Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 46
The Vines - Winning Days „Satt að segja hreyfði þessi plata ekki við mér fyrr en á þriðju hlustun. Bítlaáhrifin eru sterk í lagasmíðum, sérstaklega frá Lennon, þó svo að hér sé ekkert verið að apa eftir þeim. Það eru bara einhver bítlablæbrigði í hljómagöngum í lögum á borð við T.V. Pro og titillaginu Winning Days. Þetta er ein af þessum plötum sem vaxa við hverja hlustun, en nær þó líklega aldrei að teljast til meist- araverka. Ætli hún sé samt ekki örlítið betri en sú fyrri? Sem sagt, ekkert sérstaklega stuðandi plata, en fín engu að síður.“ BÖS Papa M - Hole of Burning Alms „Þessi arfaslappa plata er mikil synd og skemmt epli í annars ferskri ávaxtakörfu Pajo. Hann er hæfileikaríkur tónlistarmaður en virðist hafa misst tengslin við það sem gerir gott síðrokk að góðu síðrokki. Einlægni og vönduð spilamennska. Svona letilegar flippplötur eru bara sóun á plasti.“ BÖS Cursive - The Ugly Organ „Öll platan fjallar um þau vandræði sem „ljóta líffærið“ (The Ugly Organ) getur komið okkur karlmönnum í. Lögin eru því oft full af sjálfsfyrirlitningu og reiði. Textarnir eru svo virkilega sterkir, djúpir og frumlegir. Ef sam- viskubit væri gert að hljóði, þá myndi það hljóma eins og þessi plata. Tilfinningalega sterkari gerast plötur varla. Gæsahúðirnar voru margar. Með bestu emo-rokk plötum sem ég hef heyrt um ævina.“ BÖS N.E.R.D. - Fly or Die „Þó þessi tónlist sé úr sömu belju og skilaði okkur lögum á borð við Senorita og Like I Love You er ekki jafn mikið um rjóma. Mjólkin er líka þyngri í maga og ekki jafn fersk og hún hefur verið. En samt efast ég ekki um hæfileikana og mun halda áfram að fylgjast með af áhuga. En þessi plata bætir engu við snilldina og virkar á köflum andlaus, punktur.“ BÖS Death Cab for Cutie - Transatlanticism „Það er ekki oft sem hæfileikar sem slíkir vella út úr einni og sömu skífunni. Þetta er eins og pönnukaka með rabbabara- sultu og rjóma. Þegar maður bítur í ann- an endann þrýstist hluti af rjómanum út um hinn og maður sér eftir honum þrátt fyrir að vera með munninn fullan af góð- gætinu. Án efa með betri plötum síðasta árs, þó að fá okkar hefðum hugmynd um það þá.“ BÖS Andlát - Mors Longa „Andlát eru asskoti þungir og grimmir, það fer ekki á milli mála. Mæli ég með hlustun í smærri skömmtum en vanalega því eyrun þreytast fljótt í öllum látunum. Þéttleiki sveitarinnar er engu að síður gríðarlegur og ljóst að þessi undarlega langa fjarvera hefur ekki verið til einskis nýtt. Hvort hið dauðaskotna þungarokk Andláts sé málið í dag veit ég ekki en gæðin eru í það minnsta til staðar, svo mikið er víst.“ FB Probot - Probot „Nú skil ég loksins hvað er svona töff við Lemmy! Ég vissi ekki að hann hljómar eins og áttatíu ára gamalmenni með gyllinæð sem er samt staðráðið í því að rokka í sundur á sér síðustu heilu liða- mótin. Mun tala með virðingu um hann hér eftir. Þessi plata Dave Grohl er ágætis skóli. Gítarriffin eru mörg mjög flott og Grohl trommar eins og hann eigi lífið að leysa.“ BÖS Bonnie Prince Billy - Greatest Palace Music „Eins og allar aðrar plötur Bonnie er hún góð. Kannski ekki eins mögnuð og þau verk sem Oldham hefur gefið út eftir að hann tók sér upp listamannanafnið en engu að síður ljúf. Samanburður við síð- ustu plötu væri líka ósanngjarn þar sem þessi lög eru margra ára gömul.“ BÖS 38 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR RAH BAND Ooooh...since you went away, there’s nothing goin’ right I just can’t sleep alone at night... I’m not ashamed to say I badly need a friend... Or it’s the end Now, when I look at the clouds across the moon Here in the night I just hope and pray that soon Oh baby, you’ll hurry home to me - Liz, söngkona Rah Band sem var búið til af Richard Hewson, syngur hér óð einmana eiginkonu sem saknar mannsins síns sem er staddur á Mars einhvern tíma í framtíðinni. Hann er hins vegar ekki á leiðinni heim enda kominn með nýja. Lagið heitir Clouds Across the Moon og er sígilt „með sítt að aftan lag“ frá árinu 1985. Popptextinn SMS um nýjustu plöturnar TÓNLEIKAR Breska stúlknahljóm- sveitin Sugababes hélt tónleika í Laugardalshöllinni að kvöldi skír- dags. Æstir aðdáendur þeirra röð- uðu sér upp við sviðið og var heil- mikill handagangur í öskjunni. Allt fór þetta samt vel fram og al- menn ánægja var með tónleik- anna hjá gestum, aðstandendum og síðast en ekki síst stelpunum sjálfum. Einhverjir foreldrar kvörtuðu þó yfir þreytu í baki og öxlum en yngstu gestirnir þurftu að príla upp á forráðamenn sína til að sjá sem best upp á sviðið. Skytturnar frá Akureyri hituðu upp fyrir stúlkurnar. Var gerður góður rómur að frammistöðu þeirra og þannig fullyrti einn tíð- indamanna Fréttablaðsins að Skytturnar hefðu verið betri en aðalnúmerið. Ísleifur Þórhallsson, sem flutti hljómsveitina til landsins, var hæstánægður að tónleikunum loknum og lét það fylgja sögunni að stelpurnar hefðu verið ánægð- ar með heimsóknina og stemning- una í Höllinni. Þær kíktu í partí seinna um kvöldið en pökkuðu svo saman og voru komnar út á flugvöll klukkan 7.30 að morgni föstudagsins langa. ■ Sugababes kátar í Höllinni ÁHORFENDUR Meðalaldur tónleikagesta í Höllinni var öllu lægri en gengur og gerist á popptónleikum og töluvert var um að börn sætu á herðum foreldra sinna, alveg eins og á 17. júní, til þess að sjá sem mest af poppgyðjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.