Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 11

Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 11
■ Norður-Ameríka 11LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 42 74 04 /2 00 4 gle›ilega páskaG Páskamarkaður Begonía 699 kr. Sýpris 100 cm 999 kr. Páskakrýsi 499 kr. Opið í Sigtúni um páskana Laugardagur 9 - 21 Páskadagur lokað Annar í páskum 10 - 21 Pulitzer-verðlaunin afhent: Fimm til LA Times BANDARÍKIN, AP Dagblaðið LA Times sópaði að sér viðurkenning- um þegar Pulitzer-verðlaunin voru veitt, en alls hlaut blaðið fimm verðlaun. Wall Street Journal kom næst með tvenn verðlaun. Einungis einu sinni áður hefur blað fengið svo mörg Pulitz- er-verðlaun, en það var þegar Washington Post vann sjöfalt árið 2002, aðallega fyrir fréttaflutning af hryðjuverkaárásinni 11. sept- ember 2001. Meðal verðlaunaefnis LA Times voru besta fréttamynd, leiðaraskrif og gagnrýni. ■ ORKUMÁL Ráðherrar orkumála á Norðurlöndum hafa ákveðið að hrinda úr vör rannsóknarverk- efni sem miðar að því að auka notkun endurnýjanlegrar orku á jaðarsvæðum á Vestur-Norður- löndum. Í fréttatilkynningu frá forsæt- isráðuneytinu segir að frum- kvæðið að verkefninu sé komið frá Íslendingum, sem meðal ann- ars hafi sett það á oddinn í for- mennskuáætlun sinni í Norrænu ráðherranefndinni 2004 að efla rannsóknir á vistvænum orku- gjöfum svo sem vetni. Rannsóknarverkefnið miðar að því að nýta betur endurnýjanleg- ar orkulindir, sérstaklega í Fær- eyjum og á Grænlandi. Í fyrsta áfanga verður aflað upplýsinga um raforkuþörf og raforkuveitur í útnorðri svo greina megi hvar og hvernig best megi nýta valkosti eins og vatns-, sólar- og vindorku. Einnig hvar hentugast sé að nota hefðbundna brennsluorkugjafa og vetni sem orkubera. Á grundvelli þessara upplýs- inga er áformað að búa til líkan sem stuðst verður við í áætlunum um framtíðarorkunotkun. Þá er gert ráð fyrir að á næstu árum verði farið af stað með 2-3 til- raunaverkefni þar sem reynt verði að auka hlut sjálfbærra orkugjafa á jaðarsvæðum sem eru nánast al- veg háð olíu til raforkuframleiðslu og húshitunar. Íslendingar, Grænlendingar, Færeyingar, Svíar og Norðmenn taka þátt í rannsóknarverkefninu. Gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður við verkefnið nemi um 18 milljónum króna. ■ GÓÐ ÆFING Bandarískur vísindamaður spilar tölvuleik á blaðamannafundi í New York. Ný rannsókn: Tölvuleikir hjálpa læknum NEW YORK, AP Skurðlæknar sem spila tölvuleiki gera færri mistök í holsjáraðgerðum og eru fljótari að vinna, ef marka má niðurstöð- ur nýrrar rannsóknar. Bandarískir vísindamenn við Beth Israel-sjúkrahúsið og há- skólann í Iowa segja að læknar sem spila tölvuleiki í að minnsta kosti þrjár klukkustundir á viku geri 37% færri mistök í holsjárað- gerðum og vinni 27% hraðar en þeir sem aldrei spili tölvuleiki. 33 læknar tóku þátt í rannsókn- inni, sem gerð var á síðasta ári. ■ SMYGLARI HANDTEKINN Yfir- völd í Mexíkó handtóku Banda- ríkjamann sem er grunaður um að hafa staðið fyrir innflutningi á fólki til Bandaríkjanna. Maðurinn var stoppaður undir stýri með sjötíu ólöglega innflytjendur í skottinu. Nítján létust eftir ferða- lagið, þeirra á meðal fimm ára strákur frá Mexíkó. HELLABJÖRGUN Hjálparsveitir voru kallaðar út þegar þrír hella- rannsóknarmenn festust inni í helli nálægt Mexíkóborg. Menn- irnir voru að kanna San Jose Balvanera-hellinn, en þeim var bjargað úr honum án mikilla vandræða og lagðir inn á sjúkra- hús vegna minniháttar meðsla. Þrettán Bretar festust inni í helli í heila viku í svipuðu tilfelli í síð- asta mánuði. FALSKAR VEGABRÉFSÁRITANIR Fyrrum starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Mexíkóborg hefur verið ákærð fyrir að að gefa út falskar vegabréfsáritanir. Hún á að hafa gefið út tæpar tvö hund- ruð áritanir og fengið fyrir það tugi milljóna króna. Einnig voru hjón frá Kólumbíu ákærð fyrir að vera meðsek í málinu. PÁSKAR Í MEXÍKÓ Í Mexíkó er páskunum fagnað með því að setja upp helgi- leiki sem tengj- ast páskahátíð- inni. Ungir sem aldnir fylgja meðal annars Jesúlíkneskjum síðustu göngu sína til krossfestingarinnar. FYRSTA VETNISSTÖÐIN Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var opnuð við Select á Vesturlandsvegi í fyrra. Rannsóknarverkefni um endurnýjanlega orku: Rannsóknir á vistvænum orkugjöfum verða efldar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.