónum króna. ■ GÓÐ ÆFING Bandarískur vísindamaður spilar tölvuleik á blaðamannafundi í New York. Ný rannsókn: Tölvuleikir hjálpa læknum NEW YORK, AP Skurðlæknar sem spila tölvuleiki gera færri mistök í holsjáraðgerðum og eru fljótari að vinna, ef marka má niðurstöð- ur nýrrar rannsóknar. Bandarískir vísindamenn við Beth Israel-sjúkrahúsið og há- skólann í Iowa segja að læknar sem spila tölvuleiki í að minnsta kosti þrjár klukkustundir á viku geri 37% færri mistök í holsjárað- gerðum og vinni 27% hraðar en þeir sem aldrei spili tölvuleiki. 33 læknar tóku þátt í rannsókn- inni, sem gerð var á síðasta ári. ■ SMYGLARI HANDTEKINN Yfir- völd í Mexíkó handtóku Banda- ríkjamann sem er grunaður um að hafa staðið fyrir innflutningi á fólki til Bandaríkjanna. Maðurinn var stoppaður undir stýri með sjötíu ólöglega innflytjendur í skottinu. Nítján létust eftir ferða- lagið, þeirra á meðal fimm ára strákur frá Mexíkó. HELLABJÖRGUN Hjálparsveitir voru kallaðar út þegar þrír hella- rannsóknarmenn festust inni í helli nálægt Mexíkóborg. Menn- irnir voru að kanna San Jose Balvanera-hellinn, en þeim var bjargað úr honum án mikilla vandræða og lagðir inn á sjúkra- hús vegna minniháttar meðsla. Þrettán Bretar festust inni í helli í heila viku í svipuðu tilfelli í síð- asta mánuði. FALSKAR VEGABRÉFSÁRITANIR Fyrrum starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Mexíkóborg hefur verið ákærð fyrir að að gefa út falskar vegabréfsáritanir. Hún á að hafa gefið út tæpar tvö hund- ruð áritanir og fengið fyrir það tugi milljóna króna. Einnig voru hjón frá Kólumbíu ákærð fyrir að vera meðsek í málinu. PÁSKAR Í MEXÍKÓ Í Mexíkó er páskunum fagnað með því að setja upp helgi- leiki sem tengj- ast páskahátíð- inni. Ungir sem aldnir fylgja meðal annars Jesúlíkneskjum síðustu göngu sína til krossfestingarinnar. FYRSTA VETNISSTÖÐIN Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var opnuð við Select á Vesturlandsvegi í fyrra. Rannsóknarverkefni um endurnýjanlega orku: Rannsóknir á vistvænum orkugjöfum verða efldar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.