Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 18
Vorveiðin hefur gengið vel ogveiðimenn hafa fengið mjög góða veiði og fína útiveru við veiðiskapinn. Við hittum veiði- menn við Hítará á Mýrum í vik- unni og heyrðum í þeim hljóðið. „Þetta er gaman þótt veiðin sé kannski ekki mikil, en veður- farið er gott og þetta er góð æf- ing fyrir sumarið,“ sögðu þau Hafliði Karlsson og Jónína Sig- urðardóttir er við hittum þau við Kotdalsfljót í Hítará á Mýr- um. Veiði hófst í ánni 1. apríl og hafa veiðst þar sex bleikjur. Hafliði og Jónína fengu þriggja punda bleikju á öðrum degi. Hafliði tók nokkur köst en fisk- urinn var ekki við, Jónína hélt ofar í hylinn og við héldum heim. Vorveiðin víða annars staðar hefur gengið prýðilega. Í Varmá eru vel á annað hundrað fiskar komnir á land og þeir fiskar sem hafa veiðst í veiðiánum eru allt að 16 pund. Líklega hafa veiðst um 800 fiskar núna allt í allt, sem er mjög gott. Þriðja bindi Stangaveiði- handbókanna væntanlegt Í sumar er von á þriðja bindi Stangaveiðihandbókarinnar en tvær fyrri bækurnar hafa mælst mjög vel fyrir meðal veiðimanna. Umfjöllunarefnið að þessu sinni er veiðisvæði á Hrútafjarðará austur um að Jökulsá á Fjöllum og þverám hennar. Höfundur Stangaveiði- handbókanna er Eiríkur St. Ei- ríksson, sem er veiðimönnum að góðu kunnur m.a. sem ritstjóri veiðiblaðanna Á veiðum og Veiðimannsins, og hyggst hann gefa þriðja og fjórða bindið út sjálfur. „Þótt ég hafi starfað sem blaðamaður í rúman aldarfjórð- ung og skrifað fimm bækur hafa alltaf aðrir séð um að gefa skrif mín út. Það kemur reyndar ekki til af góðu að ég tek að mér starf útgefandans. Skerpla ehf., sem gefið hefur Stangaveiðihand- bækurnar út og ég hef átt frá- bært samstarf við, er hætt út- gáfustarfsemi. Ég stóð því uppi án útgefanda og eftir að hafa hugsað málið ákvað ég að sjá sjálfur um útgáfuna. Miðað við gengi fyrri bókanna er ég ekki að taka neina áhættu. Ég á reyndar eftir að semja við prentsmiðju en ég kvíði því ekki að ég fái ekki góð tilboð í það verk,“ segir Eiríkur. Með útkomu þriðja bindis Stangaveiðihandbókanna verður Eiríkur búinn að fjalla um veiði- svæði frá Brunasandi austan við Kirkjubæjarklaustur, vestur, norður og austur um að Jökulsá. Nú þegar hefur verið getið um hátt í 700 nafngreind veiðivötn, ár og læki og trúlega verður fjöldinn kominn á annað þús- undið þegar þriðja bindið verð- ur fullgert. „Þetta er ákaflega krefjandi en jafnframt spennandi vinna,“ segir Eiríkur. „Ég hef reyndar orðað það þannig að það að afla upplýsinga og sem bestra heim- ilda um ár og vötn, sem ég hef ekki veitt í, jafnist að mörgu leyti við góðan veiðitúr. Senni- lega næ ég einhvern tímann því stigi að vera fullkomlega sáttur við það að veiða bara í huganum. Það gefur mér mikið að geta miðlað af reynslu minni og mér finnst að ég sé á réttri hillu hvað varðar Stangaveiðihandbækurn- ar og þá ekki síður þau félags- störf sem ég hef tekið að mér sem stjórnarmaður í Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur. Þar get ég látið gott af mér leiða.“ Eiríkur vildi nota tækifærið og hvetja veiðiréttareigendur og veiðileyfasala á framan- greindu svæði til þess að hafa samband og koma upplýsingum á framfæri. „Allar upplýsingar eru vel þegnar. Markmiðið er að hafa allt með og geta allra vatnasvæða þar sem mögulegt er að stunda stangaveiðar. Ég reikna með því að í þriðja bind- inu verði upplýsingar um þær helstu breytingar sem orðið hafa á útleigu og sölu veiðileyfa á veiðisvæðunum sem getið var um í fyrri bindunum tveimur.“ ■ 18 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. VIÐ HÍTARÁ Hafliði Hjartarson og Jónína Sigurðardóttir voru við Hítará á Mýrum í vikunni en þau veiddu eina 3 punda bleikju. Þetta er fín útivist – sögðu þau Hafliði Hjartarson og Jónína Sigurðardóttir við Hítará. Mikið mæðir á prestum landsinsum páskana, messur eru tíðar og fermingar margar. Klerkarnir komast vart úr hempunni þessa daga en líkar það bara vel enda gaman að vera til þegar mikið er að gera. Páskarnir eru helsta hátíð kirkjunnar ásamt jólunum og því stór stund í lífi sannkristinna sem ætla verður að flestir prestar séu. Eins og með fólk almennt eru prestar misjafnir