Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 2
2 10. apríl 2004 FÖSTUDAGUR „Engin dónaleg skilaboð. Bara þau skilaboð að hafa gaman af þessu.“ Hlynur Bæringsson hefur slegið í gegn í úrvals- deildinni í körfubolta í vetur og leitt lið sitt alla leið í úrslitarimmuna gegn Keflavík. Einhverjir óprúttnir stuðningsmenn andstæðinganna hafa sent ósmekkleg skilaboð á Hlyn á síðustu dögum en hann lætur það ekki á sig fá. Fjórði leikur lið- anna er í dag klukkan fjögur. Spurningdagsins Hlynur, verður þú með skilaboð til Keflvíkinganna í dag? Íbúatala í Árnessýslu þrefaldast um páska Margir nýta páskahelgina til ferðalaga og var þung umferð úr höfuðborginni í allar áttir í gær og fyrradag. Skíðafæri var ágætt fyrir norðan og vestan. Um hundrað bátar voru á sjó í gær. PÁSKAHELGIN Greiðfært hefur ver- ið um allt land það sem af er páskahátíðinni, nema hvað há- lendið er lokað vegna aurbleytu. Víða hefur verið mikil umferð og orlofshús á landinu eru sneisafull af fólki. Mikill fjöldi jeppa- og snjósleðafólks var á Langjökli í gær og naut veðurblíðunnar. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var umferð þung í gær og fyrradag en engin óhöpp urðu. „Íbúatalan þrefaldast eða fjór- faldast í Árnessýslu á þessum tíma og meira að segja innanbæj- ar á Selfossi var erfitt að komast leiðar sinnar. Fólk er mest á leið- inni í sumarbústaði, í Grímsnes- ið, Þjórsárdalinn, Flúðir, í upp- sveitirnar og svo jafnvel enn austar. Þetta er auðvitað fyrsta ferðahelgi ársins og veðrið gott þannig að það er eðlilegt að fólk leggi land undir fót,“ sagði varð- stjórinn á Selfossi og bætti við að grilllyktina legði yfir sveitirnar. Á Akureyri hafði fjölgað um- talsvert í bænum í gær og að sögn lögreglu hafði allt gengið slysalaust. Opið var í Hlíðarfjalli og ungir og aldnir renndu sér á skíðum í ágætu færi. Ýmislegt fleira stóð gestum á Akureyri til boða, sundlaugar og veitingastað- ir voru opin og páskastemning góð. Margir voru á skíðum á Siglu- firði að sögn lögreglunnar og var færið gott. Á Ísafirði var einnig margt í hlíðunum og að sögn lögreglu þar hafði fólk einnig verið duglegt að skemmta sér í byrjun páskahátíð- arinnar en allt hafði farið vel fram og lögregla ekki þurft að hafa nein afskipti af gleðinni. Í Reykjavík var einnig rólegt hjá lögreglunni og fangageymsl- ur tómar að morgni föstudagsins langa. Hjá Tilkynningaskyldunni fengust þær upplýsingar að um eitt hundrað skip væru á veiðum. Magnús Guðmundsson, skipstjóri á Snorra Sturlusyni VE 28, segir áhöfnina búast við mikilli stór- steik á páskadag en um borð í Snorra eru 27 menn og er áætlað að skipið verði úti til 19. apríl. Hann segir mokveiði vera á mið- unum suðvestan af Reykjanesi og góða stemningu um borð en ásamt stórsteikinni á morgun fá áhafnarmeðlimirnir páskaegg. edda@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Rússnesk geimvísindi: Mannað far til Mars MOSKVA, AP Hópur rússneskra geim- vísindamanna ætlar sér að senda mannað far til Mars á árunum 2011 til 2013. Segja mennirnir að verkið kosti einungis þrjá til fimm millj- arða Bandaríkjadala en fjármögn- unaraðilinn er lítið rússneskt fyrir- tæki sem kveðst ekki njóta neinna opinberra styrkja frá Rússlandi. Vísindamenn frá rússnesku geim- vísindastofnuninni hafa enga trú á þessum fyrirætlunum og segja þær alveg út í hött. Ferðalagið á að taka þrjú ár og er miðað við að sex geimfarar verði sendir til Mars. Hingað til hafa að- eins mannlaus geimför verið send til rauðu plánetunnar og ferðin, ef til hennar kemur, verður því sú fyrsta sinnar tegundar. Mönnuð ferð til Mars hefur ver- ið á dagskrá NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, í lang- an tíma. Engin viðmiðunardagsetn- ing hefur enn verið gefin út, en sér- fræðingar NASA segja að ferðin verði ekki farin fyrr en eftir ein- hverja áratugi. ■ FLUTTU HINAR SLÖSUÐU Björgunarsveitir fluttu hinar slösuðu í Húsafell en þaðan fóru þær með sjúkrabíl til Borgarness. Óhapp á jökli: Meiddust á sleða ÓHAPP Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús eftir vélsleðaóhapp á Langjökli í gær. Björgunarsveitir sóttu konurnar á jökulinn og voru þær sendar í sjúkrabíl frá Húsa- felli til Borgarness þar sem vakt- hafandi læknir skoðaði þær. Var önnur þeirra send á sjúkrahúsið á Akranesi að skoðun lokinni en hin fékk að fara heim. Að sögn vakt- hafandi læknis í Borgarnesi var hvorug kvennanna alvarlega meidd eftir