Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 22
22 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Katrine Mitens & Pia Mitens PP FORLAG garna flækjur Símar: 568 7054 & 898 7054 www.ppforlag.is P P F O R L A G FRÁBÆR FERMINGARGJÖF Nú á tilboðsverði: 1.990 kr. Nýstárleg prjónabók - einfaldar uppskriftir ■ Nafnið mitt ELLÝ INGUNN ÁRMANNSDÓTTIR Sjónvarpsþulan brosmilda er afar ánægð með nafnið sitt. Skírð í höfuðið á móðurafa Ég er skírð í höfuðið á móðurafamínum Elíasi Halldóri,“ segir sjónvarpsþulan brosmilda Ellý Ár- mannsdóttir. „Móðir mín var ung að árum þegar hún átti mig og mér skilst að afi hafi stungið upp á nafn- inu við hana,“ segir Ellý, sem er mjög sátt við nafnið. Nafnið þýðir óbilandi kraftur, hugsjónir, styrkur og góðmennska og er Ellý ekki frá því að það eigi vel við hana. Nafnið er algengara en margan grunar því samkvæmt Hag- stofunni eru bera 33 konur nafnið Ellý sem fyrsta eiginnafn og sex sem annað. Ellý gengur ekki undir neinum gælunöfnum en sumir halda að nafn- ið sé stytting á einhverju lengra. Ellý er Íslendingum að góðu kunn en fáir vita að hún ber milli- nafnið Ingunn. „Ingunnarnafnið er komið frá móðurömmu minni. Ég nota það meira prívat,“ segir Ellý. Hún þarf ekki að óttast að nafn hennar deyi út því sonur hennar hefur tjáð henni að ef hann eignist stúlkubarn muni hann skíra það í höfuðið á henni. „Hann heitir Ár- mann Elías, er skírður í höfuðið á föður mínum og mér,“ segir Ellý Ingunn Ármannsdóttir að lokum. ■ Ný könnun á meðal ástralska karla: Frekar bíla en konur Ástralskt tryggingarfyrirtæki létnýverið gera könnun þar sem karlmenn voru beðnir um að gera upp á milli konunnar í lífi sínu og bílsins. Niðurstöðurnar eru ekki beinlínis glæsilegar því nær helm- ingur karlmannanna viðurkenndi að bílinn hefði hressilegri áhrif á þá en konan, og fjórtán prósent þátttak- enda sögðu að ef þeir yrðu neyddir til að velja á milli konunnar eða bíls- ins myndu þeir láta konuna fjúka. ■ Nýjar upplýsingar í nýrri bók: Kennedy slakur elskhugi John F. Kennedy Bandaríkjafor-seti var annálaður kvennamað- ur, eins og hefur ítrekað komið fram. Í nýrri bók kemur hins veg- ar fram að þótt áhugi hans á hinu kyninu hafi verið gríðarlegur hafi frammistaða hans, þegar á hólm- inn var komið, ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Eiginkona hans, Jaqueline, á að hafa kvartað undan því að hann væri ómögu- legur í rúminu. „Hann er of fljót- ur að ljúka sér af og sofnar svo,“ sagði hún við vin sinn, lækninn Frank Finnerty. Finnerty gaf henni það ráð að fá forsetann til að gefa sér meiri tíma fyrir for- leikinn. Þessar upplýsingar er að finna í nýrri bók, Grace and Power eftir Sally Bedell Smith. Þessar upplýsingar um slakan ár- angur forsetans í rúminu ríma mjög við frásagnir nokkurra ást- kvenna hans. ■ JOHN F. KENNEDY Samkvæmt nýrri bók var Kennedy betri ræðumaður en bólfélagi. Ásthildur Helgadóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, verður frá knattiðkun í tæpt ár vegna meiðsla. Óvíst er hvort hún jafni sig að fullu en hún hefur ekki lagt árar í bát og tekur bara einn dag fyrir í einu. