Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 38
Þýskur bókmenntamaður,Michael Marr, hefur komið
afkomendum Vladimírs Nabo-
kov úr jafnvægi með fullyrðing-
um um að rithöfundurinn hafi
fengið sögupersónuna Lolitu að
láni frá þýskum höfundi. Heinz
von Eschwege skrifaði nóvellu
sína Lolitu árið 1916. Hann not-
aði dulnefnið Von Lichberg og
varð blaðamaður á valdaárum
Hitlers. Í sögu hans er Lolita
unglingsstúlka sem á í ástar-
sambandi við mann sem er leigj-
andi á heimili hennar. Lolita
deyr og maðurinn er í sárum.
Bók Nabokovs kom út árið 1955
og varð gríðarlega umdeild.
Menn eru ekki enn sammála um
hvort Lolita sé táningstálkvendi
sem leggur líf miðaldra manns í
rúst eða saklaust fórnarlamb
brenglaðs manns sem er að full-
nægja fýsnum sínum.
Í Frankfurter Allgemeine
Zeitung segir Marr að merkileg-
ur samhljómur sé milli sögu-
þráðar, sjónarhorns sögunnar og
nafna persóna. Hann bendir
einnig á að upphafslýsingin á
stúlkunni sé mjög lík í báðum
sögunum. Sögumaður horfir í
augu stúlkunnar og sér að hún
er ekki það barn sem aldur
hennar gefur til kynna.
Sonur Nabokovs hefur brugð-
ist illa við yfirlýsingum um
meintan ritstuld föður síns.
Hann bendir á að sagan frá 1916
gerist á Spáni þar sem Lolita sé
algengt nafn en bók föður síns
gerist í Bandaríkjunum. Hann
bætir því við að þýska sagan sé
smásaga skrifuð af blaðamanni
og að hún virðist vera rusl. ■
30 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR
Frances HodgsonBurnett og Anna
Sewell eru höfundar
barnabókanna Litla lá-
varðarins, Leynigarðs-
ins, Litlu prinssessun-
ar og Fagra Blakks.
Bækurnar njóta enn
gríðarlegra vinsælda
um heim allan og hafa
nokkrum sinnum verið
kvikmyndaðar. Nýlega
komu út ævisögur þess-
ara tveggja höfunda og
megi marka dóma þá er
mun meiri fengur að
ævisögu Sewell, þótt
höfundurinn hafi ekki
haft úr jafn miklu efni
að moða og ævisagna-
höfundur Burnett.
Gagnrýnislaus ævi-
saga
Gretchen Gerzina er
höfundur ævisögunnar
um Burnett. Ævisagan
þykir mjög ítarleg og höf-
undur nýtir sér óspart
bréf, dagbækur og sam-
tímaheimildir. Það þykir
hins vegar ókostur hversu
gagnrýnislaus Gerzina er
á Burnett, sem henni
finnst greinlega dásamleg
manneskja. „Hún skrifar
eins og vofa viðfangsefnis-
ins sé að lesa yfir öxl henn-
ar,“ segir gagnrýnandi The
Guardian. Hann kvartar
einnig undan því að bókin
sé ekki nægilega vel og
skemmtilega skrifuð.
Burnett skrifaði 52 bæk-
ur (aðallega fyrir fullorðna)
og 13 leikrit. Gerzina gerir í
bók sinni enga tilraun til að
flokka þessi verk og leggja
bókmenntalegt mat á þau. Það er
þó ljóst að þrjár
bækur munu halda
nafni Burnett í lofti
um ókomin ár: Litli
lávarðurinn (Little
Lord Fauntleroy),
L e y n i g a r ð u r i n n
(The Secret Gard-
en) og Litla prins-
essan (The Little
Princess). Leynigarðinn skrifaði
hún eftir að hafa misst eldri son
sinn, Lionel. Hann var fjórtán ára
þegar hann lést. Yngri sonur
hennar, Vivian, sem þótti einstak-
lega kurteis og fallegur drengur,
varð fyrirmyndin að Litla lávarð-
inum. Bókin var fyrsta barnabók
Burnett og segir frá amerískum
dreng sem verður erfingi mikils
auðs á Bretlandi.
Hodgson Burnett var engin
fyrirmyndarmóðir. Hún yfirgaf
börn sín oft í langan tíma í senn og
sinnti þeim með höppum og glöpp-
um. Einkalíf hennar var storma-
samt, hún var tvígift og skildi við
báða eiginmenn sína. Eftir dauða
sonar síns gerðist hún mikill
mannvinur og tók veik börn iðu-
lega inn á heimili sitt. Hún sökkti
sér einnig ofan í spíritisma og dul-
hyggju. Hún lést árið 1924.
Verk sprottið af þjáningu
Höfundur ævisögu Önnu Sewell
er Adrienne E. Gavin, sem þykir
leysa verkið afar vel. Ekki eru til
margar heimildir um Önnu en
Gavin nýtir þær sem til eru til
fullnustu. Barnabókin Fagri Blakk-
ur eftir Önnu er fyrir löngu orðin
klassísk en þar er sagan sögð út frá
sjónarhóli hests sem þarf að ganga
í gegnum raunir áður en hann finn-
ur húsbændur sem reynast honum
vel. Þetta var fyrsta og eina bók
Önnu, sem skrifaði hana þegar hún
var 57 ára gömul. Hún byrjaði á
bókinni þegar læknar sögðu henni
að hún ætti 18 mánuði ólifaða. Hún
lifði í sex ár enn, en það var einmitt
tíminn sem tók hana að skrifa bók-
ina. Hún lést fjórum mánuðum eft-
ir útkomu hennar. Stjörnugagnrýn-
andi Sunday Times, John Carey, er
mjög hrifinn af ævisögunni og seg-
ir að höfundinum takist að fylla
lesandann af forvitni á þessu eina
verki sem Anna skrifaði, og eftir
lesturinn þyki honum enn meira til
Fagra Blakks koma en áður.