óhappið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Borg- arnesi virðist sem snjósleði kvennanna hafi farið ofan í hjól- för bíls og við það hafi þeim hlekkst á. ■ Selfoss: Tóku mann með eiturlyf LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl á Suðurlandsvegi skammt vestan Selfoss um klukk- an hálftvö aðfaranótt skírdags. Við nánari athugun þótti lögreglu- þjónunum ástæða til að gera leit í bílnum. Við leitina kom í ljós að ökumað- ur hafði meðferðis um sextíu grömm af óblönduðu efni, sem talið er vera amfetamín, og tæki til blöndunar. Söluverðmæti efnisins er ríflega hálf milljón króna og er talið að það hafi verið ætlað til dreifingar á Selfossi og nágrenni. ■ INNBROT Í HAFNARFIRÐI Innbrot var framið í hús í Hafnarfirði að- faranótt föstudagsins langa. Hús- ráðendur vöknuðu við hávaða og hringdu í lögreglu, sem hafði hendur í hári þjófanna skammt frá heimili fólksins. Þjófarnir höfðu náð að hafa á brott með sér fartölvu, síma og ýmislegt smá- legt, en málið telst upplýst. Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni í Hafnarfirði það sem af er páska- hátíðinni, mikið um innbrot í bíla og margir gist fangageymslur. HRAÐAKSTUR Á VOPNAFIRÐI Lög- reglan á Vopnafirði tók níu manns fyrir of hraðan akstur á Háreksstaðaleið á þjóðvegi 1 á skírdag. BÍLVELTA Í MÝRDAL Bílvelta varð við Pétursey í Mýrdal á skírdag. Þrír spænskir ferðamenn voru í bílnum en þeir sluppu ómeiddir. Bílinn þurfti að fjarlægja með kranabíl. Mikil umferð var um Mýrdalinn á miðvikudag, skírdag og í gær. Lögreglan í Vík þurfti að hafa afskipti af tíu manns sem óku á ólöglegum hraða og nokkrir mældust á 135 km hraða. ALSÍR, AP Sigurvegari kosninganna í Alsír er sitjandi forseti landsins, Abdelaziz Bouteflika, en hann hlaut 83 prósent greiddra at- kvæða. Mikil umræða hefur verið upp á síðkastið í Alsír um fram- kvæmd kosninganna og hafa and- stæðingar Bouteflika margoft sakað hann um að ætla að hag- ræða úrslitum þeirra sér í hag. Að minnsta kosti einn frambjóðandi, fyrrum forsætisráðherra lands- ins, hefur farið með úrslit kosn- inganna fyrir dómstóla. Þegar Bouteflika vann kosn- ingarnar fyrir fimm árum drógu sex andstæðingar hans framboð sín til baka kvöldið fyrir kosn- ingar með ásökunum um að kosn- ingarnar væru eitt stórt svindl. Forsetinn vísar þessum ásök- unum á bug og segir ekkert vera athugavert við kosningarnar. Hann bendir á að allir frambjóð- endur hafi fengið leyfi til þess að vera með eftirlitsmenn á kjör- stöðum auk þess sem 120 erlend- ir einstaklingar komu til Alsír til að fylgjast með því að kosning- arnar færu fram á lýðræðislegan hátt. ■ RÚSSNESKIR FORKÓLFAR Í GEIMFERÐUM Georgy Uspensky á frétta- mannafundi þar sem kynntar voru fyrirætlanir um mannað geimfar til Mars. Bankaránið í Noregi: Framsals krafist NOREGUR Yfirvöld í Noregi hafa krafist framsals þriggja manna sem handteknir voru í Gautaborg grunaðir um aðild að vopnuðu ráni í peningageymslum Norsk Kontantservice þann 5. apríl. Mennirnir, sem allir eru sænskir ríkisborgarar af albönskum upp- runa, mótmæla framsali og segj- ast enga vitneskju hafa um ránið. Óvíst er hvenær framsalsbeiðnin verður afgreidd. Lögreglunni í Stafangri hafa borist 1.250 vísbendingar í tengsl- um við rannsókn málsins og nú þegar hafa yfir 300 manns verið yfirheyrðir. ■ Forseti Alsír endurkjörinn: Andstæðingar sannfærðir um kosningasvindl STUÐNINGSMAÐUR FORSETANS Stuðningsmenn forsetans þustu fagnandi út á götur Algeirsborgar um leið og kjörstöðum var lokað til að fagna endurkjöri forsetans. JEPPAÞING Á JÖKLI Veðrið lék við jeppa- og vélsleðamenn við Þursa- borgir á Langjökli í gær enda var veður þar með besta móti og fjallafólk sér fram á óblíða veðurspá víðast um landið á næstu dögum. ■ Lögreglufréttir Eldsvoði: Eldur við Funahöfða BRUNI Lögregla og slökkvilið voru kölluð út skömmu fyrir klukkan þrjú í gær eftir að tilkynnt hafði verið um eld í íbúðarhúsi við Funa- höfða í Reykjavík. Mikinn reyk lagði frá einu herberginu og urðu aðrir íbúar í húsinu þess áskynja og hringdu í neyðarnúmer. Í húsinu, sem er í miðju verk- smiðjuhverfi á Ártúnshöfða, eru herbergi leigð út. Kom eldur upp í einu þeirra og virðist eldurinn hafa átt upptök sín í fatahrúgu. Í fyrstu var talið að leigjandi íbúðarinnar hefði verið inni á her- bergi þegar eldurinn kom upp en svo var ekki. Lögregla rannsakar eldsupptök. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.