Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 ðið hafa... Í klassísku deildinni væri núekki verra ef maður hefði kom- ið eitthvað nálægt tónsmíðunum hans Dvoraks. Ég hefði alveg verið til í að eiga höfundarréttinn á Sinfóníu númer 9 í e-moll, ópus 95. Það er ægifögur og þekkt tón- smíð, úr kaflanum „Frá hinum nýja heimi“. Þá væri ekki ónýtt að hafa samið Blue Suede Shoes eftir Carl Perkins, sem Elvis Presley gerði svo frægt,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Hall- dórsson þegar hann er inntur eft- ir því hvaða tónlist hann vildi hafa samið. „Að hafa samið annað þessara laga væri auðvitað feikinóg og með það í farteskinu gæti maður svo sannarlega rifið kjaft og ver- ið ánægður með sig. Í tilfelli lags Perkins hafa menn samið hund- rað lög upp úr því síðan. Þetta er einfaldur þriggja hljóma blús með góðum texta og kom á rétt- um tíma, en Carl hefur sennilega samið þetta upp úr gömlum negrasöng.“ Þegar Björgvin er spurður hvers vegna hann velji þessi tvö lög segist hann reyndar hafa átt í mesta basli með að velja úr skríni allra þeirra dýrmætu tónsmíða sem samdar hafa verið. „Dvorak samdi einstaklega fallegar meló- díur og er einn af þeim fáu í klassísku deildinni sem sömdu í hálfgerðum þjóðlagastíl, eða á al- þýðlegum nótum. Þetta var popp síns tíma. Nú, með Blue Suede Shoes, þá er ekki hægt að hafa það einfaldara og lagið hreinlega steinliggur. Upphafslínurnar: One for the money, two for the show, three to get ready, go, cat, go! og byrjun þess með hljóð- færaslætti eru svo mikið íkon fyrir rokkið.“ Aðspurður segir Björgvin hina fullkomnu lagasmíð þurfa að innihalda gott lag sem helst í hendur við jafngóðan texta. „Í því liggur galdurinn fólginn, en ef maður kynni þann galdur væri lífið sennilega einn samfelldur draumur.“ Björgvin segir ógrynni slíkra laga til og að klassísk tónlist verði klassík vegna þess að hún sé alltaf jafn falleg og að á hana falli aldrei ryk. „Og það er eins með dægurmúsík nútímans sem öll er að færast aftur til sjöunda og áttunda áratugarins og byggir á því sem við vorum að spila þeg- ar við byrjuðum í þessum bransa; tísku, hljóðfæraskipan og „atti- tude“. Það sýnir einna best hvað þar var góð tónlist á ferðinni og er orðin klassík í dag.“ ■ Ég vildi hafa hannað Panton-stól-inn sem danski hönnuðurinn Verner Panton skapaði upp úr 1950,“ segir Tinna Gunnarsdóttir listhönnuður, sem sjálf hefur skap- að margan dýrgripinn. Panton- stóllinn sem Tinna dáir svo mjög er F-laga og á mikla hrakfallasögu að baki. Hann var fyrst smíðaður úr viði, en síðar úr plasti og er þekkt- ur í því forminu. „Panton sjálfur valdi stólnum háglansandi plast- efni, en nú er hann framleiddur úr möttu plasti sem mér finnst miður því hann tapar miklu þannig,“ segir Tinna og bætir við að hægt sé að fá Panton-stóla í Pennanum á innan við tuttugu þúsund krónur stykkið. „Panton er einn af stóru skand- inavísku hönnuðunum og var sér- lega áhrifamikill á áttunda ára- tugnum. Hann hannaði allt fyrir Spiegel-tímaritið og setti hand- bragð sitt á marga veitingastaði, en þótti tækifærin heldur lítil í Dan- mörku og flúði því til Sviss þar sem hann blómstraði.“ Tinna segir ekkert vafamál að Panton-stóllinn sé sá sem hún vildi eiga á afrekaskránni, enda alltaf áskorun fyrir hönnuði að spreyta sig á stólagerð þar sem ekkert heimili sé án þeirra og notagildið ótvírætt. „Þetta er einfaldlega magnaður stóll sem rennur saman í eitt form; lappirnar hverfa og nóg pláss er fyrir fæturna. Stóllinn er kvenlegur, minnir á konu í síðkjól þar sem ekki sést í ballskóna. Hann er sömuleiðis afar kyn- þokkafullur, mótast eftir líkaman- um og fallegt að sjá rasskinnar þess sem situr í honum ná út fyrir sessuna. Svo er hægt að stafla hon- um upp, svo notagildið er mikill kostur, formið er með ólík- indum flott og karakter- inn þannig að hann get- ur staðið einn út á miðju gólfi og notið sín með göml- um sem nýj- um munum. Minn Panton- stóll hefði verið úr appelsínu- gulu eða rauðu plasti.“ ■ Tinna Gunnarsdóttir, listhönnuður Vildi að ég hefði hannað Panton-stólinn TINNA GUNNARSDÓTTIR Finnst Panton-stóllinn minna á konu í síðum kjól. Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður Vildi að ég hefði samið Blue Suede Shoes BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Segir galdurinn við hina fullkomnu lagasmíð vera góða melódíu við jafn góðan texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.