Segja má að sköpun Fagra
Blakks hafi, eins og Leynigarður-
inn, sprottið upp úr þjáningu.
Anna Sewell var 14 ára gömul
þegar hún sneri sig illa á ökkla.
Það sem virtist vera smáóhapp
varð að dularfullum veikindum í
fæti sem þjökuðu hana alla ævi.
Ekkert vann varanlegan bug á
sársaukanum í fætinum. Útreiðar
voru eina leið Önnu til frelsis og
hún fékk ákafa ást á hestum, sem
hún talaði við eins og vini sína.
Foreldrar Önnu voru kvekar-
ar. Mary móðir hennar var kenn-
ari sem kenndi börnum sínum
sterkar siðareglur og sagði þeim
að grimmd væri óafsakanleg.
Mary sinnti líknarstarfi af mik-
illi elju, heimsótti meðal annars
fangelsi, og Anna fylgdi henni
stundum í þeim ferðum. Mary
skrifaði barnabækur sem Anna
las yfir fyrir útkomu og hún varð
með árunum fyrsta flokks gagn-
rýnandi.
Þegar Fagri Blakkur kom út
keyptu bóksalar í London einung-
is hundrað eintök af bókinni en á
næstu fimmtán árum seldist hún í
einni milljón eintaka og er í dag
komin vel yfir 40 milljóna eintaka
sölu. Á tímum aðskilnaðarstefn-
unnar í Suður-Afríku settu stjórn-
völd hana á bannlista, kannski
vegna þess að meginefni bókar-
innar fjallar um umburðarlyndi
og þar er hvers konar grimmd
rækilega fordæmd.
kolla@frettabladid.is
■ Bækur
Metsölulisti Bókabúða
Máls og menningar,
Eymundssonar og
Pennans
ALLAR BÆKUR
1. Da Vinci lykillinn
Dan Brown
2. Skyndibitar fyrir sál-
ina Barbara Berger
3. Uppeldisbókin Sus-
an Mortweet / Edward
R. Christophersen
4. Ensk-íslensk skóla-
orðabók Mál og
menning
5. Sálmabók Ýmsir höfundar
6. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson
7. Íslensk orðabók I-II Edda útgáfa
8. Passíusálmar Hallgrímur Pétursson
9. Svo fögur bein Alice Seabold
10. Lífshættir fugla
David Attenborough
SKÁLDVERK - INNBUNDNAR
BÆKUR
1. Sálmabók Ýmsir
höfundar
2. Passíusálmar
Hallgrímur Pétursson
3. Alkemistinn Paulo
Coelho
4. Ljóðasafn Tómas-
ar Guðmundssonar
Tómas Guðmundsson
5. Perlur í skáldskap Laxness Halldór
Laxness
6. Þjóðskáldin - stórbók
Ýmsir höfundar
7. Steinn Steinarr - Ljóðasafn Steinn
Steinarr
8. Glæpur og refsing
Fjodor Dostojevski
9. Þórbergur Þórðarson - stórbók Þór-
bergur Þórðarson
10. Hobbitinn J.R.R. Tolkien
SKÁLDVERK - KILJUR
1. Da Vinci lykillinn Dan Brown
2. Öxin og jörðin
Ólafur Gunnarsson
3. Svo fögur bein
Alice Seabold
4. Villibirta Liza
Marklund
5. Röddin Arnaldur
Indriðason
6. Dauðarósir Arn-
aldur Indriðason
7. Mýrin Arnaldur Indriðason
8. Hvíta kanínan Árni Þórarinsson
9. Annað tækifæri James Patterson
10. Paradís Liza Marklund
Listinn er gerður út frá sölu dagana
30.03. - 04.04. 2004 í Bókabúðum Máls
og menningar, Eymundssyni og Penn-
anum.
BÓK VIKUNNAR
The Phantom of The Opera eftir Gaston
Leroux.
Saga Leroux um óperudrauginn
ógurlega hefur orðið að vinsælum
kvikmyndum og söngleik. Upp-
runalega sagan er bráðskemmti-
leg aflestrar, hröð og spennandi og
ætti engan að svíkja. Höfundurinn
Leroux var blaðamaður, lögfræð-
ingur, rithöfundur og leiklistar-
gagnrýnandi. Hann var einnig
sannur ævintýramaður sem hafði
hann sið að skjóta með byssu sinni
upp í loft í hvert sinn sem hann
lauk við bók.
NABOKOV
Merkileg líkindi eru með Lolitu og þýskri
sögu sem kom út fjórum áratugum áður.
Stal Nabokov Lolitu?
LITLI LÁVARÐURINN
Ein frægasta bók Frances Hodgson Burnett fjallar um sannkallað-
an fyrirmyndardreng.
■
Segja má að
sköpun Fagra
Blakks hafi, eins
og Leynigarð-
urinn, sprottið
upp úr þjáningu.
FAGRI BLAKKUR
Eina bókin sem Anne Sewell skrifaði um ævina telst til klassískra
barnabóka.
Nýlega komu út ævisögur tveggja kvenna sem skrifuðu ódauðlegar barnabækur, Fagra blakk og Litla lávarðinn.
Konurnar bak við
barnabækurnar