að gerð og lögun. Þeir eru ýmist stuttir eða langir, grannir eða sverir, hærðir eða sköll- óttir. Svo eru þeir annað hvort karl- ar eða konur. Og eins og gengur eru prestar mældir út af sóknarbörnum sínum, hlustað er grannt eftir hverju orði og útlit þeirra vegið og metið. Hinir góðlegu Það verður að segjast eins og er að prestar eru misjafnlega prestslegir. Á meðan sumir eru eins og skapaðir í embætti eru aðrir sem líta frem- ur út fyrir að vera endur- skoðendur eða járn- s m i ð i r . Ekki er þar með sagt að þeir hinir sömu séu verri prestar fyrir vikið, þeir bara taka sig ekki jafn vel út í skrúðanum. Þeim áhugamönnum um prestastéttina sem Fréttablaðið ræddi við ber saman um að Bolli Gústavsson, fyrrverandi vígslu- biskup að Hólum, sé með prests- legri prestum sem þjóðkirkjan hefur haft í sinni þjónustu. Andlit Bolla, skegg og hár skapa því sem næst fullkomið útlit og gera hann í raun að viðmiðun um hvernig prestur á að líta út. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, prestur í Hraungerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi, þykir einnig hafa útlitið með sér. Hann er nokkuð mikill um sig og hefur stórt og góðlegt andlit sem kirkju- gestum finnst þægilegt að horfa í. Bragi Skúlason sérþjónustu- prestur á Landspítalanum er af sama meiði, góðmennskan upp- máluð og vel vaxinn út í hempuna. Fjórir aðrir klerkar voru nefndir sérstaklega á nafn vegna góðmennskunnar einnar saman, þeir Jakob Ágúst Hjálmarsson í Dómkirkjunni, Jón Dalbú Hró- bjartsson í Hall- g r í m s k i r k j u , Sigurður Arnar- son sendiráðs- prestur í Lundún- um og Svavar Al- freð Jónsson á Akureyri. Þykja þeir allir hafa prestslegt útlit og á fólk almennt gott með að meðtaka hinn kristilega boðskap frá þeim. Hin hliðin Það er ekki frumskilyrði að vera ljós- eða gráhærður til að teljast prestslegur í útliti, dökkt hár og jafnvel dökk (ekki myrk) ásjóna getur líka gengið. Og að sama skapi er ekki nauðsynlegt að búa yfir blíðu brosi. Um það vitnuðu nokkrir viðmælenda blaðsins og nefndu nokkra presta máli sínu til stuðnings. Sigurður Sigurðsson vígslubisk- up í Skálholti þykir t.d. afar prests- legur þó að útlit hans sé í raun and- stæða við útlit Bolla Gústavssonar. Svart hárið og skarpur svipurinn gera hann tignar- legan og fer krag- inn honum afskap- lega vel. Geir Waage í Reykholti þykir svo sannarlega hafa útlitið með sér og munar þar mestu um skegg- ið, bæði ofan munns og neðan. Þá gera gleraugun auðvitað sitt. Þá er Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði óumdeilanlega prestslegur mjög og bera fáir hempuna með jafn miklum glæsibrag og hann. Biskuparnir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, er auðvitað talsvert prestslegur að sjá en þó af öðrum ástæðum en þeir sem áður voru nefndir. Hann er bæði grennri og lægri í loftinu en hinir en greindarlegt og ábúðarfullt andlit hans vegur þar upp á móti. Faðir hans Sigur- björn er hins vegar einstaklega Hin guðlega ásj Ekki eru allir prestar jafn prestslegir og sumir líta í raun út fyrir að gera eitthvað allt annað en að boða fagnaðarerindið. Að sama skapi eru þeir einstaklingar til sem fást við eitt og annað en eru ekkert nema prestslegheitin uppmáluð. HERRA SIGURBJÖRN EINARSSON Í hugum margra Íslendinga er Sigur- björn Einarsson biskup prestsímyndin, ef ekki sjálfs guðsímyndin, uppmáluð. SÉRA AUÐUR EIR VILHJÁLMSDÓTTIR Af kvenprestum er hún líklega prestlegust í útliti. SÉRA JAKOB ÁGÚST HJÁLMARSSON Dómkirkjupresturinn þykir einkar góðlegur. AÐRIR PRESTSLEGIR ÚR ÞJÓÐLÍFINU Ekki vafðist fyrir viðmælendum blaðsins að nefna nokkra prestslega vaxna einstaklinga í samfélaginu, sem tækju sig vel út í hempu og með kraga. Matthías Jóhannessen, skáld og fyrrum ritstjóri, þykir prestslegur og sömu- leiðis Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Ævar Kjartansson útvarpsmaður, sem reynd- ar stundar guðfræðinám um þessar mundir, og Arnar Jónsson leikari. Þá voru þingmenn- irnir Birgir Ármannsson og Guðjón A. Krist- jánsson sagðir prestslegir að sjá og einnig stjórnmálafræðiprófessorarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Ólafur Þ. Harðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.