Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 20
20 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Meistarar í aflraunum Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur Sími 535 3500 · Fax 535 3509 www.kraftvelar.is Tónleikahald á Íslandi hefurverið í miklum blóma síðustu ár, bæði hjá innlendum sem er- lendum sveitum. Í ár bregður svo við að aragrúi af erlendum stór- sveitum hefur boðað komu sína hingað til lands og er óhætt að segja að nú sé að bresta á eitthvað sem kalla má tónleikasumarið mikla. Sveitir á borð við Metall- ica, Pixies, Korn, Kraftwerk, Pink, Violent Femmes, Deep Purple og Placebo hafa staðfest komu sína en ekki er loku fyrir það skotið að fleiri sveitir eigi eft- ir að bætast í hóp hins ört stækk- andi hóp Íslandsvina. Mikill fjöldi fólks kemur að tónleikahaldinu hverju sinni en síðustu ár hafa tveir til fjórir aðil- ar aðallega staðið í því að flytja sveitirnar inn. Tónleikahöldurun- um fer þó fjölgandi og sveitunum í takt við það. Spurning er hins vegar hvort um offramboð sé að ræða og hvort eitthvað eigi eftir að láta undan. Gullgrafarastemning „Pixies og Kraftwerk eru á dagskrá hjá okkur nú en annað er ekki afráðið nema við verðum með Airwaves-hátíðina í október og erum á fullu að undirbúa hana, Ég á því ekki von á því að það verði neinar stórkostlegar fréttir úr okkar herbúðum þar fyrir utan,“ segir Þorsteinn Stephensen maðurinn á bak við fyrirtækið Hr. Örlyg sem hefur staðið að inn- flutningi á fjölmörgum sveitum hingað til lands og séð um skipu- lagningu á Iceland Airwaves-tón- listarhátíðinni. Þorsteinn hefur starfað við tónleikahald frá árinu 1999 þegar hann hélt tónleika með Gus Gus í flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli. Þorsteinn segir að á síðustu árum hafi tveir til fjórir aðilar staðið reglulega fyrir tónleikum erlendra sveita hér á landi og áhugi Íslendinga á tónleikum sé mun meiri nú en áður. „Þegar ég var að byrja í þessu var meðal- aðsókn á tónleika í Höllinni um þrjú þúsund manns en slíkir tón- leikar standa ekki undir sér. Ég hugsa að meðaltal síðustu ára sé mun nær fjögur þúsundum,“ segir Þorsteinn og bætir við að Íslend- ingar komi nú saman til að hlusta á tónlist og sjá listamenn í stað þess að líta á tónleika sem tæki- færi til að fara á kenderí. Aldrei hafa jafn margar og stórar erlendar hljómsveitir boð- að komu sína hingað til lands og í ár. Fleiri hafa líka lagt í það að flytja inn sveitir en kostnaðurinn við það er gríðarlega mikill. Hljómsveitirnar hafa margar hverjar ákveðna tryggingu en skipta síðan gróðanum, ef einhver er, á milli sín og tónleikahaldara. „Þetta er ekki eins gróðavænlegt og það lítur út fyrir í fyrstu,“ seg- ir Þorsteinn. „Það er svona gull- grafarastemning í tónleikahaldi á Íslandi núna, fullt af nýjum aðil- um að spreyta sig. Ég held að flestir eigi eftir að reka sig á það að þetta er tímafrek vinna eins og hvað annað og auk þess áhættu- söm.“ Létt laxeldisstemmning Kári Sturluson er einn þeirra sem hafa verið iðnir við tónleika- hald síðustu ár og rekur nú fyrir- tækið Opið með Birni Steinbekk. Hann og Björn hafa meðal annars staðið fyrir tónleikum með Damien Rice, Foo Fighters, Cold- play og næst á dagskrá eru tvenn- ir tónleikar með rokksveitinni Korn í Laugardalshöll. Kári átti um tíma Hr. Örlyg og sá þá um Rammstein, Buena Vista Social Club, Strokes, Cesariu Evoru, Björk og Airwaves svo eitthvað sé nefnt. Björn sá um Reykjavik Music Festival fyrir Skífuna ásamt því að bóka Rammstein og Coldplay. „Árið í ár er frávik frá því sem 22. APRÍL Violent Femmes Hvað: Sveit sem sló í gegn með fyrstu plötu sinni og spilar kántrí-pönk tónlist. Smellir: Add It Up, Blister in the Sun, Promise o.fl. Hvar: Broadway Hver flytur inn: Cotton Cadawears (Eirik Sördal, Viðar Örn Sævarsson og Friðrik Rúnar Garðarsson) 5. MAÍ Kraftwerk Hvað: Miklir brautryðj- endur og ein áhrifamesta rafpopphljómsveit heims fyrr og síðar. Smellir: Robots, Auto- bahn, Musique Non-Stop, Computer World o.fl. Hvar: Kaplakriki Hver flytur inn: Hr. Örlygur (Þorsteinn Stephensen) 25. OG 26. MAÍ Pixies Hvað: Ein áhrifamesta rokksveit heims á níunda áratugnum Smellir: Here Comes Your Man, Where Is My Mind, Monkey Gone to Heaven o.fl. Hvar: Kaplakriki Hver flytur inn: Hr. Örlygur (Þorsteinn Stephensen) 4. JÚLÍ Metallica Hvað: Ein stærsta og vinsælasta þungarokk- hljómsveit heims Smellir: One, For Whom the Bell Tolls, Kill ’Em all og Load Hvar: Egilshöll, rúmar tíu þúsund manns Hver flytur inn: R&R (Ragnheiður Hanson) 7. JÚLÍ Placebo Hvað: Ein vin- sælasta rokksveit Breta síðustu ár Smellir: Pure Morn- ing, Special K o.fl. Hvar: Laugardalshöll Hver flytur inn: R&R (Ragnheiður Hanson) 10. OG 11. ÁGÚST Pink Hvað: Ein skærasta stjarna poppsins um þessar mundir Smellir: Missundaztood, Can’t Take Me Home, Most Girls Hvar: Laugardalshöll Hver flytur inn: Ekki vitað. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margar erlendar hljómsveitir boðað komu sína hingað til lands í sumar og eru margar þeirra sögufrægar. Þótt áhættan við að flytja sveitir inn sé talsverð eru fleiri farnir að taka sénsinn. Tónleikasumar Það er óvenjumikið í gangi – svona nett laxeldisstemning og loðdýrarækt. ,, ÞORSTEINN STEPHENSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.