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliðikvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, sleit krossbönd og reif lið- þófa í leik gegn Skotum um miðj- an síðasta mánuð. Í kjölfarið fékk hún blóðtappa í kálfa, sem þýðir að hún verður líklega frá knatt- iðkun í tæpt ár. Ásthildur hefur verið í lyfjameðferð síðan en get- ur ekki farið í aðgerð vegna kross- bandsslitanna fyrr en í júlí – að meðferðinni lokinni. Meiðsli fyr- irliðans eru mikið áfall fyrir ís- lenska landsliðið, sem hefur verið á gríðarlegri siglingu síðustu ár, sem og sænska knattspyrnuliðið Malmö FF sem Ásthildur hefur leikið með síðustu mánuði. Mikið áfall „Þetta var mikið áfall fyrir mig enda er ég kannski á toppnum á ferlinum. Það eru mjög spennandi tímar fram undan bæði með landsliðinu og Malmö,“ segir Ást- hildur. Landsliðsfyrirliðinn mátti ekki fljúga vegna blóðtappans en kom aftur til Svíþjóðar fyrir rúmri viku. Hún fór beint af flug- vellinum á völlinn þar sem Malmö atti kappi við þýska liðið Frank- furt í undanúrslitum Evrópu- keppninnar. „Ég var búin að vera heima í tvær vikur og við höfðum æft fyrir leikinn eins og vitleys- ingar. Þegar ég kom á völlinn var akkúrat flautað til leiks,“ segir Ásthildur, sem þurfti að láta sér nægja að fylgjast með samherjun- um af bekknum. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en liðin eigast við að nýju á sunnudaginn kemur. Það lið sem hefur betur í viðureigninni mætir sænska lið- inu Umeå í úrslitum. „Ég hef bara séð þær spila þennan eina leik og það var mjög stressandi. Það er mun auðveld- ara að vera inni á því þá getur maður reynt að hjálpa eitthvað til,“ segir Ásthildur. Eitt jákvætt við meiðslin Ásthildur býr í Malmö og hef- ur verið í mastersnámi í bygg- ingaverkfræði í Lundi en þangað er um tuttugu mínútna keyrsla. Hún segist hafa dregist svolítið aftur úr í náminu á meðan á tíma- bilinu stóð og svo hafi hún misst úr tvær vikur í skólanum vegna meiðslanna. „Nú hef ég getað sinnt náminu betur – það er kannski það jákvæða við meiðsl- in,“ segir landsliðsfyrirliðinn, sem hefur samt mætt á æfingar hjá Malmö og gert sitt besta. Hún hefur ekki enn ákveðið um hvað lokaritgerðin verður en allt stefnir í að hún fjalli um íþrótta- mannvirki. Það má þá kannski búast við að hún komi að bygg- ingu nýs þjóðarleikvangs á Ís- landi. „Það væri mikill heiður ef mér byðist það,“ segir Ásthildur og skellir upp úr. Ásthildi líður vel í Svíþjóð en hún bjó um tíma í Bandaríkjun- um. „Lífið í Svíþjóð er frábært og mér líður mjög vel hérna. Ég bjó í fjögur ár í Bandaríkjunum og það er frábært að hafa prófað að búa í báðum löndunum enda eru þetta mjög ólík lönd. Það er stutt heim frá Malmö og Svíar og menningin hér miklu líkari okk- ar. Ég er meiri Evrópubúi í mér en Bandaríkjamaður. Þar er allt svolítið yfirgengilegt,“ segir Ást- hildur. Sænska deildin sterk Ásthildur hefur staðið sig vel með Malmö, tekið þátt í öllum leikjunum og skorað nokkur mörk. Hún gerði tveggja ára samning við liðið en hann er upp- segjanlegur eftir eitt ár. „Ég klára námið um jólin en báðum aðilum líkar þetta vel og það er mikil pressa á að ég verði hér áfram,“ segir Ásthildur. Sænska deildin þykir afar sterk en Svíar lentu meðal annars í öðru sæti á heimsmeistaramótinu. „Ég myndi segja að sænska deildin væri besta deild í heimi, sérstaklega meðan bandaríska deildin liggur niðri. Í undanúr- slitum Evrópukeppninnar voru til dæmis tvö sænsk lið og hitt liðið er komið í úrslit. Það væri gaman ef bæði liðin kæmust í úr- slit,“ segir Ásthildur. „Deildin var betri en ég hélt og það er eng- in tilviljun hvað landsliðið hefur náð langt. Áhuginn á kvenna- knattspyrnu í Svíþjóð er líka Þetta var mikið áfall fyrir mig enda er ég kannski á toppnum á ferlin- um. ,, Erfiðara að vera utan ÁSTHILDUR HELGARDÓTTIR Ásthildur hefur verið í fullu námi auk þess að leika knattspyrnu með Malmö FF í Sví- þjóð. Hún segist ekki verða rík af því að leika knattspyrnu þar enda pening- arnir ekki þeir sömu og í karlabolt- anum. „Ég er nú kannski að læra verkfræði þess vegna,“ segir Ásthildur hlæjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.